Ætlaði að eyða áramótunum með tengdó en endaði á HM með landsliðinu Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 9. janúar 2019 16:00 Ágúst Elí Björgvinsson er mættur á sitt annað stórmót. vísir/tom Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður íslenska landsliðsins í handbolta, er einn þeirra sem var ekki valinn í 20 manna æfingahóp Guðmundar Guðmundssonar en endaði samt sem áður í HM-hópnum og er mættur til München með strákunum okkar. „Þetta fer í allar áttir en er sætara svona. Það eru miklar hæðir og lægðir í þessu og maður er í hálfgerðum tilfinningarússíbana þegar að hópurinn er valinn. Maður veit ekkert hvort maður er inni eða úti eða hvort maður eigi séns eða ekki,“ segir Ágúst Elí sem var eiginlega enn í sjokki þegar Vísir hitti hann í Leifsstöð í morgun. Hafnfirðingurinn var óvænt kallaður inn í Noregshópinn sem fór á æfingamótið en áður en kom að því var hann bara á leið í frí heima á Íslandi og búinn að gera aðrar ráðstafanir en að reima á sig handboltaskóna á HM. „Ég var búinn að panta mér flug heim til fjölskyldunnar og ætlaði bara að njóta mín í rólegheitunum en svo fékk ég kallið. Það var enn sætara fyrir vikið en því miður fyrir fjölskylduna,“Ágúst Elí spilaði með FH í fyrra sem komst í úrslitaeinvígi Olís-deildarinnar.vísir/vilhelmLærði mikið síðast „Ég fékk símtal frá Gunna Magg daginn sem ég lenti, 29. desember. Ég var búinn að ákveða að eyða áramótunum á Hvolsvelli með tengdafjölskyldunni en svo fæ ég að vita 31. desember að ég væri að fara til Noregs. Svo eftir harkið þar og einn dag hérna heima fékk ég að vita að ég væri að fara á HM. Þetta er frekar stuttur aðdragandi en ég tek þessu,“ segir Ágúst brosandi. Markvörðurinn ungi spilaði stórvel fyrir FH á síðustu leiktíð í Olís-deildinni en frammistaða hans skilaði honum sæti í EM-hópnum fyrir ári sem var hans frumraun á stórmóti. Íslenska liðið datt út eftir riðlakeppnina og Ágúst spilaði lítið en innistæðan á reynslubankanum er meiri samt sem áður. „Ég lærði fullt þó ég hafi ekki fengið mikið að spila. Við duttum náttúrlega út snemma þannig að það var ekki mikið rými fyrir það. Nú veit ég hvað þetta er stórt og vonandi verð ég ekki með hnútinn í maganum alla ferðina,“ segir hann. „Nú læt ég ekki koma mér á óvart hvað þetta er stórt og get hugsað meira um hvernig maður ætlar að koma inn í leikinn. Það var reynsla í bankann að fara á stórmót í fyrra þó svo ég hafi ekki spilað mikið,“ segir Ágúst Elí Björgvinsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.Klippa: Ágúst Elí - Ég tek þessu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Frábærar kveðjur til strákanna okkar | Myndband Strákarnir okkar voru sendir af landinu með stæl í morgun er spilað var fyrir þá myndband þar sem fjölskyldumeðlimir, gamlar kempur og Eiður Smári komu meðal annars við sögu. 9. janúar 2019 14:06 Rafmögnuð lokaæfing landsliðsins sat enn í sumum strákanna í morgun Það var ekki auðvelt fyrir Guðmund Guðmundsson að velja landsliðshópinn fyrir HM 2019. 9. janúar 2019 14:30 Seinagangur í flugstöðinni í München og æfingu dagsins aflýst Íslensku strákarnir æfa ekki í dag eins og til stóð þegar haldið var einn í daginn 9. janúar 2019 13:46 Bjarki Már: Ekki verið að gera mér neinn greiða með að velja mig Bjarki Már Elísson kom óvænt inn í HM-hópinn eftir að komast ekki í 20 manna æfingahóp íslenska landsliðsins. 9. janúar 2019 14:00 Keilan hitti strákana á leiðinni til München Strákarnir okkar eru á leið á HM þar sem þeir hefja leik eftir tvo daga. 9. janúar 2019 07:00 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Fleiri fréttir Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Sjá meira
Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður íslenska landsliðsins í handbolta, er einn þeirra sem var ekki valinn í 20 manna æfingahóp Guðmundar Guðmundssonar en endaði samt sem áður í HM-hópnum og er mættur til München með strákunum okkar. „Þetta fer í allar áttir en er sætara svona. Það eru miklar hæðir og lægðir í þessu og maður er í hálfgerðum tilfinningarússíbana þegar að hópurinn er valinn. Maður veit ekkert hvort maður er inni eða úti eða hvort maður eigi séns eða ekki,“ segir Ágúst Elí sem var eiginlega enn í sjokki þegar Vísir hitti hann í Leifsstöð í morgun. Hafnfirðingurinn var óvænt kallaður inn í Noregshópinn sem fór á æfingamótið en áður en kom að því var hann bara á leið í frí heima á Íslandi og búinn að gera aðrar ráðstafanir en að reima á sig handboltaskóna á HM. „Ég var búinn að panta mér flug heim til fjölskyldunnar og ætlaði bara að njóta mín í rólegheitunum en svo fékk ég kallið. Það var enn sætara fyrir vikið en því miður fyrir fjölskylduna,“Ágúst Elí spilaði með FH í fyrra sem komst í úrslitaeinvígi Olís-deildarinnar.vísir/vilhelmLærði mikið síðast „Ég fékk símtal frá Gunna Magg daginn sem ég lenti, 29. desember. Ég var búinn að ákveða að eyða áramótunum á Hvolsvelli með tengdafjölskyldunni en svo fæ ég að vita 31. desember að ég væri að fara til Noregs. Svo eftir harkið þar og einn dag hérna heima fékk ég að vita að ég væri að fara á HM. Þetta er frekar stuttur aðdragandi en ég tek þessu,“ segir Ágúst brosandi. Markvörðurinn ungi spilaði stórvel fyrir FH á síðustu leiktíð í Olís-deildinni en frammistaða hans skilaði honum sæti í EM-hópnum fyrir ári sem var hans frumraun á stórmóti. Íslenska liðið datt út eftir riðlakeppnina og Ágúst spilaði lítið en innistæðan á reynslubankanum er meiri samt sem áður. „Ég lærði fullt þó ég hafi ekki fengið mikið að spila. Við duttum náttúrlega út snemma þannig að það var ekki mikið rými fyrir það. Nú veit ég hvað þetta er stórt og vonandi verð ég ekki með hnútinn í maganum alla ferðina,“ segir hann. „Nú læt ég ekki koma mér á óvart hvað þetta er stórt og get hugsað meira um hvernig maður ætlar að koma inn í leikinn. Það var reynsla í bankann að fara á stórmót í fyrra þó svo ég hafi ekki spilað mikið,“ segir Ágúst Elí Björgvinsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.Klippa: Ágúst Elí - Ég tek þessu
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Frábærar kveðjur til strákanna okkar | Myndband Strákarnir okkar voru sendir af landinu með stæl í morgun er spilað var fyrir þá myndband þar sem fjölskyldumeðlimir, gamlar kempur og Eiður Smári komu meðal annars við sögu. 9. janúar 2019 14:06 Rafmögnuð lokaæfing landsliðsins sat enn í sumum strákanna í morgun Það var ekki auðvelt fyrir Guðmund Guðmundsson að velja landsliðshópinn fyrir HM 2019. 9. janúar 2019 14:30 Seinagangur í flugstöðinni í München og æfingu dagsins aflýst Íslensku strákarnir æfa ekki í dag eins og til stóð þegar haldið var einn í daginn 9. janúar 2019 13:46 Bjarki Már: Ekki verið að gera mér neinn greiða með að velja mig Bjarki Már Elísson kom óvænt inn í HM-hópinn eftir að komast ekki í 20 manna æfingahóp íslenska landsliðsins. 9. janúar 2019 14:00 Keilan hitti strákana á leiðinni til München Strákarnir okkar eru á leið á HM þar sem þeir hefja leik eftir tvo daga. 9. janúar 2019 07:00 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Fleiri fréttir Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Sjá meira
Frábærar kveðjur til strákanna okkar | Myndband Strákarnir okkar voru sendir af landinu með stæl í morgun er spilað var fyrir þá myndband þar sem fjölskyldumeðlimir, gamlar kempur og Eiður Smári komu meðal annars við sögu. 9. janúar 2019 14:06
Rafmögnuð lokaæfing landsliðsins sat enn í sumum strákanna í morgun Það var ekki auðvelt fyrir Guðmund Guðmundsson að velja landsliðshópinn fyrir HM 2019. 9. janúar 2019 14:30
Seinagangur í flugstöðinni í München og æfingu dagsins aflýst Íslensku strákarnir æfa ekki í dag eins og til stóð þegar haldið var einn í daginn 9. janúar 2019 13:46
Bjarki Már: Ekki verið að gera mér neinn greiða með að velja mig Bjarki Már Elísson kom óvænt inn í HM-hópinn eftir að komast ekki í 20 manna æfingahóp íslenska landsliðsins. 9. janúar 2019 14:00
Keilan hitti strákana á leiðinni til München Strákarnir okkar eru á leið á HM þar sem þeir hefja leik eftir tvo daga. 9. janúar 2019 07:00