Handbolti

Frábærar kveðjur til strákanna okkar | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Strákarnir horfa á myndbandið í morgun.
Strákarnir horfa á myndbandið í morgun. vísir/tom
Strákarnir okkar voru sendir af landinu með stæl í morgun er spilað var fyrir þá myndband þar sem fjölskyldumeðlimir, gamlar kempur og Eiður Smári komu meðal annars við sögu.

Það er að myndast hefð fyrir því að landsliðin okkar kveðji klakann með því að horfa á skemmtilegt myndband og í morgun var loksins komið að handboltalandsliðinu.

Í myndnbandi Icelandair mátti sjá gömlu landsliðskempurnar Óla Stef og Robba Gun senda kveðju ásamt því að Eiður Smári og Sveppi sprelluðu svolítið. Fjölskyldur leikmanna sendu svo að sjálfsögðu sína kveðju.

Strákarnir hefja leik á HM á föstudag. Myndbandið má sjá hér að neðan.




Tengdar fréttir

Bara einn silfurstrákur eftir í landsliðinu

Í ágúst síðastliðnum voru liðin tíu ár frá því að íslenska handboltalandsliðið náði sínum besta árangri frá upphafi með því að vinna til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Peking.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×