Segja eitt en gera annað Edda Hermannsdóttir skrifar 21. október 2019 09:00 Þegar loforð um betri og bættan heim heyrast úr öllum hornum þar sem flestir eru að reyna að breyta hegðun sinni þá er ekki annað hægt en að fyllast örlítilli von um að hlutirnir fari kannski ekki á versta veg þrátt fyrir öra hlýnun jarðar. Börn mótmæla úti á götum um allan heim og fræða foreldra sína dyggilega um flokkun á rusli á meðan stefnt er að kolefnishlutlausu Íslandi fyrir árið 2040. Því við vitum afleiðingarnar; meira plast en fiskar í sjónum, yfirborð sjávar hækkar og þurr svæði verða enn þurrari. En þetta vitum við. Þegar einstaklingar geta haft mikil áhrif þarf ekki að fjölyrða um mikilvægi þess þegar fyrirtæki taka sig til og breyta sinni hegðun. Í dag þurfa umhverfismál líkt og jafnréttismál að vera málefni sem eru rædd eins og hver önnur viðskipti inni á borði framkvæmdastjórnar. Þegar fyrirtæki markaðssetja sig eða eiga í samskiptum við viðskiptavini þarf líka að huga að þessum málum svo þetta verði ekki spariorð í samfélagsskýrslum. Við hjá Íslandsbanka þurftum að fara í gegnum þessa naflaskoðun líkt og öll önnur fyrirtæki og erum byrjuð á þeirri vegferð. En við sáum strax mótsögnina í því sem við vorum að tala um. Kolefnisjöfnum starfsemina en segjum ungum krökkum að setja peninginn sinn í þennan fína plastbauk sem við fljúgum alla leið til Íslands frá Kína. Tölum um jafnrétti af miklum eldmóð en auglýsum bankann hjá fjölmiðlum þar sem fáar sem engar konur fá tækifæri til að komast á dagskrá. Tölum um jafnt kynjahlutfall en kaupum þjónustu af fyrirtækjum eingöngu skipuðum karlmönnum. Pappamál í stað plasts í útibúum en gefum litlum krökkum dót úr plasti eða fyllum fang þeirra af dóti sem þau missa áhugann á um leið og heim er komið enda fáir jafn meðvitaðir um umhverfið og þau. Skrifum um sóun en prentum út skýrslur og fyllum fundarborð af plastpennum og bréfsefni sem fer beint í ruslið. En þetta er breytt og það skiptir máli. Stórt fyrirtæki sem hreyfir sig í þessa átt er svo sannarlega öflugt og jákvætt hreyfiafl. Það verður ekki talað um sjálfbærni á tyllidögum, þetta verður rætt á hverjum degi við hverja ákvörðun og það má spyrja allra óþægilegu spurninganna. Við kveðjum því plastbaukinn og kynnum pappabaukinn. Við gefum ekki börnum plastvörur fyrir að spara heldur aukum við skemmtilega upplifun, við forðumst að kaupa þjónustu af fyrirtækjum sem fylla herbergið aðeins af karlmönnum, við prentum ekki skýrslur og við kveðjum auglýsingar hjá fjölmiðlum sem bjóða upp á afgerandi kynjahalla. Við verðum seint fullkomin en við erum að reyna, fyrir framtíðina. Edda Hermannsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri Íslandsbanka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Edda Hermannsdóttir Íslenskir bankar Loftslagsmál Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Þegar loforð um betri og bættan heim heyrast úr öllum hornum þar sem flestir eru að reyna að breyta hegðun sinni þá er ekki annað hægt en að fyllast örlítilli von um að hlutirnir fari kannski ekki á versta veg þrátt fyrir öra hlýnun jarðar. Börn mótmæla úti á götum um allan heim og fræða foreldra sína dyggilega um flokkun á rusli á meðan stefnt er að kolefnishlutlausu Íslandi fyrir árið 2040. Því við vitum afleiðingarnar; meira plast en fiskar í sjónum, yfirborð sjávar hækkar og þurr svæði verða enn þurrari. En þetta vitum við. Þegar einstaklingar geta haft mikil áhrif þarf ekki að fjölyrða um mikilvægi þess þegar fyrirtæki taka sig til og breyta sinni hegðun. Í dag þurfa umhverfismál líkt og jafnréttismál að vera málefni sem eru rædd eins og hver önnur viðskipti inni á borði framkvæmdastjórnar. Þegar fyrirtæki markaðssetja sig eða eiga í samskiptum við viðskiptavini þarf líka að huga að þessum málum svo þetta verði ekki spariorð í samfélagsskýrslum. Við hjá Íslandsbanka þurftum að fara í gegnum þessa naflaskoðun líkt og öll önnur fyrirtæki og erum byrjuð á þeirri vegferð. En við sáum strax mótsögnina í því sem við vorum að tala um. Kolefnisjöfnum starfsemina en segjum ungum krökkum að setja peninginn sinn í þennan fína plastbauk sem við fljúgum alla leið til Íslands frá Kína. Tölum um jafnrétti af miklum eldmóð en auglýsum bankann hjá fjölmiðlum þar sem fáar sem engar konur fá tækifæri til að komast á dagskrá. Tölum um jafnt kynjahlutfall en kaupum þjónustu af fyrirtækjum eingöngu skipuðum karlmönnum. Pappamál í stað plasts í útibúum en gefum litlum krökkum dót úr plasti eða fyllum fang þeirra af dóti sem þau missa áhugann á um leið og heim er komið enda fáir jafn meðvitaðir um umhverfið og þau. Skrifum um sóun en prentum út skýrslur og fyllum fundarborð af plastpennum og bréfsefni sem fer beint í ruslið. En þetta er breytt og það skiptir máli. Stórt fyrirtæki sem hreyfir sig í þessa átt er svo sannarlega öflugt og jákvætt hreyfiafl. Það verður ekki talað um sjálfbærni á tyllidögum, þetta verður rætt á hverjum degi við hverja ákvörðun og það má spyrja allra óþægilegu spurninganna. Við kveðjum því plastbaukinn og kynnum pappabaukinn. Við gefum ekki börnum plastvörur fyrir að spara heldur aukum við skemmtilega upplifun, við forðumst að kaupa þjónustu af fyrirtækjum sem fylla herbergið aðeins af karlmönnum, við prentum ekki skýrslur og við kveðjum auglýsingar hjá fjölmiðlum sem bjóða upp á afgerandi kynjahalla. Við verðum seint fullkomin en við erum að reyna, fyrir framtíðina. Edda Hermannsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri Íslandsbanka
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun