Lífið

Myndband sem sýnir brot af því besta frá Secret Solstice

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mikið stuð á Secret Solstice í sumar.
Mikið stuð á Secret Solstice í sumar.
Forsvarsmenn tónlistahátíðarinnar Secret Solstice hafa gefið út myndband þar sem síðasta hátíð er rifjuð upp og sýnt frá öllu því  besta.

Myndin ber nafnið Aftermovie og þekkist það að gefa út slík myndbönd hjá öðrum stórum hátíðum víða erlendis. Til að mynda er alltaf gefið út brot af því besta myndband eftir hátíðina Tomorrowland.

Secret Solstice verður síðan haldin á næsta ári í Laugardalnum 26.-28. júní. Stutt er í tilkynningu um þá listamenn sem koma fram á næstu hátíð en forsala miða fer bráðlega af stað.

Hér að neðan má sjá myndbandið nýja.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.