Guðmundur: Erum að spila á okkar heimavelli og viljum gjarnan vinna leikinn Anton Ingi Leifsson skrifar 8. apríl 2019 19:30 Guðmundur í viðtalinu í dag. mynd/skjáskot Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, segir að allir leikmenn liðsins séu klárir í slaginn fyrir leikina gegn Norður-Makedóníu. Ísland mætir Norður-Makedóníu í tveimur leikjum í vikunni. Fyrri leikurinn fer fram í Laugardalshöllinni á miðvikudagskvöldið en síðari leikurinn í Makedóníu á sunnudag en leikirnir eru liður í undankeppni EM 2020. „Við erum að spila á okkar heimavelli og við viljum gjarnan vinna leikinn en það verður ekki einfalt. Þetta er mjög sterkt lið og reynslumikið. Þeir eru líkamlega sterkir og búa yfir ýmis konar vopnabúri,“ sagði Guðmundur í samtali við Arnar Björnsson. „Þeir hafa verið að spila mikið sjö á sex og við þurfum að leysa það. Þeir eru með öflugar skyttur og frábæra línumenn og góðan markmann. Það er eitt og annað en svo er kominn nýr þjálfari og þá koma áherslubreytingar sem við vitum ekki nákvæmlega hverjar eru.“ Ísland er með fjögur stig eftir fyrstu tvo leikina í riðlinum en Norður-Makedónía einungis tvö, svo þeir þurfa nauðsynlega á stigunum tveimur að halda á miðvikudaginn. „Þetta verður hörkuleikur. Þetta verður spennandi verkefni og við erum búnir að spila marga leiki við þá. Þetta hafa eiginlega alltaf verið jafnar viðureignir og ég á von á því að þetta verði þannig. Við munum gera allt í okkar valdi til þess að vinna.“ Guðmundur hvetur stuðningsmenn til að fjölmennina í Höllina og segir að það geti verið mikilvægt. „Það er skemmtilegt að spila á heimavelli. Vonandi fáum við fulla höll og það verður góð stemning. Það hefur oft verið hérna. Við þurfum á því að halda að fá hörku stemningu í Höllina og þá verður þetta skemmtilegt.“ Viðtalið við Guðmund í heild sinni má sjá hér að neðan en þar ræðir hann meðal annars um standið á hópnum, ákvörðunina að gefa Aroni frí á æfingu í dag og margt fleira.Klippa: Viðtalið við Guðmund Íslenski handboltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Fleiri fréttir Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, segir að allir leikmenn liðsins séu klárir í slaginn fyrir leikina gegn Norður-Makedóníu. Ísland mætir Norður-Makedóníu í tveimur leikjum í vikunni. Fyrri leikurinn fer fram í Laugardalshöllinni á miðvikudagskvöldið en síðari leikurinn í Makedóníu á sunnudag en leikirnir eru liður í undankeppni EM 2020. „Við erum að spila á okkar heimavelli og við viljum gjarnan vinna leikinn en það verður ekki einfalt. Þetta er mjög sterkt lið og reynslumikið. Þeir eru líkamlega sterkir og búa yfir ýmis konar vopnabúri,“ sagði Guðmundur í samtali við Arnar Björnsson. „Þeir hafa verið að spila mikið sjö á sex og við þurfum að leysa það. Þeir eru með öflugar skyttur og frábæra línumenn og góðan markmann. Það er eitt og annað en svo er kominn nýr þjálfari og þá koma áherslubreytingar sem við vitum ekki nákvæmlega hverjar eru.“ Ísland er með fjögur stig eftir fyrstu tvo leikina í riðlinum en Norður-Makedónía einungis tvö, svo þeir þurfa nauðsynlega á stigunum tveimur að halda á miðvikudaginn. „Þetta verður hörkuleikur. Þetta verður spennandi verkefni og við erum búnir að spila marga leiki við þá. Þetta hafa eiginlega alltaf verið jafnar viðureignir og ég á von á því að þetta verði þannig. Við munum gera allt í okkar valdi til þess að vinna.“ Guðmundur hvetur stuðningsmenn til að fjölmennina í Höllina og segir að það geti verið mikilvægt. „Það er skemmtilegt að spila á heimavelli. Vonandi fáum við fulla höll og það verður góð stemning. Það hefur oft verið hérna. Við þurfum á því að halda að fá hörku stemningu í Höllina og þá verður þetta skemmtilegt.“ Viðtalið við Guðmund í heild sinni má sjá hér að neðan en þar ræðir hann meðal annars um standið á hópnum, ákvörðunina að gefa Aroni frí á æfingu í dag og margt fleira.Klippa: Viðtalið við Guðmund
Íslenski handboltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Fleiri fréttir Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Sjá meira