Viðskipti innlent

Farþegar WOW ráðvilltir og argir

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Frá innritunarborði WOW air á Keflavíkurflugvelli.
Frá innritunarborði WOW air á Keflavíkurflugvelli. Vísir/friðrik
Greina má mikla ónáægju meðal farþega WOW air sem bókað áttu flug með flugfélaginu í dag, en eins og fram kom í morgun hefur WOW aflýst öllu flugi.



Uppfært klukkan 8:30:WOW air hefur hætt starfsemi. Nánar hér.

Fjöldi farþega situr því fastur á áfangastöðum WOW, til að mynda í þeim sex borgum sem flugfélagið flýgur til í Bandaríkjunum og Kanada. Hæglega má áætla að strandaglóparnir vestanhafs séu rúmlega þúsund talsins. Þá eru ótaldir þeir farþegar sem áttu bókað flug til Íslands frá áfangastöðum WOW í Evrópu, en fréttastofu hafa til að mynda borist skilaboð frá farþegum sem fastir eru á Tenerife.

Farþegarnir hafa fengið skilaboð frá WOW þar sem aflýsingin er sögð vera vegna „operational restrictions,“ sem þýða mætti sem rekstrartakmarkanir. Flugfélagið hefur boðið farþegum sem orðið hafa fyrir óþægindum vegna þessa að fá miða sína endurgreidda að fullu eða bóka sæti með annarri vél WOW þeim að kostnaðarlausu.

Þrátt fyrir það virðast umræddir farþegar ekki vera ánægðir með hvernig WOW hefur staðið að málum. Félaginu hafa borist ótal skilaboð frá reiðum netverjum, sem margir hverjir eru fastir á flugvöllum vegna aflýsingar á flugi þeirra. WOW er kallað öllum illum nöfnum; starfsmenn þess eru glæpamenn sem halda farþegum í gíslingu. 

„Hey #wowair Ég mun aldrei í lífinu eiga viðskipti við ykkur aftur. Þið getið troðið þessari yfirlýsingu um þakklæti og stuðning farþega á þessum “erfiðu tímum” upp í Skúlann á ykkur,“ skrifar Nína Richter, starfsmaður Ríkisútvarpsins, sem bókað átti flug til Frankfurt í nótt.


Tengdar fréttir

WOW á vörum Íslendinga

WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. Öllu flugi félagsins hefur verið aflýst. Þetta kemur fram á vef WOW air.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×