Framfaraskref fyrir innflytjendur Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 14. júní 2019 07:00 Alþingi samþykkti í vikunni þingsályktunartillögu um að komið verði á fót ráðgjafarstofu fyrir innflytjendur. Auk mín voru á tillögunni fleiri úr þingflokki Vinstri grænna. Það er mikið ánægjuefni að málið hafi náð í gegn, en nú bíður ráðherra félagsmála að útfæra tillöguna betur og hvernig að ráðgjafarstofunni verði best staðið. Í þeirri vinnu er gríðarlega mikilvægt að vera í sem bestu samstarfi við þau sem að málaflokknum koma. Það að taka sig upp og setjast að í nýju samfélagi getur verið erfitt, sama af hvaða völdum það er. Fólk sem finnur sig statt í nýju umhverfi, þekkir ekki réttindi sín og skyldur, hvernig það best getur komið sér fyrir í nýju samfélagi. Það að hjálpa fólki við þær aðstæður er því sjálfsagt mál. Ráðgjafarstofa innflytjenda mun einmitt gera það, vera gátt inn í nýtt samfélag fyrir fólk sem af einhverjum ástæðum hefur ákveðið að setjast hér að, til skemmri eða lengri tíma. Nógu erfitt getur verið fyrir okkur sjálf að vita hvert best er að snúa sér í hinum ýmsu aðstæðum, hvað þá þegar maður talar ekki tungumálið og þarf að sækja sér þjónustu eða er í atvinnuleit. Okkur, sem höfum dvalið langdvölum hér á landi og sum jafnvel frá fæðingu, getur reynst erfitt að skilja það regluverk sem hið opinbera hefur sett utan um líf okkar. Það er ennþá flóknara fyrir fólk sem er nýtt í samfélaginu. Þetta þekkja þau sem hafa dvalið í öðrum löndum, í dag eru um 47 þúsund Íslendingar til dæmis búsettir í öðrum löndum en Íslandi. Þeir lesendur sem það hafa reynt geta velt því fyrir sér hvort ekki hefði verið gott að geta sótt þjónustu í álíka stofnun og einhver hafa kannski gert það, því þær eru víða til. Því meira sem flækjustigið verður, því meira sem fólk þarf að fara af einum stað á annan og jafnvel fara bónleitt til búðar því það er ekki á réttum stað, því verr líður fólki. Skilvirknin er svo annað mál, en fyrst og fremst eigum við að hugsa út frá líðan fólks. Afi minn og amma kenndu mér að taka vel á móti gestum, það á enn frekar við um innflytjendur. Því það er fólk sem hefur ákveðið að sækjast eftir því að vera hluti af okkar samfélagi. Bjóðum það velkomið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Innflytjendamál Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Alþingi samþykkti í vikunni þingsályktunartillögu um að komið verði á fót ráðgjafarstofu fyrir innflytjendur. Auk mín voru á tillögunni fleiri úr þingflokki Vinstri grænna. Það er mikið ánægjuefni að málið hafi náð í gegn, en nú bíður ráðherra félagsmála að útfæra tillöguna betur og hvernig að ráðgjafarstofunni verði best staðið. Í þeirri vinnu er gríðarlega mikilvægt að vera í sem bestu samstarfi við þau sem að málaflokknum koma. Það að taka sig upp og setjast að í nýju samfélagi getur verið erfitt, sama af hvaða völdum það er. Fólk sem finnur sig statt í nýju umhverfi, þekkir ekki réttindi sín og skyldur, hvernig það best getur komið sér fyrir í nýju samfélagi. Það að hjálpa fólki við þær aðstæður er því sjálfsagt mál. Ráðgjafarstofa innflytjenda mun einmitt gera það, vera gátt inn í nýtt samfélag fyrir fólk sem af einhverjum ástæðum hefur ákveðið að setjast hér að, til skemmri eða lengri tíma. Nógu erfitt getur verið fyrir okkur sjálf að vita hvert best er að snúa sér í hinum ýmsu aðstæðum, hvað þá þegar maður talar ekki tungumálið og þarf að sækja sér þjónustu eða er í atvinnuleit. Okkur, sem höfum dvalið langdvölum hér á landi og sum jafnvel frá fæðingu, getur reynst erfitt að skilja það regluverk sem hið opinbera hefur sett utan um líf okkar. Það er ennþá flóknara fyrir fólk sem er nýtt í samfélaginu. Þetta þekkja þau sem hafa dvalið í öðrum löndum, í dag eru um 47 þúsund Íslendingar til dæmis búsettir í öðrum löndum en Íslandi. Þeir lesendur sem það hafa reynt geta velt því fyrir sér hvort ekki hefði verið gott að geta sótt þjónustu í álíka stofnun og einhver hafa kannski gert það, því þær eru víða til. Því meira sem flækjustigið verður, því meira sem fólk þarf að fara af einum stað á annan og jafnvel fara bónleitt til búðar því það er ekki á réttum stað, því verr líður fólki. Skilvirknin er svo annað mál, en fyrst og fremst eigum við að hugsa út frá líðan fólks. Afi minn og amma kenndu mér að taka vel á móti gestum, það á enn frekar við um innflytjendur. Því það er fólk sem hefur ákveðið að sækjast eftir því að vera hluti af okkar samfélagi. Bjóðum það velkomið.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun