Leitin að kjarna málsins Sverrir Björnsson skrifar 27. júní 2019 13:15 Þjóðskáldin hafa lýst því hvernig okkur Íslendingum er illmögulegt að ræða kjarna mála. Nú síðast Hallgrímur Helgason í 60 kílóum af sólskini: „Og þannig var þjóðlífið allt. Engin plön náðu lengra en fram á kvöld og engin ákvörðun var endanleg, öll samtöl án niðurstöðu.“ Sjaldan hefur þessi sannleikur birst með augljósari hætti en undanfarnar vikur á Alþingi. Annars vegar í lopaspuna Miðflokksmanna daga og nætur sem var samt ómögulegt að skýra mál sitt. Hins vegar skiluðu allir aðrir á þinginu auðu í leitinni að kjarna málsins með því að staglast á: „Enginn sæstrengur án samþykkis Alþingis.“Eigum við að bjarga heiminum? Pólitíkusarnir virðast ætla að verða síðastir til að skilja að við Íslendingar höfum gullið tækifæri til að taka mikilvæg skref til að bjarga vistkerfi heimsins og auka um leið hagsæld í landinu. Jöklarnir bráðna svo hratt að vatnsrennsli á virkjanasvæði Landsvirkjunar hefur aukist um 8% og mun aukast mikið á næstu áratugum. Ergo, stóraukin rafmag nsf r a mleiðsla núver a nd i jökulvatnavirkjana. Aukið vatnsafl frá jökulám skapar tækifæri til að friða allar bergvatnsár á Íslandi, fyrir framtíðarkynslóðir og mikilvægasta atvinnuveg þjóðarinnar, ferðamannaiðnaðinn. Það eru vindmyllugarðar á teikniborðinu sem munu framleiða 400- 500 MW. Hið besta mál að nýta umhverfisvænustu og sennilega hagkvæmustu leiðina til raforkuframleiðslu. Við gætum framleitt þúsundir megavatta með vindorku hér á fallegasta rokrassi heimsins. Stærsta skref okkar til að bjarga vistkerfi jarðarinnar er að loka víðasta kolefnispúströri landsins; stóriðjunni. Þá losnar mikil orka úr læðingi. Í framtíð margfalt meiri orkuframleiðslu rafvæðum við Ísland, samgöngur, iðnað, sjávarútveg og ræktum hér heima það sem við þurfum, en jafnvel þá verður mikið eftir. Hvað á að gera við orkuna? Mengandi ál-, járn- og kísiliðnaður tilheyrir fortíðinni. Bitcoinnámurnar eru að tæmast og gagnarisarnir Google og co. hafa sett sig niður í löndum með öruggara gagnasamband. Það er ekki góð viðskiptahugmynd og óumhverfisvæn að rækta hér ávexti og grænmeti og flytja um langan veg þar sem kjöraðstæður eru til ræktunar. Kaffi til Brasilíu? Sæstrengur er í dag eina leiðin í sjónmáli. Fjárfestar eru þegar byrjaðir að tryggja sér orkunýtingarréttindi, margfalt hærra orkuverð handan hafsins freistar. Það er góður kostur fyrir þjóðina að hámarka afrakstur orkunnar og vernda umhverfið með sæstreng. Hærra orkuverð á Íslandi verður auðvelt að jafna t.d. með lægri sköttum eða borgaralaunum, ef ríkið á og rekur orkufyrirtækin. Ef einkafyrirtæki taka til sín megnið af arðinum líkt og nú er raunin í sjávarútvegi og orkunýtingu mun almenningur ekki njóta ávaxtanna líkt og Norðmenn gera. Hér heima og í Evrópusambandinu eru einkvæðingarsinnar áfjáðir í að komast í orkuauðinn. ESB er líkt og hægri flokkarnir hér heima gegnsýrt af frjálshyggjuhugmyndum um einkavæðingu á grunnstoðum samfélagsins. Það sem Alþingi ætti að ræða daga og nætur í allt sumar, og alla vetur er: Hvernig björgum við vistkerfi jarðarinnar með umhverfisvænni orku og tryggjum almenningi arðinn af auðlindum sínum? Það er kjarni málsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Stóriðja Umhverfismál Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Þjóðskáldin hafa lýst því hvernig okkur Íslendingum er illmögulegt að ræða kjarna mála. Nú síðast Hallgrímur Helgason í 60 kílóum af sólskini: „Og þannig var þjóðlífið allt. Engin plön náðu lengra en fram á kvöld og engin ákvörðun var endanleg, öll samtöl án niðurstöðu.“ Sjaldan hefur þessi sannleikur birst með augljósari hætti en undanfarnar vikur á Alþingi. Annars vegar í lopaspuna Miðflokksmanna daga og nætur sem var samt ómögulegt að skýra mál sitt. Hins vegar skiluðu allir aðrir á þinginu auðu í leitinni að kjarna málsins með því að staglast á: „Enginn sæstrengur án samþykkis Alþingis.“Eigum við að bjarga heiminum? Pólitíkusarnir virðast ætla að verða síðastir til að skilja að við Íslendingar höfum gullið tækifæri til að taka mikilvæg skref til að bjarga vistkerfi heimsins og auka um leið hagsæld í landinu. Jöklarnir bráðna svo hratt að vatnsrennsli á virkjanasvæði Landsvirkjunar hefur aukist um 8% og mun aukast mikið á næstu áratugum. Ergo, stóraukin rafmag nsf r a mleiðsla núver a nd i jökulvatnavirkjana. Aukið vatnsafl frá jökulám skapar tækifæri til að friða allar bergvatnsár á Íslandi, fyrir framtíðarkynslóðir og mikilvægasta atvinnuveg þjóðarinnar, ferðamannaiðnaðinn. Það eru vindmyllugarðar á teikniborðinu sem munu framleiða 400- 500 MW. Hið besta mál að nýta umhverfisvænustu og sennilega hagkvæmustu leiðina til raforkuframleiðslu. Við gætum framleitt þúsundir megavatta með vindorku hér á fallegasta rokrassi heimsins. Stærsta skref okkar til að bjarga vistkerfi jarðarinnar er að loka víðasta kolefnispúströri landsins; stóriðjunni. Þá losnar mikil orka úr læðingi. Í framtíð margfalt meiri orkuframleiðslu rafvæðum við Ísland, samgöngur, iðnað, sjávarútveg og ræktum hér heima það sem við þurfum, en jafnvel þá verður mikið eftir. Hvað á að gera við orkuna? Mengandi ál-, járn- og kísiliðnaður tilheyrir fortíðinni. Bitcoinnámurnar eru að tæmast og gagnarisarnir Google og co. hafa sett sig niður í löndum með öruggara gagnasamband. Það er ekki góð viðskiptahugmynd og óumhverfisvæn að rækta hér ávexti og grænmeti og flytja um langan veg þar sem kjöraðstæður eru til ræktunar. Kaffi til Brasilíu? Sæstrengur er í dag eina leiðin í sjónmáli. Fjárfestar eru þegar byrjaðir að tryggja sér orkunýtingarréttindi, margfalt hærra orkuverð handan hafsins freistar. Það er góður kostur fyrir þjóðina að hámarka afrakstur orkunnar og vernda umhverfið með sæstreng. Hærra orkuverð á Íslandi verður auðvelt að jafna t.d. með lægri sköttum eða borgaralaunum, ef ríkið á og rekur orkufyrirtækin. Ef einkafyrirtæki taka til sín megnið af arðinum líkt og nú er raunin í sjávarútvegi og orkunýtingu mun almenningur ekki njóta ávaxtanna líkt og Norðmenn gera. Hér heima og í Evrópusambandinu eru einkvæðingarsinnar áfjáðir í að komast í orkuauðinn. ESB er líkt og hægri flokkarnir hér heima gegnsýrt af frjálshyggjuhugmyndum um einkavæðingu á grunnstoðum samfélagsins. Það sem Alþingi ætti að ræða daga og nætur í allt sumar, og alla vetur er: Hvernig björgum við vistkerfi jarðarinnar með umhverfisvænni orku og tryggjum almenningi arðinn af auðlindum sínum? Það er kjarni málsins.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun