Föstudagsbörnin Aðalbjörg Egilsdóttir og Vigdís Ólafsdóttir skrifar 25. júní 2019 21:08 Föstudaginn 20. ágúst í fyrra settist 15 ára stúlka fyrir framan sænska þingið til þess að senda sterk skilaboð; „að sameinast á bak við vísindin“. Að sameinast á bak við vísindin sem segja okkur að við verðum að stöðva losun gróðurhúsalofttegunda og eyðingu á lífríki um allan heim. Stúlkan, Greta Thunberg, fékk fleiri í lið með sér og nú hefur ungt fólk frá yfir 125 löndum farið í verkfall fyrir loftslagið. Yfirlýst markmið um heim allan eru að meðalhiti jarðar hækki ekki um meira en 1,5 gráðu á selsíus frá iðnbyltingu. Nú þegar hefur hitinn hækkað um tæpa gráðu svo að tíminn er naumur. Breytingin virðist kannski lítil en á síðustu ísöld varmeðalhiti jarðaraðeins 5 gráðum lægri en nú, hver gráða skiptir máli. Eins og staðan er í dag stefnir í að meðalhiti jarðar muni hækka um 3,8 gráður fyrir lok þessarar aldar svo ljóst er að mikilla breytinga er þörf ef 1,5 gráðu markmiðinu skal ná.Afleiðingar loftlagsbreytinga hafa þegar komið í ljós, til að mynda með auknum flóðum, skæðari fellibyljum, skógareldum og fleira.Flóðiní Bangladesh og Indlandi á síðasta ári,fellibylurinn Mariasem eyðilagði heilu borgirnar í Karabíska hafinu árið 2017,skógareldarnirí Evrópu síðasta sumar. Allt eru þetta afleiðingar loftslagsbreytinga og nú stefndi ískógareldaá Íslandi vegna óvenjumikilla þurrka síðustu vikur. Í kjölfar mikilla hamfara missir fólk heimili sín og lifibrauð en árið 2013 varfleira fólk á flóttavegna hamfara en vegna átaka.FlóttamannastofnunSameinuðu þjóðanna spáir því að 250 milljón manns muni þurfa að flýja heimili sín vegna loftlagsbreytinga fyrir árið 2050. Íslensk ungmenni hafa ekki setið aðgerðarlaus heldur látið í sér heyra. Kröfur loftslagsverkfallsins á Íslandi eru að 2,5% af þjóðarframleiðslu Íslands verði veitt í aðgerðir gegn loftslagsbreytingum og að ráðist verði í róttækar breytingar til þess að stöðva hamfarahlýnunina. Það er þó ekki okkar unga fólksins að koma með allar lausnirnar. Flest okkar eru bara börn. Þegar við verðum við stjórnvölinn verður of seint að ráðast í breytingar, þær verða að koma núna, frá sitjandi ráðamönnum þjóða og fyrirtækja. Það eru margar lausnir til við ýmsum af vandamálunum sem við stöndum frammi fyrir en það verður að ráðast í aðgerðir núna. Verkföllin hafa þó þegar borið árangur, bæði hér heima og úti í heimi. Skipuleggjendur verkfallanna á Íslandi hafa fundað með forsætis-, fjármála- og umhverfisráðherrum auk þess sem yfir tuttugu alþingismenn hafa mætt á verkföllin til að heyra hvað unga fólkið hefur að segja. Tvö alþjóðleg loftslagsverkföll hafa verið haldin og á það fyrra mættu yfir 2000 íslensk ungmenni. Einnig hefur Greta Thunberg ferðast um alla Evrópu til að ræða við stjórnmálamenn um vandann og fengið góðar undirtektir víðast hvar. Augu og eyru stjórnmálamanna eru því loks að opnast og einnig fjölmiðla og almennings. Helsti árangur verkfallanna er einmitt sá að þau hafa breiðst um allan heim og að meðvitund um vandamálið hefur stóraukist. Þetta sést til dæmis með aukinni umfjöllun fjölmiðla um hamfarahlýnun og að í mörgum löndum mælast loftlagsbreytingar semaðaláhyggjuefniíbúa. Þetta er auðvitað aðeins byrjunin en áður en að breytingar eiga sér stað þarf samfélagsumræða að fara fram og meðvitund um vandamálið koma farm.Rannsóknir hafa sýnt að aðeins þarf um3,5% íbúa lands, sem væru um 12.500 Íslendingar, að sýna borgaralega óhlýðni til þess að stórtækar breytingar eigi sér stað í kjölfarið. Borgaraleg óhlýðni er að neita að fylgja ákveðnum lögum, í mótmælaskyni og á friðsælan hátt, í þeim tilgangi að vekja athygli á ákveðnu málefni. Árangursríkasta leiðin til að fá breytingar í gegn eru friðsæl mótmæli auk breytinga á daglegu lífi fólks. Nelson Mandela, Gandhi, Rosa Parks og ótal aðrir hafa sýnt í verki hversu mikil áhrif það hefur að streitast á móti með friðsælum hætti og þetta er einmitt markmið þeirra sem fara í verkfall fyrir loftslagið. Við sýnum að okkur er ekki sama, við mætum á verkföllin og gerum ýmsar breytingar á okkar daglega lífi til þess að vekja aðra til umhugsunar og fá stjórnvöld til að grípa til aðgerða. Tíminn er á þrotum og við verðum að grípa í taumana. Við mætum á verkföllin því það er mikilvægt og við viljum fá þig með. Mótmæli eru nauðsynleg til að knýja fram miklar breytingar og það er nákvæmlega það sem við þurfum á að halda. Komdu með okkur í verkfall! Aðalbjörg Egilsdóttir og Vigdís ÓlafsdóttirHöfundar eru umhverfissinnaðir Röskvuliðar.Höfundar hafa ekki tekið þátt í skipulagningu loftslagsverkfallanna á Íslandi.Heimildir: Maria vegna loftslagsbreytinga: https://www.sciencedaily.com/releases/2019/04/190416132153.htmFlóð í Indlandi: https://phys.org/news/2018-08-india-devastating-climate.htmlSkógareldar í Evrópu: https://www.nationalgeographic.com/environment/2018/07/are-fires-in-europe-the-result-of-climate-change-/3,5% reglan: https://www.bbc.com/future/story/20190513-it-only-takes-35-of-people-to-change-the-worldFlóttamenn:https://www.unhcr.org/493e9bd94.htmlhttps://www.unric.org/en/latest-un-buzz/29417-natural-disasters-displace-three-times-as-many-people-as-conflictsÁhyggur af hlýnun jarðar:https://www.pewresearch.org/global/2019/02/10/climate-change-still-seen-as-the-top-global-threat-but-cyberattacks-a-rising-concern/Hitastig:https://climateanalytics.org/briefings/global-warming-reaches-1c-above-preindustrial-warmest-in-more-than-11000-years/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Sjá meira
Föstudaginn 20. ágúst í fyrra settist 15 ára stúlka fyrir framan sænska þingið til þess að senda sterk skilaboð; „að sameinast á bak við vísindin“. Að sameinast á bak við vísindin sem segja okkur að við verðum að stöðva losun gróðurhúsalofttegunda og eyðingu á lífríki um allan heim. Stúlkan, Greta Thunberg, fékk fleiri í lið með sér og nú hefur ungt fólk frá yfir 125 löndum farið í verkfall fyrir loftslagið. Yfirlýst markmið um heim allan eru að meðalhiti jarðar hækki ekki um meira en 1,5 gráðu á selsíus frá iðnbyltingu. Nú þegar hefur hitinn hækkað um tæpa gráðu svo að tíminn er naumur. Breytingin virðist kannski lítil en á síðustu ísöld varmeðalhiti jarðaraðeins 5 gráðum lægri en nú, hver gráða skiptir máli. Eins og staðan er í dag stefnir í að meðalhiti jarðar muni hækka um 3,8 gráður fyrir lok þessarar aldar svo ljóst er að mikilla breytinga er þörf ef 1,5 gráðu markmiðinu skal ná.Afleiðingar loftlagsbreytinga hafa þegar komið í ljós, til að mynda með auknum flóðum, skæðari fellibyljum, skógareldum og fleira.Flóðiní Bangladesh og Indlandi á síðasta ári,fellibylurinn Mariasem eyðilagði heilu borgirnar í Karabíska hafinu árið 2017,skógareldarnirí Evrópu síðasta sumar. Allt eru þetta afleiðingar loftslagsbreytinga og nú stefndi ískógareldaá Íslandi vegna óvenjumikilla þurrka síðustu vikur. Í kjölfar mikilla hamfara missir fólk heimili sín og lifibrauð en árið 2013 varfleira fólk á flóttavegna hamfara en vegna átaka.FlóttamannastofnunSameinuðu þjóðanna spáir því að 250 milljón manns muni þurfa að flýja heimili sín vegna loftlagsbreytinga fyrir árið 2050. Íslensk ungmenni hafa ekki setið aðgerðarlaus heldur látið í sér heyra. Kröfur loftslagsverkfallsins á Íslandi eru að 2,5% af þjóðarframleiðslu Íslands verði veitt í aðgerðir gegn loftslagsbreytingum og að ráðist verði í róttækar breytingar til þess að stöðva hamfarahlýnunina. Það er þó ekki okkar unga fólksins að koma með allar lausnirnar. Flest okkar eru bara börn. Þegar við verðum við stjórnvölinn verður of seint að ráðast í breytingar, þær verða að koma núna, frá sitjandi ráðamönnum þjóða og fyrirtækja. Það eru margar lausnir til við ýmsum af vandamálunum sem við stöndum frammi fyrir en það verður að ráðast í aðgerðir núna. Verkföllin hafa þó þegar borið árangur, bæði hér heima og úti í heimi. Skipuleggjendur verkfallanna á Íslandi hafa fundað með forsætis-, fjármála- og umhverfisráðherrum auk þess sem yfir tuttugu alþingismenn hafa mætt á verkföllin til að heyra hvað unga fólkið hefur að segja. Tvö alþjóðleg loftslagsverkföll hafa verið haldin og á það fyrra mættu yfir 2000 íslensk ungmenni. Einnig hefur Greta Thunberg ferðast um alla Evrópu til að ræða við stjórnmálamenn um vandann og fengið góðar undirtektir víðast hvar. Augu og eyru stjórnmálamanna eru því loks að opnast og einnig fjölmiðla og almennings. Helsti árangur verkfallanna er einmitt sá að þau hafa breiðst um allan heim og að meðvitund um vandamálið hefur stóraukist. Þetta sést til dæmis með aukinni umfjöllun fjölmiðla um hamfarahlýnun og að í mörgum löndum mælast loftlagsbreytingar semaðaláhyggjuefniíbúa. Þetta er auðvitað aðeins byrjunin en áður en að breytingar eiga sér stað þarf samfélagsumræða að fara fram og meðvitund um vandamálið koma farm.Rannsóknir hafa sýnt að aðeins þarf um3,5% íbúa lands, sem væru um 12.500 Íslendingar, að sýna borgaralega óhlýðni til þess að stórtækar breytingar eigi sér stað í kjölfarið. Borgaraleg óhlýðni er að neita að fylgja ákveðnum lögum, í mótmælaskyni og á friðsælan hátt, í þeim tilgangi að vekja athygli á ákveðnu málefni. Árangursríkasta leiðin til að fá breytingar í gegn eru friðsæl mótmæli auk breytinga á daglegu lífi fólks. Nelson Mandela, Gandhi, Rosa Parks og ótal aðrir hafa sýnt í verki hversu mikil áhrif það hefur að streitast á móti með friðsælum hætti og þetta er einmitt markmið þeirra sem fara í verkfall fyrir loftslagið. Við sýnum að okkur er ekki sama, við mætum á verkföllin og gerum ýmsar breytingar á okkar daglega lífi til þess að vekja aðra til umhugsunar og fá stjórnvöld til að grípa til aðgerða. Tíminn er á þrotum og við verðum að grípa í taumana. Við mætum á verkföllin því það er mikilvægt og við viljum fá þig með. Mótmæli eru nauðsynleg til að knýja fram miklar breytingar og það er nákvæmlega það sem við þurfum á að halda. Komdu með okkur í verkfall! Aðalbjörg Egilsdóttir og Vigdís ÓlafsdóttirHöfundar eru umhverfissinnaðir Röskvuliðar.Höfundar hafa ekki tekið þátt í skipulagningu loftslagsverkfallanna á Íslandi.Heimildir: Maria vegna loftslagsbreytinga: https://www.sciencedaily.com/releases/2019/04/190416132153.htmFlóð í Indlandi: https://phys.org/news/2018-08-india-devastating-climate.htmlSkógareldar í Evrópu: https://www.nationalgeographic.com/environment/2018/07/are-fires-in-europe-the-result-of-climate-change-/3,5% reglan: https://www.bbc.com/future/story/20190513-it-only-takes-35-of-people-to-change-the-worldFlóttamenn:https://www.unhcr.org/493e9bd94.htmlhttps://www.unric.org/en/latest-un-buzz/29417-natural-disasters-displace-three-times-as-many-people-as-conflictsÁhyggur af hlýnun jarðar:https://www.pewresearch.org/global/2019/02/10/climate-change-still-seen-as-the-top-global-threat-but-cyberattacks-a-rising-concern/Hitastig:https://climateanalytics.org/briefings/global-warming-reaches-1c-above-preindustrial-warmest-in-more-than-11000-years/
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun