Samfélagsmiðlavá Teitur Guðmundsson skrifar 26. september 2019 07:00 Börn og unglingar en einnig fullorðnir nú til dags eru býsna upptekin af snjalltækjum og forritum þeim tengdum. Við höfum séð ansi hraða þróun í tækjum og forritum á undanförnum árum og má segja að þau séu farin að hafa áhrif á athafnir daglegs lífs. Hver kannast ekki við að reyna að ná sambandi við unglinginn sem situr niðursokkinn í símann sinn. Hann er að svara á Instagram, Snapchat eða Facebook mismunandi nauðsynlegum skilaboðum eða tékka á því hversu mörg like hann eða hún fékk. Þeim til varnar eru hinir fullorðnu þó oft engu betri. Við höfum haft áhyggjur af því hjá ómótuðum einstaklingum að sjálfsmynd og sjálfsöryggi þeirra tengist að miklu leyti því hvernig þeir sýna sig á samfélagsmiðlum, samþykki annarra er mjög mikilvægt samanber að ofan. Vanlíðan, félagsfælni, átröskun, skert tjáning og ýmsar aðrar birtingarmyndir eru til auk fleiri þátta. Nefndar hafa verið tölur um unglinga og hlutfall þeirra sem eru sítengdir og að lífið snúist að miklu leyti um FOMO, eða „fear of missing out“. Þá er viðkomandi svo áhyggjufullur yfir því að hann sé að missa af upplýsingum eða öðru að hann getur varla látið frá sér símann eða snjalltækið með tilheyrandi streitu og álagi fyrir hann. Líklega eru flestir sammála því að tæknin sé frábær og til verulegs gagns. Margir telja hins vegar að hún sé farin að verða til trafala sumpart og aðrir fletir á þessu hafa birst einnig svosem eins og einelti á netinu og áreitni, hvort heldur sem er kynferðisleg eða annað. Það er vissulega gerbreyttur heimur að geta haldið áfram að eltast við einstakling eða hóp með þessum tækniframförum og viðhaldið áreitni sem áður þurfti að mestu að fara fram í samskiptum við hann í eigin persónu. Eltihrellar og siðblindir einstaklingar sem finna ánægju í því að koma illa fram við fólk, tala niður til þess, eða haga sér með niðrandi hætti gagnvart því hafa alltaf verið til og munu fylgja okkur. Þeim hafa að vissu leyti verið gefin vopn með þessum tækjum sem þarf að finna leið til að stöðva eða hið minnsta draga verulega úr með samstilltu átaki. MeToo kristallar samskiptamáta sem hefur of lengi verið látinn viðgangast og er umræðan af hinu góða. Áreitni, sérstaklega kynferðisleg, er eitthvað sem allir ættu að geta verið sammála um að eigi ekki að líða og þurfum við margháttaða nálgun til framtíðar. Eitt af stóru verkefnunum, ekki bara á þeim vettvangi, heldur almennt í samskiptum einstaklinga, mun verða að finna leiðir til sjálfsstyrkingar þeirra. Sérstaklega á þessum viðkvæma aldri unglinganna og mögulega beita þeirri tækni sem virðist vera að trufla okkur. Ef við lítum á samfélagsmiðla sem óvin mun okkur ekki takast að sigra í þessu stríði, við verðum að finna veikleika þeirra og nýta þá í þágu okkar. Boð og bönn þýða lítið, fræðsla er lykilatriði og að efla færni til tjáningar án áreitni, niðrandi athafna og samskipta. Að breyta hugsunarhætti og hegðun getur tekið langan tíma, það er áskorun sem við megum ekki skorast undan. Flækjustig samskipta hefur að vissu leyti aukist með tilkomu nýrrar tækni en leikreglurnar um virðingu fyrir náunganum og að aðstoða þá sem líður illa hafa í engu breyst í tímans rás. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Samfélagsmiðlar Teitur Guðmundsson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Börn og unglingar en einnig fullorðnir nú til dags eru býsna upptekin af snjalltækjum og forritum þeim tengdum. Við höfum séð ansi hraða þróun í tækjum og forritum á undanförnum árum og má segja að þau séu farin að hafa áhrif á athafnir daglegs lífs. Hver kannast ekki við að reyna að ná sambandi við unglinginn sem situr niðursokkinn í símann sinn. Hann er að svara á Instagram, Snapchat eða Facebook mismunandi nauðsynlegum skilaboðum eða tékka á því hversu mörg like hann eða hún fékk. Þeim til varnar eru hinir fullorðnu þó oft engu betri. Við höfum haft áhyggjur af því hjá ómótuðum einstaklingum að sjálfsmynd og sjálfsöryggi þeirra tengist að miklu leyti því hvernig þeir sýna sig á samfélagsmiðlum, samþykki annarra er mjög mikilvægt samanber að ofan. Vanlíðan, félagsfælni, átröskun, skert tjáning og ýmsar aðrar birtingarmyndir eru til auk fleiri þátta. Nefndar hafa verið tölur um unglinga og hlutfall þeirra sem eru sítengdir og að lífið snúist að miklu leyti um FOMO, eða „fear of missing out“. Þá er viðkomandi svo áhyggjufullur yfir því að hann sé að missa af upplýsingum eða öðru að hann getur varla látið frá sér símann eða snjalltækið með tilheyrandi streitu og álagi fyrir hann. Líklega eru flestir sammála því að tæknin sé frábær og til verulegs gagns. Margir telja hins vegar að hún sé farin að verða til trafala sumpart og aðrir fletir á þessu hafa birst einnig svosem eins og einelti á netinu og áreitni, hvort heldur sem er kynferðisleg eða annað. Það er vissulega gerbreyttur heimur að geta haldið áfram að eltast við einstakling eða hóp með þessum tækniframförum og viðhaldið áreitni sem áður þurfti að mestu að fara fram í samskiptum við hann í eigin persónu. Eltihrellar og siðblindir einstaklingar sem finna ánægju í því að koma illa fram við fólk, tala niður til þess, eða haga sér með niðrandi hætti gagnvart því hafa alltaf verið til og munu fylgja okkur. Þeim hafa að vissu leyti verið gefin vopn með þessum tækjum sem þarf að finna leið til að stöðva eða hið minnsta draga verulega úr með samstilltu átaki. MeToo kristallar samskiptamáta sem hefur of lengi verið látinn viðgangast og er umræðan af hinu góða. Áreitni, sérstaklega kynferðisleg, er eitthvað sem allir ættu að geta verið sammála um að eigi ekki að líða og þurfum við margháttaða nálgun til framtíðar. Eitt af stóru verkefnunum, ekki bara á þeim vettvangi, heldur almennt í samskiptum einstaklinga, mun verða að finna leiðir til sjálfsstyrkingar þeirra. Sérstaklega á þessum viðkvæma aldri unglinganna og mögulega beita þeirri tækni sem virðist vera að trufla okkur. Ef við lítum á samfélagsmiðla sem óvin mun okkur ekki takast að sigra í þessu stríði, við verðum að finna veikleika þeirra og nýta þá í þágu okkar. Boð og bönn þýða lítið, fræðsla er lykilatriði og að efla færni til tjáningar án áreitni, niðrandi athafna og samskipta. Að breyta hugsunarhætti og hegðun getur tekið langan tíma, það er áskorun sem við megum ekki skorast undan. Flækjustig samskipta hefur að vissu leyti aukist með tilkomu nýrrar tækni en leikreglurnar um virðingu fyrir náunganum og að aðstoða þá sem líður illa hafa í engu breyst í tímans rás.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar