Fegurðin á steikargrillinu Árni Helgason skrifar 26. september 2019 07:00 Helsti áfangastaður næturgesta í miðbæ Reykjavíkur síðustu áratugi, Nonnabiti, tilkynnti óvænt um daginn að staðnum hefði verið lokað og fasteignin seld. Ákvörðun sem allir skilja en syrgja í senn enda leynist fegurðin stundum á steikargrillinu. En svona er víst gangur lífsins og væntanlega stutt í að þarna verði opnaður einn af þessum djúpt hönnuðu veitingastöðum með hrárri sjónsteypu og innréttingum úr sjóreknu timbri. Súrbjór á krana og smáréttir með erfið nöfn. Það er allt gott og blessað en ég mun sakna sjarmans af því að sjá eigandann standa við grillið, spyrja hvort það sé allt á beikonbát og gefa sig hvergi þegar maður reynir að fiska upp úr honum hvað sé í sósunni. Stöku gul maísbaun á sundi gaf vissulega vísbendingar og einhverjir matgæðingar þóttust greina arómat en leyndarmálið stendur enn. Til dægradvalar voru sósuvætt Séð og heyrt blöð sem kipptu manni inn í löngu liðna tíma íslensks frægðarfólks. Þetta var næturbiti sem stóð með manni langt fram á næsta dag. Bátaútgerð Nonna í miðbænum hófst snemma á tíunda áratugnum, á gullöld sjoppunnar þegar skyndibitinn átti að vera djúsí, gosdrykkur með og jafnvel eitthvað sætt í eftirrétt, helst allt á tilboði. Þetta var áður en lífsstílsöflin náðu völdum hér á landi, stofnuðu til illdeilna við brauðmeti og sósur og tókst að sannfæra þjóðina um að lykilllinn að hamingju væri að svelta sig langt fram eftir degi og stærstan hluta kvöldsins líka. Í þessari borgarastyrjöld hefur Nonnabiti alltaf verið í andspyrnuhreyfingunni og trúr sínu slagorði, að vera góður biti frekar en myndefni fyrir Instagram-færslur. Takk fyrir samfylgdina. Og að sjálfsögðu: Allt á beikonbát! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Helgason Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Íslendingar kveðja Nonnabita: Morrison, Joplin, Hendrix og nú Nonni Skyndibitastaðurinn Nonnabiti í Hafnarstræti hefur lokað eftir 27 ára rekstur. Frá þessu er greint á Facebook-síðu staðarins. 19. september 2019 14:30 Nonni kveður næturbröltið: „Við hlökkum til að snúa við sólarhringnum“ Skyndibitastaðnum Nonnabita hefur verið lokað í Hafnarstræti. Eigandi staðarins segist hlakka til að minnka vinnuálagið. 19. september 2019 11:24 Nonnabita lokað í miðbænum Skyndibitastaðurinn Nonnabiti í Hafnarstræti hefur lokað eftir 27 ára rekstur í götunni. 19. september 2019 10:22 Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Helsti áfangastaður næturgesta í miðbæ Reykjavíkur síðustu áratugi, Nonnabiti, tilkynnti óvænt um daginn að staðnum hefði verið lokað og fasteignin seld. Ákvörðun sem allir skilja en syrgja í senn enda leynist fegurðin stundum á steikargrillinu. En svona er víst gangur lífsins og væntanlega stutt í að þarna verði opnaður einn af þessum djúpt hönnuðu veitingastöðum með hrárri sjónsteypu og innréttingum úr sjóreknu timbri. Súrbjór á krana og smáréttir með erfið nöfn. Það er allt gott og blessað en ég mun sakna sjarmans af því að sjá eigandann standa við grillið, spyrja hvort það sé allt á beikonbát og gefa sig hvergi þegar maður reynir að fiska upp úr honum hvað sé í sósunni. Stöku gul maísbaun á sundi gaf vissulega vísbendingar og einhverjir matgæðingar þóttust greina arómat en leyndarmálið stendur enn. Til dægradvalar voru sósuvætt Séð og heyrt blöð sem kipptu manni inn í löngu liðna tíma íslensks frægðarfólks. Þetta var næturbiti sem stóð með manni langt fram á næsta dag. Bátaútgerð Nonna í miðbænum hófst snemma á tíunda áratugnum, á gullöld sjoppunnar þegar skyndibitinn átti að vera djúsí, gosdrykkur með og jafnvel eitthvað sætt í eftirrétt, helst allt á tilboði. Þetta var áður en lífsstílsöflin náðu völdum hér á landi, stofnuðu til illdeilna við brauðmeti og sósur og tókst að sannfæra þjóðina um að lykilllinn að hamingju væri að svelta sig langt fram eftir degi og stærstan hluta kvöldsins líka. Í þessari borgarastyrjöld hefur Nonnabiti alltaf verið í andspyrnuhreyfingunni og trúr sínu slagorði, að vera góður biti frekar en myndefni fyrir Instagram-færslur. Takk fyrir samfylgdina. Og að sjálfsögðu: Allt á beikonbát!
Íslendingar kveðja Nonnabita: Morrison, Joplin, Hendrix og nú Nonni Skyndibitastaðurinn Nonnabiti í Hafnarstræti hefur lokað eftir 27 ára rekstur. Frá þessu er greint á Facebook-síðu staðarins. 19. september 2019 14:30
Nonni kveður næturbröltið: „Við hlökkum til að snúa við sólarhringnum“ Skyndibitastaðnum Nonnabita hefur verið lokað í Hafnarstræti. Eigandi staðarins segist hlakka til að minnka vinnuálagið. 19. september 2019 11:24
Nonnabita lokað í miðbænum Skyndibitastaðurinn Nonnabiti í Hafnarstræti hefur lokað eftir 27 ára rekstur í götunni. 19. september 2019 10:22
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar