Drakk á meðan hann spilaði á PGA-mótum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. febrúar 2019 12:30 Rocco Mediate er hér með vindil á vellinum. vísir/getty Atvinnukylfingurinn Rocco Mediate hefur viðurkennt að hafa átt í miklum vandræðum með áfengi. Svo miklum vandræðum að hann drakk á meðan hann spilaði við Tiger Woods og aðra á PGA-mótaröðinni. Hinn 56 ára gamli Mediate ákvað að opna sig um málið í gær. Hann lagði flöskuna á hilluna þann 23. október árið 2017. „Fyrir þann tíma leið vart sá dagur án þess að ég fengi mér áfengan drykk. Ég drakk margoft á meðan ég var að keppa á PGA-mótaröðinni. Það var bara eðlilegt fyrir mig,“ sagði Mediate opinskár. „Það var bara hluti af deginum hjá mér að drekka. Það er hægt að lauma áfengi á sig á ýmsan hátt á meðan maður er að keppa.“ Ein af ástæðunum fyrir drykkjunni var sú að hann var að reyna að lina þjáningarnar í bakinu. „Ég drakk ekki alltaf þegar ég var að keppa en þegar sársaukinn kom í bakið þá var ekkert að fara að stöðva mig. Þá drakk ég.“ Golf Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Atvinnukylfingurinn Rocco Mediate hefur viðurkennt að hafa átt í miklum vandræðum með áfengi. Svo miklum vandræðum að hann drakk á meðan hann spilaði við Tiger Woods og aðra á PGA-mótaröðinni. Hinn 56 ára gamli Mediate ákvað að opna sig um málið í gær. Hann lagði flöskuna á hilluna þann 23. október árið 2017. „Fyrir þann tíma leið vart sá dagur án þess að ég fengi mér áfengan drykk. Ég drakk margoft á meðan ég var að keppa á PGA-mótaröðinni. Það var bara eðlilegt fyrir mig,“ sagði Mediate opinskár. „Það var bara hluti af deginum hjá mér að drekka. Það er hægt að lauma áfengi á sig á ýmsan hátt á meðan maður er að keppa.“ Ein af ástæðunum fyrir drykkjunni var sú að hann var að reyna að lina þjáningarnar í bakinu. „Ég drakk ekki alltaf þegar ég var að keppa en þegar sársaukinn kom í bakið þá var ekkert að fara að stöðva mig. Þá drakk ég.“
Golf Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira