Framkvæmdir dulbúnar sem rannsóknir Pétur Halldórsson skrifar 20. júní 2019 07:00 Hreppsnefnd Árneshrepps hefur nú samþykkt að veita Vesturverki ehf. framkvæmdaleyfi fyrir veglagningu vegna jarðvegsrannsókna fyrir Hvalárvirkjun. Þetta framkvæmdaleyfi gefur þó ekki leyfi fyrir virkjuninni sjálfri enda krefst slíkt leyfi þess að heildaráhrif verkefnisins séu þekkt en áhrif tengingar við Landsnetið hafa enn ekki verið metin. Umrætt framkvæmdaleyfi er því eingöngu í rannsóknarskyni. Sé kafað dýpra í málið kemur hins vegar í ljós að ekki er allt með feldu. Ófeigsfjarðarheiði er í dag ekki aðgengileg með venjulegum vegasamgöngum og því ekki hægt að nota venjuleg ökutæki til að flytja rannsóknabúnaðinn, t.d. svokallaða kjarnabora. Venjulega er slíkt leyst með því að flytja tækjabúnað á veturna, meðan heiði er snævi þakin, eða með þyrlu og má þannig komast hjá því að rannsóknir valdi of miklu raski. Umrætt framkvæmdaleyfi gerir hins vegar ráð fyrir að vegir fyrir þungavinnutæki séu lagðir að öllum áformuðum stíflustæðum virkjunarinnar. Það myndi krefjast gífurlegs rasks því erfitt er að leggja vegi yfir berar klappir líkt og þær sem einkenna Ófeigsfjarðarheiði. Á þennan hátt væri framkvæmdin því í raun hafin, þrátt fyrir að leyfið sé einungis ætlað rannsóknum og enn sé ekki búið að meta heildar umhverfisáhrif verkefnisins. Þetta getur ekki talist ásættanlegt en sumir spyrja kannski hvort ekki sé til staðar rökstuðningur fyrir því að leggja vegi í stað þess að flytja búnaðinn með öðrum hætti. Slíkar vangaveltur voru tilefni erinda sem félagið Ungir umhverfissinnar sendu hreppsnefnd Árneshrepps í apríl og maí sl. en félagið vildi vita hvort búið væri að bera saman kostnað og umhverfisáhrif ólíkra aðferða við flutning á rannsóknarbúnaði. Í viðbrögðum hreppsins var spurningunni hins vegar ekki svarað og hefur félagið því þurft að ítreka fyrirspurnina. Fregnir um samþykkt útgáfu framkvæmdaleyfis vöktu því mikla furðu því samanburður á valkostum er nauðsynlegur fyrir málefnalega meðferð við útgáfu framkvæmdaleyfis. Það er greinilegt að íslenska þjóðin er enn að læra að umgangast náttúruna þótt tæp 50 ár séu síðan Halldór Laxness skrifaði um hernaðinn gegn landinu. Eini munurinn er í raun sá að í dag hefur ástandið versnað og litlar líkur eru á bjartri framtíð fyrir ungt fólk. Það er því ekki seinna vænna en að virða náttúruna að verðleikum og taka ekki ákvarðanir um framkvæmdir fyrr en heildaráhrifin eru þekkt. Rannsóknir sem þessar ætti því ávallt að gera án óþarfa rasks.Höfundur er formaður Ungra umhverfissinna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árneshreppur Birtist í Fréttablaðinu Deilur um Hvalárvirkjun Umhverfismál Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Sjá meira
Hreppsnefnd Árneshrepps hefur nú samþykkt að veita Vesturverki ehf. framkvæmdaleyfi fyrir veglagningu vegna jarðvegsrannsókna fyrir Hvalárvirkjun. Þetta framkvæmdaleyfi gefur þó ekki leyfi fyrir virkjuninni sjálfri enda krefst slíkt leyfi þess að heildaráhrif verkefnisins séu þekkt en áhrif tengingar við Landsnetið hafa enn ekki verið metin. Umrætt framkvæmdaleyfi er því eingöngu í rannsóknarskyni. Sé kafað dýpra í málið kemur hins vegar í ljós að ekki er allt með feldu. Ófeigsfjarðarheiði er í dag ekki aðgengileg með venjulegum vegasamgöngum og því ekki hægt að nota venjuleg ökutæki til að flytja rannsóknabúnaðinn, t.d. svokallaða kjarnabora. Venjulega er slíkt leyst með því að flytja tækjabúnað á veturna, meðan heiði er snævi þakin, eða með þyrlu og má þannig komast hjá því að rannsóknir valdi of miklu raski. Umrætt framkvæmdaleyfi gerir hins vegar ráð fyrir að vegir fyrir þungavinnutæki séu lagðir að öllum áformuðum stíflustæðum virkjunarinnar. Það myndi krefjast gífurlegs rasks því erfitt er að leggja vegi yfir berar klappir líkt og þær sem einkenna Ófeigsfjarðarheiði. Á þennan hátt væri framkvæmdin því í raun hafin, þrátt fyrir að leyfið sé einungis ætlað rannsóknum og enn sé ekki búið að meta heildar umhverfisáhrif verkefnisins. Þetta getur ekki talist ásættanlegt en sumir spyrja kannski hvort ekki sé til staðar rökstuðningur fyrir því að leggja vegi í stað þess að flytja búnaðinn með öðrum hætti. Slíkar vangaveltur voru tilefni erinda sem félagið Ungir umhverfissinnar sendu hreppsnefnd Árneshrepps í apríl og maí sl. en félagið vildi vita hvort búið væri að bera saman kostnað og umhverfisáhrif ólíkra aðferða við flutning á rannsóknarbúnaði. Í viðbrögðum hreppsins var spurningunni hins vegar ekki svarað og hefur félagið því þurft að ítreka fyrirspurnina. Fregnir um samþykkt útgáfu framkvæmdaleyfis vöktu því mikla furðu því samanburður á valkostum er nauðsynlegur fyrir málefnalega meðferð við útgáfu framkvæmdaleyfis. Það er greinilegt að íslenska þjóðin er enn að læra að umgangast náttúruna þótt tæp 50 ár séu síðan Halldór Laxness skrifaði um hernaðinn gegn landinu. Eini munurinn er í raun sá að í dag hefur ástandið versnað og litlar líkur eru á bjartri framtíð fyrir ungt fólk. Það er því ekki seinna vænna en að virða náttúruna að verðleikum og taka ekki ákvarðanir um framkvæmdir fyrr en heildaráhrifin eru þekkt. Rannsóknir sem þessar ætti því ávallt að gera án óþarfa rasks.Höfundur er formaður Ungra umhverfissinna
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun