Jafnrétti er okkur mikilvægt Jón Atli Benediktsson skrifar 19. júní 2019 07:00 Háskóli Íslands fagnaði þeim mikilvæga áfanga nýlega að hljóta jafnlaunavottun. Við erum afar stolt af þessari viðurkenningu enda langfjölmennasta stofnunin hér á landi til að fá slíka vottun. Þar að auki skiptir það okkur miklu máli að stofnun eins og Háskóli Íslands sé í fararbroddi þegar kemur að jafnréttismálum, hvort sem um er að ræða í kennslu eða rannsóknum. Við hófumst handa við innleiðingu um leið og lög þess efnis voru staðfest í júní 2017. Við framkvæmdum meðal annars umfangsmikla launagreiningu sem náði til nærri 5.000 starfsmanna. Greiningin leiddi í ljós að launamunur, eftir að tekið hafði verið tillit til stöðu í skipuriti og starfsheitis, var um 1,5% konum í óhag. Þessi munur var af vottunaraðila metinn innan skekkjumarka en launamunurinn er 3,3% að jafnaði hjá opinberum starfsmönnum, konum í óhag. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur í Háskóla Íslands að vinna stöðugt að því að kynbundinn launamunur þrífist ekki. Þess vegna höfum við innleitt launakerfi sem ætlað er að tryggja að málsmeðferð og ákvarðanir í launamálum byggi á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér mismunun. Jafnrétti er eitt af þremur gildum Háskóla Íslands. Til þess að ná raunverulegum árangri í jafnréttismálum verðum við sífellt að horfa á stöðuna með gagnrýnum augum, til dæmis á þá staðreynd að þegar ekki er tekið tillit til stöðu í skipuriti og starfsheitis er munur á heildarlaunum karla og kvenna um 10%, konum í óhag. Það bendir því miður til þess að hefðbundin störf karla séu metin hærra en hefðbundin störf kvenna. Þá er mikilvægt að tryggja að karlar og konur hafi jafna möguleika á akademískum framgangi. Um leið og það er mikilvægt fyrir okkur að hafa náð jafnlaunvottun, þá verðum við að muna að hún er ekki markmið í sjálfu sér og má ekki vera notuð sem hvítþvottur á gagnrýna umræðu um jafnréttismál. Vottunin er frekar varða á mun stærri og mikilvægari vegferð, sem er að ná raunverulegu jafnrétti í allri starfsemi Háskóla Íslands.Höfundur er rektor Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jafnréttismál Jón Atli Benediktsson Skóla - og menntamál Mest lesið ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Frelsissviptir Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Háskóli Íslands fagnaði þeim mikilvæga áfanga nýlega að hljóta jafnlaunavottun. Við erum afar stolt af þessari viðurkenningu enda langfjölmennasta stofnunin hér á landi til að fá slíka vottun. Þar að auki skiptir það okkur miklu máli að stofnun eins og Háskóli Íslands sé í fararbroddi þegar kemur að jafnréttismálum, hvort sem um er að ræða í kennslu eða rannsóknum. Við hófumst handa við innleiðingu um leið og lög þess efnis voru staðfest í júní 2017. Við framkvæmdum meðal annars umfangsmikla launagreiningu sem náði til nærri 5.000 starfsmanna. Greiningin leiddi í ljós að launamunur, eftir að tekið hafði verið tillit til stöðu í skipuriti og starfsheitis, var um 1,5% konum í óhag. Þessi munur var af vottunaraðila metinn innan skekkjumarka en launamunurinn er 3,3% að jafnaði hjá opinberum starfsmönnum, konum í óhag. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur í Háskóla Íslands að vinna stöðugt að því að kynbundinn launamunur þrífist ekki. Þess vegna höfum við innleitt launakerfi sem ætlað er að tryggja að málsmeðferð og ákvarðanir í launamálum byggi á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér mismunun. Jafnrétti er eitt af þremur gildum Háskóla Íslands. Til þess að ná raunverulegum árangri í jafnréttismálum verðum við sífellt að horfa á stöðuna með gagnrýnum augum, til dæmis á þá staðreynd að þegar ekki er tekið tillit til stöðu í skipuriti og starfsheitis er munur á heildarlaunum karla og kvenna um 10%, konum í óhag. Það bendir því miður til þess að hefðbundin störf karla séu metin hærra en hefðbundin störf kvenna. Þá er mikilvægt að tryggja að karlar og konur hafi jafna möguleika á akademískum framgangi. Um leið og það er mikilvægt fyrir okkur að hafa náð jafnlaunvottun, þá verðum við að muna að hún er ekki markmið í sjálfu sér og má ekki vera notuð sem hvítþvottur á gagnrýna umræðu um jafnréttismál. Vottunin er frekar varða á mun stærri og mikilvægari vegferð, sem er að ná raunverulegu jafnrétti í allri starfsemi Háskóla Íslands.Höfundur er rektor Háskóla Íslands
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun