Písa-krísa Herdís Magnea Hübner skrifar 12. desember 2019 11:30 Ég er nú svo gömul sem á grönum má sjá og hef kennt lestur og íslensku í grunnskóla í yfir 40 ár – á landsbyggðinni í þokkabót, svo líklega ætti ég bara að hafa hægt um mig og skammast mín fyrir pisa-niðurstöðurnar skelfilegu sem sýna endalausa afturför í þessum greinum. Satt er það að þegar ég byrjaði að kenna voru börn almennt sólgin í að lesa, sérstaklega sínar eigin bækur sem þau höfðu valið sjálf og tekið með sér að heiman. Þá var ekkert skólabókasafn í skólanum og lestrarbækurnar frá Bókaútgáfu námsbóka voru ekki mjög spennandi. Við leyfðum svona yndislestur til hátíðabrigða í frjálsum tímum o.þ.h. og hann var alltaf mjög vinsæll. Svo leið tíminn og ég varð vör við að áhugi barnanna á lestrinum dofnaði, það kom jafnvel fyrir að þau höfðu enga bók meðferðis til að grípa í. Ég gerði könnun á lestrarvenjum barnanna í skólanum mínum, frá 3.-10. bekk og spurði þar ýmissa spurninga. Mig minnir að þetta hafi verið 1999. Könnunin staðfesti það sem mig grunaði, mér fannst börnin lesa ansi lítið. Svo við fórum að leyfa þeim oftar að lesa „frjálst“ í skólanum og fara á skólabókasafnið sem þá var komið, til að velja sér bækur og gripum til ýmissa annarra ráða. Ég endurtók könnunina 5 árum seinna og sá þá að enn hafði sigið á ógæfuhliðina. Og sagan endurtók sig 2009 og árið 2014 þegar könnunin var gerð í síðasta sinn, var allt komið í kaldakol þrátt fyrir ýmsar aðgerðir og „lestrarátök“ og stöðuga hvatningu, bæði til nemenda og foreldra. Börnin höfðu fáar bækur lesið, fengu fáar bækur í jólagjöf, sögðust lítinn áhuga hafa á þeim, fóru aldrei á bæjarbókasafnið, fengu bækur eingöngu á skólabókasafninu og gátu hvorki nefnt uppáhaldsbækur né höfunda. Nú þýðir ekkert að leggja þessa könnun fyrir oftar vegna þess að hún byggðist á lestri bóka að eigin vali, heimalestri en ekki lestri skólabóka eða lestri í skólanum. Það er tómt mál um að tala, börn (og foreldrar) líta langflest svo á að bóklestur sé hluti af skólastarfinu, ekki tómstundagaman sem maður stundar heima hjá sér. Ég geri það stundum af skömmum mínum þegar ég er að kveðja börnin á vorin, að segja sem svo: Jæja, nú ertu að verða búin með þessa bók, hvað ætlarðu svo að lesa næst? Börnin reka upp stór augu og hnussa: Ekkert! Skólinn er búinn. Auðvitað er þetta ekki algilt, það eru til börn sem lesa bækur sér til skemmtunar í frítíma. En þau eru svo miklu færri en áður. Því skal engan undra að börn hafi minni (ekki bara annan) orðaforða á íslensku núna en börn höfðu fyrir 40 árum. Fyrir utan minni bóklestur er margt annað sem er gerbreytt. Þegar ég var að alast upp (ég veit, það er mjög langt síðan) átti Ríkisútvarpið, gamla gufan stóran þátt í uppeldinu. Ég hlustaði á alls konar sögur, leikrit, barnatíma og hitt og þetta – og þar var nú ekki töluð vitleysan. Ég held að börn hlusti núna almennt mjög lítið á útvarp eða talað mál annars staðar. Svo eru áhrif enskunnar enn einn kapítulinn. Og blessuð snjalltækin. Fyrir 40 árum höfðu flestir kennarar mun minni menntun en í dag. Lestrarkennslu var nánast hætt eftir 5. bekk, orðaforðavinna var lítil og skólabókasöfn óvíða til. Nú orðið sendir Menntamálastofnun frá sér úrvalslestrarbækur í stríðum straumum, samdar af fremstu rithöfundum þjóðarinnar. Í dag er skóladagurinn lengri, kennarar hámenntaðir, endurmenntaðir og símenntaðir, bekkir fámennir, sérkennarar, þroskaþjálfar og stuðningsfulltrúar á hverjum fingri og allt okkar púður fer í að kenna lestur og orðaforða. Hvernig stendur þá á þessari hörmungarframmistöðu í pisa, aftur og aftur? Ég er örugglega síst til þess fallin að þykjast hafa vit á því en mig grunar að skýringarinnar hljóti að vera að leita fyrir utan skólana. Góð ráð kann ég ekki, mér finnst við sífellt vera að gera allt sem við getum og höfum kunnáttu og hugmyndaflug til. Mér dettur stundum í hug að best væri að banna börnum alveg að lesa og sjá til hvort það yrði aftur spennandi. En það fæst líklega ekki samþykkt.Höfundur er grunnskólakennari á Ísafirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ísafjarðarbær Skóla - og menntamál PISA-könnun Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er nú svo gömul sem á grönum má sjá og hef kennt lestur og íslensku í grunnskóla í yfir 40 ár – á landsbyggðinni í þokkabót, svo líklega ætti ég bara að hafa hægt um mig og skammast mín fyrir pisa-niðurstöðurnar skelfilegu sem sýna endalausa afturför í þessum greinum. Satt er það að þegar ég byrjaði að kenna voru börn almennt sólgin í að lesa, sérstaklega sínar eigin bækur sem þau höfðu valið sjálf og tekið með sér að heiman. Þá var ekkert skólabókasafn í skólanum og lestrarbækurnar frá Bókaútgáfu námsbóka voru ekki mjög spennandi. Við leyfðum svona yndislestur til hátíðabrigða í frjálsum tímum o.þ.h. og hann var alltaf mjög vinsæll. Svo leið tíminn og ég varð vör við að áhugi barnanna á lestrinum dofnaði, það kom jafnvel fyrir að þau höfðu enga bók meðferðis til að grípa í. Ég gerði könnun á lestrarvenjum barnanna í skólanum mínum, frá 3.-10. bekk og spurði þar ýmissa spurninga. Mig minnir að þetta hafi verið 1999. Könnunin staðfesti það sem mig grunaði, mér fannst börnin lesa ansi lítið. Svo við fórum að leyfa þeim oftar að lesa „frjálst“ í skólanum og fara á skólabókasafnið sem þá var komið, til að velja sér bækur og gripum til ýmissa annarra ráða. Ég endurtók könnunina 5 árum seinna og sá þá að enn hafði sigið á ógæfuhliðina. Og sagan endurtók sig 2009 og árið 2014 þegar könnunin var gerð í síðasta sinn, var allt komið í kaldakol þrátt fyrir ýmsar aðgerðir og „lestrarátök“ og stöðuga hvatningu, bæði til nemenda og foreldra. Börnin höfðu fáar bækur lesið, fengu fáar bækur í jólagjöf, sögðust lítinn áhuga hafa á þeim, fóru aldrei á bæjarbókasafnið, fengu bækur eingöngu á skólabókasafninu og gátu hvorki nefnt uppáhaldsbækur né höfunda. Nú þýðir ekkert að leggja þessa könnun fyrir oftar vegna þess að hún byggðist á lestri bóka að eigin vali, heimalestri en ekki lestri skólabóka eða lestri í skólanum. Það er tómt mál um að tala, börn (og foreldrar) líta langflest svo á að bóklestur sé hluti af skólastarfinu, ekki tómstundagaman sem maður stundar heima hjá sér. Ég geri það stundum af skömmum mínum þegar ég er að kveðja börnin á vorin, að segja sem svo: Jæja, nú ertu að verða búin með þessa bók, hvað ætlarðu svo að lesa næst? Börnin reka upp stór augu og hnussa: Ekkert! Skólinn er búinn. Auðvitað er þetta ekki algilt, það eru til börn sem lesa bækur sér til skemmtunar í frítíma. En þau eru svo miklu færri en áður. Því skal engan undra að börn hafi minni (ekki bara annan) orðaforða á íslensku núna en börn höfðu fyrir 40 árum. Fyrir utan minni bóklestur er margt annað sem er gerbreytt. Þegar ég var að alast upp (ég veit, það er mjög langt síðan) átti Ríkisútvarpið, gamla gufan stóran þátt í uppeldinu. Ég hlustaði á alls konar sögur, leikrit, barnatíma og hitt og þetta – og þar var nú ekki töluð vitleysan. Ég held að börn hlusti núna almennt mjög lítið á útvarp eða talað mál annars staðar. Svo eru áhrif enskunnar enn einn kapítulinn. Og blessuð snjalltækin. Fyrir 40 árum höfðu flestir kennarar mun minni menntun en í dag. Lestrarkennslu var nánast hætt eftir 5. bekk, orðaforðavinna var lítil og skólabókasöfn óvíða til. Nú orðið sendir Menntamálastofnun frá sér úrvalslestrarbækur í stríðum straumum, samdar af fremstu rithöfundum þjóðarinnar. Í dag er skóladagurinn lengri, kennarar hámenntaðir, endurmenntaðir og símenntaðir, bekkir fámennir, sérkennarar, þroskaþjálfar og stuðningsfulltrúar á hverjum fingri og allt okkar púður fer í að kenna lestur og orðaforða. Hvernig stendur þá á þessari hörmungarframmistöðu í pisa, aftur og aftur? Ég er örugglega síst til þess fallin að þykjast hafa vit á því en mig grunar að skýringarinnar hljóti að vera að leita fyrir utan skólana. Góð ráð kann ég ekki, mér finnst við sífellt vera að gera allt sem við getum og höfum kunnáttu og hugmyndaflug til. Mér dettur stundum í hug að best væri að banna börnum alveg að lesa og sjá til hvort það yrði aftur spennandi. En það fæst líklega ekki samþykkt.Höfundur er grunnskólakennari á Ísafirði.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun