Písa-krísa Herdís Magnea Hübner skrifar 12. desember 2019 11:30 Ég er nú svo gömul sem á grönum má sjá og hef kennt lestur og íslensku í grunnskóla í yfir 40 ár – á landsbyggðinni í þokkabót, svo líklega ætti ég bara að hafa hægt um mig og skammast mín fyrir pisa-niðurstöðurnar skelfilegu sem sýna endalausa afturför í þessum greinum. Satt er það að þegar ég byrjaði að kenna voru börn almennt sólgin í að lesa, sérstaklega sínar eigin bækur sem þau höfðu valið sjálf og tekið með sér að heiman. Þá var ekkert skólabókasafn í skólanum og lestrarbækurnar frá Bókaútgáfu námsbóka voru ekki mjög spennandi. Við leyfðum svona yndislestur til hátíðabrigða í frjálsum tímum o.þ.h. og hann var alltaf mjög vinsæll. Svo leið tíminn og ég varð vör við að áhugi barnanna á lestrinum dofnaði, það kom jafnvel fyrir að þau höfðu enga bók meðferðis til að grípa í. Ég gerði könnun á lestrarvenjum barnanna í skólanum mínum, frá 3.-10. bekk og spurði þar ýmissa spurninga. Mig minnir að þetta hafi verið 1999. Könnunin staðfesti það sem mig grunaði, mér fannst börnin lesa ansi lítið. Svo við fórum að leyfa þeim oftar að lesa „frjálst“ í skólanum og fara á skólabókasafnið sem þá var komið, til að velja sér bækur og gripum til ýmissa annarra ráða. Ég endurtók könnunina 5 árum seinna og sá þá að enn hafði sigið á ógæfuhliðina. Og sagan endurtók sig 2009 og árið 2014 þegar könnunin var gerð í síðasta sinn, var allt komið í kaldakol þrátt fyrir ýmsar aðgerðir og „lestrarátök“ og stöðuga hvatningu, bæði til nemenda og foreldra. Börnin höfðu fáar bækur lesið, fengu fáar bækur í jólagjöf, sögðust lítinn áhuga hafa á þeim, fóru aldrei á bæjarbókasafnið, fengu bækur eingöngu á skólabókasafninu og gátu hvorki nefnt uppáhaldsbækur né höfunda. Nú þýðir ekkert að leggja þessa könnun fyrir oftar vegna þess að hún byggðist á lestri bóka að eigin vali, heimalestri en ekki lestri skólabóka eða lestri í skólanum. Það er tómt mál um að tala, börn (og foreldrar) líta langflest svo á að bóklestur sé hluti af skólastarfinu, ekki tómstundagaman sem maður stundar heima hjá sér. Ég geri það stundum af skömmum mínum þegar ég er að kveðja börnin á vorin, að segja sem svo: Jæja, nú ertu að verða búin með þessa bók, hvað ætlarðu svo að lesa næst? Börnin reka upp stór augu og hnussa: Ekkert! Skólinn er búinn. Auðvitað er þetta ekki algilt, það eru til börn sem lesa bækur sér til skemmtunar í frítíma. En þau eru svo miklu færri en áður. Því skal engan undra að börn hafi minni (ekki bara annan) orðaforða á íslensku núna en börn höfðu fyrir 40 árum. Fyrir utan minni bóklestur er margt annað sem er gerbreytt. Þegar ég var að alast upp (ég veit, það er mjög langt síðan) átti Ríkisútvarpið, gamla gufan stóran þátt í uppeldinu. Ég hlustaði á alls konar sögur, leikrit, barnatíma og hitt og þetta – og þar var nú ekki töluð vitleysan. Ég held að börn hlusti núna almennt mjög lítið á útvarp eða talað mál annars staðar. Svo eru áhrif enskunnar enn einn kapítulinn. Og blessuð snjalltækin. Fyrir 40 árum höfðu flestir kennarar mun minni menntun en í dag. Lestrarkennslu var nánast hætt eftir 5. bekk, orðaforðavinna var lítil og skólabókasöfn óvíða til. Nú orðið sendir Menntamálastofnun frá sér úrvalslestrarbækur í stríðum straumum, samdar af fremstu rithöfundum þjóðarinnar. Í dag er skóladagurinn lengri, kennarar hámenntaðir, endurmenntaðir og símenntaðir, bekkir fámennir, sérkennarar, þroskaþjálfar og stuðningsfulltrúar á hverjum fingri og allt okkar púður fer í að kenna lestur og orðaforða. Hvernig stendur þá á þessari hörmungarframmistöðu í pisa, aftur og aftur? Ég er örugglega síst til þess fallin að þykjast hafa vit á því en mig grunar að skýringarinnar hljóti að vera að leita fyrir utan skólana. Góð ráð kann ég ekki, mér finnst við sífellt vera að gera allt sem við getum og höfum kunnáttu og hugmyndaflug til. Mér dettur stundum í hug að best væri að banna börnum alveg að lesa og sjá til hvort það yrði aftur spennandi. En það fæst líklega ekki samþykkt.Höfundur er grunnskólakennari á Ísafirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ísafjarðarbær Skóla - og menntamál PISA-könnun Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Ég er nú svo gömul sem á grönum má sjá og hef kennt lestur og íslensku í grunnskóla í yfir 40 ár – á landsbyggðinni í þokkabót, svo líklega ætti ég bara að hafa hægt um mig og skammast mín fyrir pisa-niðurstöðurnar skelfilegu sem sýna endalausa afturför í þessum greinum. Satt er það að þegar ég byrjaði að kenna voru börn almennt sólgin í að lesa, sérstaklega sínar eigin bækur sem þau höfðu valið sjálf og tekið með sér að heiman. Þá var ekkert skólabókasafn í skólanum og lestrarbækurnar frá Bókaútgáfu námsbóka voru ekki mjög spennandi. Við leyfðum svona yndislestur til hátíðabrigða í frjálsum tímum o.þ.h. og hann var alltaf mjög vinsæll. Svo leið tíminn og ég varð vör við að áhugi barnanna á lestrinum dofnaði, það kom jafnvel fyrir að þau höfðu enga bók meðferðis til að grípa í. Ég gerði könnun á lestrarvenjum barnanna í skólanum mínum, frá 3.-10. bekk og spurði þar ýmissa spurninga. Mig minnir að þetta hafi verið 1999. Könnunin staðfesti það sem mig grunaði, mér fannst börnin lesa ansi lítið. Svo við fórum að leyfa þeim oftar að lesa „frjálst“ í skólanum og fara á skólabókasafnið sem þá var komið, til að velja sér bækur og gripum til ýmissa annarra ráða. Ég endurtók könnunina 5 árum seinna og sá þá að enn hafði sigið á ógæfuhliðina. Og sagan endurtók sig 2009 og árið 2014 þegar könnunin var gerð í síðasta sinn, var allt komið í kaldakol þrátt fyrir ýmsar aðgerðir og „lestrarátök“ og stöðuga hvatningu, bæði til nemenda og foreldra. Börnin höfðu fáar bækur lesið, fengu fáar bækur í jólagjöf, sögðust lítinn áhuga hafa á þeim, fóru aldrei á bæjarbókasafnið, fengu bækur eingöngu á skólabókasafninu og gátu hvorki nefnt uppáhaldsbækur né höfunda. Nú þýðir ekkert að leggja þessa könnun fyrir oftar vegna þess að hún byggðist á lestri bóka að eigin vali, heimalestri en ekki lestri skólabóka eða lestri í skólanum. Það er tómt mál um að tala, börn (og foreldrar) líta langflest svo á að bóklestur sé hluti af skólastarfinu, ekki tómstundagaman sem maður stundar heima hjá sér. Ég geri það stundum af skömmum mínum þegar ég er að kveðja börnin á vorin, að segja sem svo: Jæja, nú ertu að verða búin með þessa bók, hvað ætlarðu svo að lesa næst? Börnin reka upp stór augu og hnussa: Ekkert! Skólinn er búinn. Auðvitað er þetta ekki algilt, það eru til börn sem lesa bækur sér til skemmtunar í frítíma. En þau eru svo miklu færri en áður. Því skal engan undra að börn hafi minni (ekki bara annan) orðaforða á íslensku núna en börn höfðu fyrir 40 árum. Fyrir utan minni bóklestur er margt annað sem er gerbreytt. Þegar ég var að alast upp (ég veit, það er mjög langt síðan) átti Ríkisútvarpið, gamla gufan stóran þátt í uppeldinu. Ég hlustaði á alls konar sögur, leikrit, barnatíma og hitt og þetta – og þar var nú ekki töluð vitleysan. Ég held að börn hlusti núna almennt mjög lítið á útvarp eða talað mál annars staðar. Svo eru áhrif enskunnar enn einn kapítulinn. Og blessuð snjalltækin. Fyrir 40 árum höfðu flestir kennarar mun minni menntun en í dag. Lestrarkennslu var nánast hætt eftir 5. bekk, orðaforðavinna var lítil og skólabókasöfn óvíða til. Nú orðið sendir Menntamálastofnun frá sér úrvalslestrarbækur í stríðum straumum, samdar af fremstu rithöfundum þjóðarinnar. Í dag er skóladagurinn lengri, kennarar hámenntaðir, endurmenntaðir og símenntaðir, bekkir fámennir, sérkennarar, þroskaþjálfar og stuðningsfulltrúar á hverjum fingri og allt okkar púður fer í að kenna lestur og orðaforða. Hvernig stendur þá á þessari hörmungarframmistöðu í pisa, aftur og aftur? Ég er örugglega síst til þess fallin að þykjast hafa vit á því en mig grunar að skýringarinnar hljóti að vera að leita fyrir utan skólana. Góð ráð kann ég ekki, mér finnst við sífellt vera að gera allt sem við getum og höfum kunnáttu og hugmyndaflug til. Mér dettur stundum í hug að best væri að banna börnum alveg að lesa og sjá til hvort það yrði aftur spennandi. En það fæst líklega ekki samþykkt.Höfundur er grunnskólakennari á Ísafirði.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun