Fyrstu skrefin í opnun netverslunar Viðar Blöndal skrifar 13. nóvember 2019 11:00 Í upphafi skal endinn skoða Netverslun á Íslandi hefur tekið stakkaskiptum undanfarin ár þar sem vöxtur hefur verið mikill og væntingar viðskiptavina aukist jafnt og þétt. Verslun á netinu er nú orðinn hversdagslegur hlutur í lífi Íslendinga. Fjölmörg tækifæri eru í breytingum á neytendahegðun. Með því t.d. að tengja saman hefðbundnar verslanir og netverslanir opnast fjölmörg tækifæri til þess að bjóða upp á sérsniðna þjónustu í rauntíma. Góð þjónusta hefur enn mikið um það að segja hvar fólk verslar og gæði þjónustunnar bætir upplifun viðskiptavina og virði vörunnar.Varstu að opna netverslun? Rekja má aukna netverslun til þess hversu miklu einfaldara ferlið er orðið. Fólk er orðið vant því að eiga viðskipti á netinu og þekkir kosti þess að geta verslað heima í stofu. Skilin á milli þess sem gæti talist hefðbundin verslun vs. netverslun eru alltaf að verða óljósari og kannski á það einmitt að vera þannig – að viðskiptavininum sé mætt þar sem hann er staddur. Það eru mörg spennandi tækifæri í verslun á netinu en að mörgu er að huga þegar tekin hefur verið ákvörðun um að opna netverslun. Fyrst þarf að velja netverslunarkerfi eins og t.d. Shopify, Woocommerce, eða tengjast vefþjónustu. Hægt er að leita til margra aðila bæði innanlands og utan sem aðstoða við uppsetningu kerfis. En í upphafi skal endinn skoða því oft gleymist að hugsa um afhendingarmáta en nauðsynlegt er að gera strax ráð fyrir þeim valmöguleikum sem bjóða á í versluninni. Það hefur borið á því að þetta mikilvæga atriði, sem hefur bein áhrif á upplifun viðskiptavinarins, gleymist og verði út undan.Hvað skiptir viðskiptavininn þinn máli? Neytendur gera kröfu um notendavænt viðmót og aðgengilega heimasíðu þar sem upplýsingar um vörur, verð og skilmála eru sýnilegar. Reynsla okkar hjá Póstinum segir einnig til um það að eitt af því sem getur haft mikil áhrif á ánægju viðskiptavina og aukið líkurnar á endurkaupum er hversu vel er hugað að lokaskrefinu – afhendingu sjálfrar vörunnar.Hvernig er þín netverslun? Okkar reynsla er sú að þær netverslanir sem bjóða viðskiptavinum sínum upp á sem fjölbreyttast val um afhendingarmáta verða oft þær sem njóta hvað mestrar velgengni. Hér er áreiðanlegur dreifingaraðili með öflugt dreifikerfi lykilatriði sem og fjölbreyttur afhendingarmáti. Eitt hentar ekki öllum en undanfarið höfum við séð mikla aukningu hjá þeim netverslunum sem bjóða viðskiptavinum sínum að sækja vöruna í Póstbox og jafnframt að viðskiptavinir kjósi þá afhendingarleið. Jákvæð áhrif eftir kaup er hægt að skapa með skjótri afhendingu á vöru, valkostum um skil á vöru ef kaupandinn er ekki ánægður með vöruna, svo og að upplýsingar um afhendingarskilmála, skilarétt og ábyrgð séu birtar á vefsíðunni. Kostir þess að velja Póstbox eru ótvíræðir. Þar er aldrei biðröð og þú sækir þegar þér hentar, aðrir kjósa að fá sent á næsta Pósthús eða fá sendingar sendar heim til sín. Aðalmálið er að fólk hafi val.Tækifæri til að auka þjónustu við viðskiptavini Hvað vilja þínir viðskiptavinir og hvernig stendur þú þig í samanburði við samkeppnina? Auðvelt er fyrir neytendur að taka upplýsta kaupákvörðun með því að finna og bera saman netverslanir, verð og sendingarskilmála. Betra aðgengi að upplýsingum auðveldar samanburð á verði og kostnaði sem eykur gagnsæi verðlags. Tæknin gerir netversluninni enn fremur kleift að koma einstaklingsmiðuðum skilaboðum til kaupenda, allt eftir því hvernig kauphegðunin er. Tækifæri netverslana til að sérsníða tilboð og skilaboð að sínum markhóp eru endalaus. Fyrirtæki þurfa því að leggja sig fram um að finna leiðir til þess að byggja upp samband við viðskiptavini og hvað skiptir þá máli. Fyrirtæki sem einbeita sér að því að stofna til nánara sambands við viðskiptavini sína og eiga í samtali við viðskiptavininn til kynnast honum, munu skara fram úr.Síðasti leggurinn er einn sá mikilvægasti Vöxtur í netverslun og óskir neytenda hafa leitt til aukinnar áherslu á fjölbreytta afhendingarkosti og hraða í því að fá vöruna afhenta sem fyrst. Við í Póstinum þjónustum margar af stærstu netverslunum landsins og leitum sífellt leiða í samstarfi við þær til þess að lækka kostnað fyrir sendandann og koma á sama tíma til móts við þarfir viðskiptavina þeirra. Íslenskir neytendur gera kröfu um þægilega afhendingu og auðveld vöruskil. Póststoð er m.a. afrakstur þeirrar vinnu. Póststoð auðveldar alla skráningu, utanumhald, umsýslu og gerir viðskiptavinum auðvelt að fylgjast með pökkum sem hafa verið sendir auk þess sem sendandi getur fylgst með stöðu sendinga beint inni í Póststoðinni. Með Póststoð er auðvelt að prenta út miða með strikamerki sem hægt er að festa á pakka. Einnig er hægt að prenta beint á límmiða sem gerir ferlið enn einfaldara. Öll gögn sem skráð eru í Póststoð eru send beint til í tölvukerfi Póstsins sem þýðir að þegar pakkinn er kominn í hús er rekjanlegt númer hans þegar skráð í tölvukerfið. Ekki gleyma síðasta leggnum í kaupferli viðskiptavina því þegar kaup hafa átt sér stað viljum við öll fá vöruna hratt og vel til okkar – ekki síst rétt fyrir jól.Höfundur er viðskiptastjóri hjá Póstinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Neytendur Mest lesið Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Í upphafi skal endinn skoða Netverslun á Íslandi hefur tekið stakkaskiptum undanfarin ár þar sem vöxtur hefur verið mikill og væntingar viðskiptavina aukist jafnt og þétt. Verslun á netinu er nú orðinn hversdagslegur hlutur í lífi Íslendinga. Fjölmörg tækifæri eru í breytingum á neytendahegðun. Með því t.d. að tengja saman hefðbundnar verslanir og netverslanir opnast fjölmörg tækifæri til þess að bjóða upp á sérsniðna þjónustu í rauntíma. Góð þjónusta hefur enn mikið um það að segja hvar fólk verslar og gæði þjónustunnar bætir upplifun viðskiptavina og virði vörunnar.Varstu að opna netverslun? Rekja má aukna netverslun til þess hversu miklu einfaldara ferlið er orðið. Fólk er orðið vant því að eiga viðskipti á netinu og þekkir kosti þess að geta verslað heima í stofu. Skilin á milli þess sem gæti talist hefðbundin verslun vs. netverslun eru alltaf að verða óljósari og kannski á það einmitt að vera þannig – að viðskiptavininum sé mætt þar sem hann er staddur. Það eru mörg spennandi tækifæri í verslun á netinu en að mörgu er að huga þegar tekin hefur verið ákvörðun um að opna netverslun. Fyrst þarf að velja netverslunarkerfi eins og t.d. Shopify, Woocommerce, eða tengjast vefþjónustu. Hægt er að leita til margra aðila bæði innanlands og utan sem aðstoða við uppsetningu kerfis. En í upphafi skal endinn skoða því oft gleymist að hugsa um afhendingarmáta en nauðsynlegt er að gera strax ráð fyrir þeim valmöguleikum sem bjóða á í versluninni. Það hefur borið á því að þetta mikilvæga atriði, sem hefur bein áhrif á upplifun viðskiptavinarins, gleymist og verði út undan.Hvað skiptir viðskiptavininn þinn máli? Neytendur gera kröfu um notendavænt viðmót og aðgengilega heimasíðu þar sem upplýsingar um vörur, verð og skilmála eru sýnilegar. Reynsla okkar hjá Póstinum segir einnig til um það að eitt af því sem getur haft mikil áhrif á ánægju viðskiptavina og aukið líkurnar á endurkaupum er hversu vel er hugað að lokaskrefinu – afhendingu sjálfrar vörunnar.Hvernig er þín netverslun? Okkar reynsla er sú að þær netverslanir sem bjóða viðskiptavinum sínum upp á sem fjölbreyttast val um afhendingarmáta verða oft þær sem njóta hvað mestrar velgengni. Hér er áreiðanlegur dreifingaraðili með öflugt dreifikerfi lykilatriði sem og fjölbreyttur afhendingarmáti. Eitt hentar ekki öllum en undanfarið höfum við séð mikla aukningu hjá þeim netverslunum sem bjóða viðskiptavinum sínum að sækja vöruna í Póstbox og jafnframt að viðskiptavinir kjósi þá afhendingarleið. Jákvæð áhrif eftir kaup er hægt að skapa með skjótri afhendingu á vöru, valkostum um skil á vöru ef kaupandinn er ekki ánægður með vöruna, svo og að upplýsingar um afhendingarskilmála, skilarétt og ábyrgð séu birtar á vefsíðunni. Kostir þess að velja Póstbox eru ótvíræðir. Þar er aldrei biðröð og þú sækir þegar þér hentar, aðrir kjósa að fá sent á næsta Pósthús eða fá sendingar sendar heim til sín. Aðalmálið er að fólk hafi val.Tækifæri til að auka þjónustu við viðskiptavini Hvað vilja þínir viðskiptavinir og hvernig stendur þú þig í samanburði við samkeppnina? Auðvelt er fyrir neytendur að taka upplýsta kaupákvörðun með því að finna og bera saman netverslanir, verð og sendingarskilmála. Betra aðgengi að upplýsingum auðveldar samanburð á verði og kostnaði sem eykur gagnsæi verðlags. Tæknin gerir netversluninni enn fremur kleift að koma einstaklingsmiðuðum skilaboðum til kaupenda, allt eftir því hvernig kauphegðunin er. Tækifæri netverslana til að sérsníða tilboð og skilaboð að sínum markhóp eru endalaus. Fyrirtæki þurfa því að leggja sig fram um að finna leiðir til þess að byggja upp samband við viðskiptavini og hvað skiptir þá máli. Fyrirtæki sem einbeita sér að því að stofna til nánara sambands við viðskiptavini sína og eiga í samtali við viðskiptavininn til kynnast honum, munu skara fram úr.Síðasti leggurinn er einn sá mikilvægasti Vöxtur í netverslun og óskir neytenda hafa leitt til aukinnar áherslu á fjölbreytta afhendingarkosti og hraða í því að fá vöruna afhenta sem fyrst. Við í Póstinum þjónustum margar af stærstu netverslunum landsins og leitum sífellt leiða í samstarfi við þær til þess að lækka kostnað fyrir sendandann og koma á sama tíma til móts við þarfir viðskiptavina þeirra. Íslenskir neytendur gera kröfu um þægilega afhendingu og auðveld vöruskil. Póststoð er m.a. afrakstur þeirrar vinnu. Póststoð auðveldar alla skráningu, utanumhald, umsýslu og gerir viðskiptavinum auðvelt að fylgjast með pökkum sem hafa verið sendir auk þess sem sendandi getur fylgst með stöðu sendinga beint inni í Póststoðinni. Með Póststoð er auðvelt að prenta út miða með strikamerki sem hægt er að festa á pakka. Einnig er hægt að prenta beint á límmiða sem gerir ferlið enn einfaldara. Öll gögn sem skráð eru í Póststoð eru send beint til í tölvukerfi Póstsins sem þýðir að þegar pakkinn er kominn í hús er rekjanlegt númer hans þegar skráð í tölvukerfið. Ekki gleyma síðasta leggnum í kaupferli viðskiptavina því þegar kaup hafa átt sér stað viljum við öll fá vöruna hratt og vel til okkar – ekki síst rétt fyrir jól.Höfundur er viðskiptastjóri hjá Póstinum.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun