Orkupakkar hafa lækkað raforkukostnað Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 23. ágúst 2019 11:28 Orkupakkaumræðan hefur heldur betur raskað hugarró landsmanna og eitt af áhyggjuefnum andstæðinga orkupakka þrjú eru getgátur um snarhækkandi raforkuverð sem fylgt gætu innleiðingu pakkans. Það er nú einu sinni þannig að raforkukostnaður heimila byggist ekki eingöngu á raforkuverði heldur einnig hversu mikið af raforku við þurfum til að mæta þörfum okkar daglega lífs. Tilgangurinn með þessari grein er ekki að stíga inn í eldfima orkupakkaumræðu landsmanna, heldur frekar að útskýra áhrif eldri orkupakka Evrópusambandsins á raforkukostnað okkar. Neytendur gleyma stundum að það er mun auðveldara að hafa áhrif á raforkunotkun en raforkuverð. Við getum vissulega kvartað yfir raforkuverði og reynt að velja þá raforkusala sem bjóða bestu kjörin en miklu meiri árangur næst þó með því að hafa áhrif á raforkunotkunina. Það er auðvelt að lækka raforkureikninginn með því að muna að slökkva ljósin og skilja ekki eftir raftæki í biðstöðu en mesta byltingin undanfarna áratugi hefur þó verið í raftækjunum sjálfum. Það er nefnilega staðreynd að þrátt fyrir að raftækjum hafi snarfjölgað með nýjum tækninýjungum þá hefur raforkunotkun heimila í raun minnkað. Það hefur gerst m.a. vegna orkutilskipana frá Evrópusambandinu, sem stýrt hefur framleiðendum raftækja í átt til betri orkunýtni, án þess að draga úr gæðum viðkomandi tækja.Framleiðendur reka ekki raftækin Margir myndu segja að raftækjaframleiðendur hefðu nú bara sjálfir fetað þennan orkunýtniveg á eigin spýtur, en málið er ekki svo einfalt. Í fyrsta lagi selja raftækjaframleiðendur okkur aðeins tækin, þeir reka þau ekki. Með öðrum orðum þá græða framleiðendur lítið á lægri rekstrarkostnaði tækja. Í öðru lagi náði orkuvitund neytenda aldrei þeim hæðum að almenn vitund skapaðist um orkuþörf mismunandi vörumerkja. Orkupakkar Evrópusambandsins hafa breytt þessari stöðu með ýmsum hætti, bæði með verkefnum sem hafa dregið fram orkunýtni tækja og kröfum sem þrýst hafa framleiðendum í rétta átt. Nefna má dæmi eins og A-G einkunnarkerfið sem auðveldaði neytendum val á raftækjum. Þessar merkingar höfðu svo mikil markaðsáhrif að tæki sem höfðu verri orkueinkunn en C hættu nánast að seljast á augabragði og duttu úr framleiðslu í kjölfarið. Eins hafa kvaðir á framleiðslu tækja leitt til þess að orkunýtni raftækja hefur batnað til muna. Skýrt dæmi um það eru ljósaperur en gömlu glóperurnar stóðust t.d. ekki orkunýtnikröfurnar og duttu út af markaði. Í dag höfum við mun betri LED perur sem gefa okkur sömu eða betri lýsingu með miklu lægri heildarkostnaði enda mun orkunýtnari og endingarbetri perur.Skiptir þetta einhverju máli? Þetta hefur skipt miklu máli fyrir íslenska neytendur sem nota nú að jafnaði talsvert minni raforku fyrir sömu þjónustu, þökk sé betri tækjum. Eins og flestir vita, sem eldri eru en tvævetra, þá hefur raftækjum síður en svo fækkað og líklega fjölgað á flestum heimilum undanfarin ár. Þrátt fyrir það hefur árleg raforkunotkun meðalheimilis minnkað um 500 kWst á síðustu 10 árum. Miðað við 100.000 heimili þá er þetta því minnkun á raforkuþörf um 50 milljón kWst á ári sem samsvarar ársnotkun 25 þúsund rafbíla. Þeir 3500 rafbílar sem nú eru á götum landsins eru því bara rétt byrjaðir að tappa af þeirri raforku sem sparast hefur með betri raftækjum á heimilum landsmanna undanfarin ár. Í heimsmarkaðskerfi nútímans er ólíklegt að einstök ríki hefðu ein og sér getað snúið raftækjaframleiðendum á betri brautir. Það er því alveg ljóst að farsælt samstarf ólíkra ríkja getur stuðlað að mikilvægum framförum í orku- og umhverfismálum, hvort sem við Íslendingar viljum taka þátt í því eður ei.Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Sigurður Ingi Friðleifsson Þriðji orkupakkinn Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Free tuition Colin Fisher Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Orkupakkaumræðan hefur heldur betur raskað hugarró landsmanna og eitt af áhyggjuefnum andstæðinga orkupakka þrjú eru getgátur um snarhækkandi raforkuverð sem fylgt gætu innleiðingu pakkans. Það er nú einu sinni þannig að raforkukostnaður heimila byggist ekki eingöngu á raforkuverði heldur einnig hversu mikið af raforku við þurfum til að mæta þörfum okkar daglega lífs. Tilgangurinn með þessari grein er ekki að stíga inn í eldfima orkupakkaumræðu landsmanna, heldur frekar að útskýra áhrif eldri orkupakka Evrópusambandsins á raforkukostnað okkar. Neytendur gleyma stundum að það er mun auðveldara að hafa áhrif á raforkunotkun en raforkuverð. Við getum vissulega kvartað yfir raforkuverði og reynt að velja þá raforkusala sem bjóða bestu kjörin en miklu meiri árangur næst þó með því að hafa áhrif á raforkunotkunina. Það er auðvelt að lækka raforkureikninginn með því að muna að slökkva ljósin og skilja ekki eftir raftæki í biðstöðu en mesta byltingin undanfarna áratugi hefur þó verið í raftækjunum sjálfum. Það er nefnilega staðreynd að þrátt fyrir að raftækjum hafi snarfjölgað með nýjum tækninýjungum þá hefur raforkunotkun heimila í raun minnkað. Það hefur gerst m.a. vegna orkutilskipana frá Evrópusambandinu, sem stýrt hefur framleiðendum raftækja í átt til betri orkunýtni, án þess að draga úr gæðum viðkomandi tækja.Framleiðendur reka ekki raftækin Margir myndu segja að raftækjaframleiðendur hefðu nú bara sjálfir fetað þennan orkunýtniveg á eigin spýtur, en málið er ekki svo einfalt. Í fyrsta lagi selja raftækjaframleiðendur okkur aðeins tækin, þeir reka þau ekki. Með öðrum orðum þá græða framleiðendur lítið á lægri rekstrarkostnaði tækja. Í öðru lagi náði orkuvitund neytenda aldrei þeim hæðum að almenn vitund skapaðist um orkuþörf mismunandi vörumerkja. Orkupakkar Evrópusambandsins hafa breytt þessari stöðu með ýmsum hætti, bæði með verkefnum sem hafa dregið fram orkunýtni tækja og kröfum sem þrýst hafa framleiðendum í rétta átt. Nefna má dæmi eins og A-G einkunnarkerfið sem auðveldaði neytendum val á raftækjum. Þessar merkingar höfðu svo mikil markaðsáhrif að tæki sem höfðu verri orkueinkunn en C hættu nánast að seljast á augabragði og duttu úr framleiðslu í kjölfarið. Eins hafa kvaðir á framleiðslu tækja leitt til þess að orkunýtni raftækja hefur batnað til muna. Skýrt dæmi um það eru ljósaperur en gömlu glóperurnar stóðust t.d. ekki orkunýtnikröfurnar og duttu út af markaði. Í dag höfum við mun betri LED perur sem gefa okkur sömu eða betri lýsingu með miklu lægri heildarkostnaði enda mun orkunýtnari og endingarbetri perur.Skiptir þetta einhverju máli? Þetta hefur skipt miklu máli fyrir íslenska neytendur sem nota nú að jafnaði talsvert minni raforku fyrir sömu þjónustu, þökk sé betri tækjum. Eins og flestir vita, sem eldri eru en tvævetra, þá hefur raftækjum síður en svo fækkað og líklega fjölgað á flestum heimilum undanfarin ár. Þrátt fyrir það hefur árleg raforkunotkun meðalheimilis minnkað um 500 kWst á síðustu 10 árum. Miðað við 100.000 heimili þá er þetta því minnkun á raforkuþörf um 50 milljón kWst á ári sem samsvarar ársnotkun 25 þúsund rafbíla. Þeir 3500 rafbílar sem nú eru á götum landsins eru því bara rétt byrjaðir að tappa af þeirri raforku sem sparast hefur með betri raftækjum á heimilum landsmanna undanfarin ár. Í heimsmarkaðskerfi nútímans er ólíklegt að einstök ríki hefðu ein og sér getað snúið raftækjaframleiðendum á betri brautir. Það er því alveg ljóst að farsælt samstarf ólíkra ríkja getur stuðlað að mikilvægum framförum í orku- og umhverfismálum, hvort sem við Íslendingar viljum taka þátt í því eður ei.Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs.
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar