Orkupakkar hafa lækkað raforkukostnað Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 23. ágúst 2019 11:28 Orkupakkaumræðan hefur heldur betur raskað hugarró landsmanna og eitt af áhyggjuefnum andstæðinga orkupakka þrjú eru getgátur um snarhækkandi raforkuverð sem fylgt gætu innleiðingu pakkans. Það er nú einu sinni þannig að raforkukostnaður heimila byggist ekki eingöngu á raforkuverði heldur einnig hversu mikið af raforku við þurfum til að mæta þörfum okkar daglega lífs. Tilgangurinn með þessari grein er ekki að stíga inn í eldfima orkupakkaumræðu landsmanna, heldur frekar að útskýra áhrif eldri orkupakka Evrópusambandsins á raforkukostnað okkar. Neytendur gleyma stundum að það er mun auðveldara að hafa áhrif á raforkunotkun en raforkuverð. Við getum vissulega kvartað yfir raforkuverði og reynt að velja þá raforkusala sem bjóða bestu kjörin en miklu meiri árangur næst þó með því að hafa áhrif á raforkunotkunina. Það er auðvelt að lækka raforkureikninginn með því að muna að slökkva ljósin og skilja ekki eftir raftæki í biðstöðu en mesta byltingin undanfarna áratugi hefur þó verið í raftækjunum sjálfum. Það er nefnilega staðreynd að þrátt fyrir að raftækjum hafi snarfjölgað með nýjum tækninýjungum þá hefur raforkunotkun heimila í raun minnkað. Það hefur gerst m.a. vegna orkutilskipana frá Evrópusambandinu, sem stýrt hefur framleiðendum raftækja í átt til betri orkunýtni, án þess að draga úr gæðum viðkomandi tækja.Framleiðendur reka ekki raftækin Margir myndu segja að raftækjaframleiðendur hefðu nú bara sjálfir fetað þennan orkunýtniveg á eigin spýtur, en málið er ekki svo einfalt. Í fyrsta lagi selja raftækjaframleiðendur okkur aðeins tækin, þeir reka þau ekki. Með öðrum orðum þá græða framleiðendur lítið á lægri rekstrarkostnaði tækja. Í öðru lagi náði orkuvitund neytenda aldrei þeim hæðum að almenn vitund skapaðist um orkuþörf mismunandi vörumerkja. Orkupakkar Evrópusambandsins hafa breytt þessari stöðu með ýmsum hætti, bæði með verkefnum sem hafa dregið fram orkunýtni tækja og kröfum sem þrýst hafa framleiðendum í rétta átt. Nefna má dæmi eins og A-G einkunnarkerfið sem auðveldaði neytendum val á raftækjum. Þessar merkingar höfðu svo mikil markaðsáhrif að tæki sem höfðu verri orkueinkunn en C hættu nánast að seljast á augabragði og duttu úr framleiðslu í kjölfarið. Eins hafa kvaðir á framleiðslu tækja leitt til þess að orkunýtni raftækja hefur batnað til muna. Skýrt dæmi um það eru ljósaperur en gömlu glóperurnar stóðust t.d. ekki orkunýtnikröfurnar og duttu út af markaði. Í dag höfum við mun betri LED perur sem gefa okkur sömu eða betri lýsingu með miklu lægri heildarkostnaði enda mun orkunýtnari og endingarbetri perur.Skiptir þetta einhverju máli? Þetta hefur skipt miklu máli fyrir íslenska neytendur sem nota nú að jafnaði talsvert minni raforku fyrir sömu þjónustu, þökk sé betri tækjum. Eins og flestir vita, sem eldri eru en tvævetra, þá hefur raftækjum síður en svo fækkað og líklega fjölgað á flestum heimilum undanfarin ár. Þrátt fyrir það hefur árleg raforkunotkun meðalheimilis minnkað um 500 kWst á síðustu 10 árum. Miðað við 100.000 heimili þá er þetta því minnkun á raforkuþörf um 50 milljón kWst á ári sem samsvarar ársnotkun 25 þúsund rafbíla. Þeir 3500 rafbílar sem nú eru á götum landsins eru því bara rétt byrjaðir að tappa af þeirri raforku sem sparast hefur með betri raftækjum á heimilum landsmanna undanfarin ár. Í heimsmarkaðskerfi nútímans er ólíklegt að einstök ríki hefðu ein og sér getað snúið raftækjaframleiðendum á betri brautir. Það er því alveg ljóst að farsælt samstarf ólíkra ríkja getur stuðlað að mikilvægum framförum í orku- og umhverfismálum, hvort sem við Íslendingar viljum taka þátt í því eður ei.Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Sigurður Ingi Friðleifsson Þriðji orkupakkinn Mest lesið Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Líf og dauði við Aðalstræti Helgi Þorláksson Skoðun Skoðun Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Orkupakkaumræðan hefur heldur betur raskað hugarró landsmanna og eitt af áhyggjuefnum andstæðinga orkupakka þrjú eru getgátur um snarhækkandi raforkuverð sem fylgt gætu innleiðingu pakkans. Það er nú einu sinni þannig að raforkukostnaður heimila byggist ekki eingöngu á raforkuverði heldur einnig hversu mikið af raforku við þurfum til að mæta þörfum okkar daglega lífs. Tilgangurinn með þessari grein er ekki að stíga inn í eldfima orkupakkaumræðu landsmanna, heldur frekar að útskýra áhrif eldri orkupakka Evrópusambandsins á raforkukostnað okkar. Neytendur gleyma stundum að það er mun auðveldara að hafa áhrif á raforkunotkun en raforkuverð. Við getum vissulega kvartað yfir raforkuverði og reynt að velja þá raforkusala sem bjóða bestu kjörin en miklu meiri árangur næst þó með því að hafa áhrif á raforkunotkunina. Það er auðvelt að lækka raforkureikninginn með því að muna að slökkva ljósin og skilja ekki eftir raftæki í biðstöðu en mesta byltingin undanfarna áratugi hefur þó verið í raftækjunum sjálfum. Það er nefnilega staðreynd að þrátt fyrir að raftækjum hafi snarfjölgað með nýjum tækninýjungum þá hefur raforkunotkun heimila í raun minnkað. Það hefur gerst m.a. vegna orkutilskipana frá Evrópusambandinu, sem stýrt hefur framleiðendum raftækja í átt til betri orkunýtni, án þess að draga úr gæðum viðkomandi tækja.Framleiðendur reka ekki raftækin Margir myndu segja að raftækjaframleiðendur hefðu nú bara sjálfir fetað þennan orkunýtniveg á eigin spýtur, en málið er ekki svo einfalt. Í fyrsta lagi selja raftækjaframleiðendur okkur aðeins tækin, þeir reka þau ekki. Með öðrum orðum þá græða framleiðendur lítið á lægri rekstrarkostnaði tækja. Í öðru lagi náði orkuvitund neytenda aldrei þeim hæðum að almenn vitund skapaðist um orkuþörf mismunandi vörumerkja. Orkupakkar Evrópusambandsins hafa breytt þessari stöðu með ýmsum hætti, bæði með verkefnum sem hafa dregið fram orkunýtni tækja og kröfum sem þrýst hafa framleiðendum í rétta átt. Nefna má dæmi eins og A-G einkunnarkerfið sem auðveldaði neytendum val á raftækjum. Þessar merkingar höfðu svo mikil markaðsáhrif að tæki sem höfðu verri orkueinkunn en C hættu nánast að seljast á augabragði og duttu úr framleiðslu í kjölfarið. Eins hafa kvaðir á framleiðslu tækja leitt til þess að orkunýtni raftækja hefur batnað til muna. Skýrt dæmi um það eru ljósaperur en gömlu glóperurnar stóðust t.d. ekki orkunýtnikröfurnar og duttu út af markaði. Í dag höfum við mun betri LED perur sem gefa okkur sömu eða betri lýsingu með miklu lægri heildarkostnaði enda mun orkunýtnari og endingarbetri perur.Skiptir þetta einhverju máli? Þetta hefur skipt miklu máli fyrir íslenska neytendur sem nota nú að jafnaði talsvert minni raforku fyrir sömu þjónustu, þökk sé betri tækjum. Eins og flestir vita, sem eldri eru en tvævetra, þá hefur raftækjum síður en svo fækkað og líklega fjölgað á flestum heimilum undanfarin ár. Þrátt fyrir það hefur árleg raforkunotkun meðalheimilis minnkað um 500 kWst á síðustu 10 árum. Miðað við 100.000 heimili þá er þetta því minnkun á raforkuþörf um 50 milljón kWst á ári sem samsvarar ársnotkun 25 þúsund rafbíla. Þeir 3500 rafbílar sem nú eru á götum landsins eru því bara rétt byrjaðir að tappa af þeirri raforku sem sparast hefur með betri raftækjum á heimilum landsmanna undanfarin ár. Í heimsmarkaðskerfi nútímans er ólíklegt að einstök ríki hefðu ein og sér getað snúið raftækjaframleiðendum á betri brautir. Það er því alveg ljóst að farsælt samstarf ólíkra ríkja getur stuðlað að mikilvægum framförum í orku- og umhverfismálum, hvort sem við Íslendingar viljum taka þátt í því eður ei.Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun