Evrópa getur ekki lengur horft í gegnum fingur sér með Katalóníu Alfred Bosch skrifar 5. júní 2019 07:00 Pólitískur fangi í málaferlum í Madrid, fyrrverandi forseti Katalóníu og fyrrverandi ráðherra í útlegð í Belgíu – þessir menn hafa allir verið kjörnir á Evrópuþing. Oriol Junqueras, Carles Puidgemont og Toni Comín hafa verið valdir af ríkisborgurum Spánar og Katalóníu sem forsvarsmenn þeirra í Brussel og Strassborg. Þegar þingið er sett 2. júlí getur Evrópa ekki litið undan kúgun Spánar á Katalóníu því hún verður beint fyrir framan nef hennar á Evrópuþinginu. Rétt eins og gerðist á þingi Spánar örfáum dögum fyrir ESB-kosningar mun Oriol Junqueras, leiðtogi vinstri lýðveldissinna í Katalóníu, getað sótt réttindi sín sem kjörinn þingmaður. Eða hvað? Verður hann sviptur stjórnmálalegum og lýðræðislegum réttindum sínum? Til þessa hefur Carles Puidgemont, fyrrverandi forseta Katalóníu, og Toni Comín, fyrrverandi ráðherra, verið meinaður aðgangur að Evrópuþingi í síðustu viku þar sem þeir voru að sögn ekki fullskráðir Evrópuþingmenn, á sama tíma og öðrum Evrópuþingmönnum voru gefnar tímabundnar faggildingar. Og að lokum þegar Evrópuþingið ákvað að draga til baka tímabundnar faggildingar til að koma í veg fyrir pólitískan ágreining við Spán. Svipting á pólitískum réttindum samræmist evrópsku lýðræði. Eins og franski evrópuþingmaðurinn José Bové sagði á pólitískum fundi í Barselóna í aðdraganda kosninganna: „Ef Oriol Junqueras er ekki við hlið mér þegar Evrópuþingið er sett verður þingið ekki lögmætt.“ Og þingið verður ekki lögmætt án pólitíska fangans og útlagans þar sem pólitísk réttindi þeirra eru að fullu ósnortin. Dómstólar eiga að virða lög og vilja kjósenda. Oriol Junqueras hefur hingað til eytt nítján mánuðum í varðhaldi og situr nú fyrir hæstarétti Spánar af pólitískum ástæðum fyrir að nýta grundvallarréttindi sín, þrátt fyrir að vera löglega kjörinn fulltrúi Evrópuþingsins. Frelsisbandalag Evrópu (EFA) bjóst við hinu sama þegar það valdi sér sérstakan frambjóðanda í forsetastól framkvæmdastjórnar ESB í fyrsta sinn fyrr á þessu ári. Til þess að vekja athygli á áframhaldandi kúgun á Spáni og sýna mannréttindabrot og skort á lýðræði, og í skugga upprisu öfgahægriafla um alla Evrópu, stillti EFA fram Oriol Junqueras. Í augum EFA er hann talsmaður frelsis og lýðræðis. Það eru einmitt þessi gildi sem Katalónia berst nú fyrir að varðveita. Katalónskir flokkar á Evrópuþinginu vinna að því að byggja upp ESB og vilja fá að taka þátt í mikilvægum umræðum um þessa uppbyggingu og standa vörð um mannréttindi og frelsi. Lýðveldissinnar vilja vinna að félagslegu réttlæti fyrir Evrópu. Öfugt við Brexit-liða hafa Katalónar aldrei gefist upp á Evrópu og vilja áfram vera innan sambandsins. Aðgerðaleysi Evrópu í málum katalónskra ráðherra, forseta þingsins og aðgerðarsinna sem nú eru í gæsluvarðhaldi eða útlegð vakti vonbrigði. Hins vegar hefur katalónskt samfélag trú á evrópsku dómskerfi og í Evrópu hófum við fundið fyrir samkennd og eignast nýja bandamenn. Katalónía hefur alltaf tekið þátt í þróun þessa samevrópska verkefnis. Bæði héraðsstjórn og almennir borgarar hafa tekið þátt í evrópskri umræðu og lagt fram tillögur, hugmyndir og verkefni. Nú er kominn tími til þess að Evrópa geri eitthvað fyrir Katalóníu. Evrópa á að hafa stofngildi sambandsins í huga og standa vörð um réttindi borgara og stuðla að viðræðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Pólitískur fangi í málaferlum í Madrid, fyrrverandi forseti Katalóníu og fyrrverandi ráðherra í útlegð í Belgíu – þessir menn hafa allir verið kjörnir á Evrópuþing. Oriol Junqueras, Carles Puidgemont og Toni Comín hafa verið valdir af ríkisborgurum Spánar og Katalóníu sem forsvarsmenn þeirra í Brussel og Strassborg. Þegar þingið er sett 2. júlí getur Evrópa ekki litið undan kúgun Spánar á Katalóníu því hún verður beint fyrir framan nef hennar á Evrópuþinginu. Rétt eins og gerðist á þingi Spánar örfáum dögum fyrir ESB-kosningar mun Oriol Junqueras, leiðtogi vinstri lýðveldissinna í Katalóníu, getað sótt réttindi sín sem kjörinn þingmaður. Eða hvað? Verður hann sviptur stjórnmálalegum og lýðræðislegum réttindum sínum? Til þessa hefur Carles Puidgemont, fyrrverandi forseta Katalóníu, og Toni Comín, fyrrverandi ráðherra, verið meinaður aðgangur að Evrópuþingi í síðustu viku þar sem þeir voru að sögn ekki fullskráðir Evrópuþingmenn, á sama tíma og öðrum Evrópuþingmönnum voru gefnar tímabundnar faggildingar. Og að lokum þegar Evrópuþingið ákvað að draga til baka tímabundnar faggildingar til að koma í veg fyrir pólitískan ágreining við Spán. Svipting á pólitískum réttindum samræmist evrópsku lýðræði. Eins og franski evrópuþingmaðurinn José Bové sagði á pólitískum fundi í Barselóna í aðdraganda kosninganna: „Ef Oriol Junqueras er ekki við hlið mér þegar Evrópuþingið er sett verður þingið ekki lögmætt.“ Og þingið verður ekki lögmætt án pólitíska fangans og útlagans þar sem pólitísk réttindi þeirra eru að fullu ósnortin. Dómstólar eiga að virða lög og vilja kjósenda. Oriol Junqueras hefur hingað til eytt nítján mánuðum í varðhaldi og situr nú fyrir hæstarétti Spánar af pólitískum ástæðum fyrir að nýta grundvallarréttindi sín, þrátt fyrir að vera löglega kjörinn fulltrúi Evrópuþingsins. Frelsisbandalag Evrópu (EFA) bjóst við hinu sama þegar það valdi sér sérstakan frambjóðanda í forsetastól framkvæmdastjórnar ESB í fyrsta sinn fyrr á þessu ári. Til þess að vekja athygli á áframhaldandi kúgun á Spáni og sýna mannréttindabrot og skort á lýðræði, og í skugga upprisu öfgahægriafla um alla Evrópu, stillti EFA fram Oriol Junqueras. Í augum EFA er hann talsmaður frelsis og lýðræðis. Það eru einmitt þessi gildi sem Katalónia berst nú fyrir að varðveita. Katalónskir flokkar á Evrópuþinginu vinna að því að byggja upp ESB og vilja fá að taka þátt í mikilvægum umræðum um þessa uppbyggingu og standa vörð um mannréttindi og frelsi. Lýðveldissinnar vilja vinna að félagslegu réttlæti fyrir Evrópu. Öfugt við Brexit-liða hafa Katalónar aldrei gefist upp á Evrópu og vilja áfram vera innan sambandsins. Aðgerðaleysi Evrópu í málum katalónskra ráðherra, forseta þingsins og aðgerðarsinna sem nú eru í gæsluvarðhaldi eða útlegð vakti vonbrigði. Hins vegar hefur katalónskt samfélag trú á evrópsku dómskerfi og í Evrópu hófum við fundið fyrir samkennd og eignast nýja bandamenn. Katalónía hefur alltaf tekið þátt í þróun þessa samevrópska verkefnis. Bæði héraðsstjórn og almennir borgarar hafa tekið þátt í evrópskri umræðu og lagt fram tillögur, hugmyndir og verkefni. Nú er kominn tími til þess að Evrópa geri eitthvað fyrir Katalóníu. Evrópa á að hafa stofngildi sambandsins í huga og standa vörð um réttindi borgara og stuðla að viðræðum.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun