Baráttan heldur áfram Þorvaldur Gylfason skrifar 10. janúar 2019 08:00 Atlanta – Baráttunni fyrir óskoruðum mannréttindum og jafnræði er hvergi nærri lokið, ekki heldur á Íslandi, þótt margt hafi áunnizt í tímans rás. Bandaríkin vitna um vandann. Landið byggðist m.a. í krafti þrælahalds sem var þá alsiða. Það kostaði borgarastyrjöld 1861-1865 og 600 þúsund mannslíf að binda endi á þrælahaldið. Styrinn stóð þó ekki aðeins um þrælahald heldur einnig um hvar draga bæri mörkin milli fullveldis einstakra ríkja og alríkisstjórnarinnar. Þrælahald var mikilvæg orsök ófriðarins. Plantekrueigendur í suðurríkjunum töldu sig þurfa á þrælum að halda þótt þrælabúskapur mætti æ harðari andstöðu af hálfu norðurríkjanna. Þeir vildu því fá að ráða sér sjálfir frekar en að beygja sig undir yfirvofandi bann ríkjasambandsins gegn þrælahaldi. Afnám í áföngumAtburðarásin var hæg. Stiklum á stóru. Danir og Norðmenn hættu að verzla með þræla 1803. Haítí tók sér sjálfstæði og aflagði þrælahald 1804, Prússar 1807. Bretar afnámu millilandaverzlun með þræla 1807 og Bandaríkjamenn 1808, en þrælahald hélt þó áfram. Vínarfundurinn 1815 lýsti sig andvígan þrælahaldi. Frakkar bönnuðu þrælaverzlun 1818. Grikkir tóku sér sjálfstæði og afnámu þrælahald 1822. Brasilía bannaði verzlun með þræla 1831 en banninu var ekki framfylgt. Bretar afnámu þrælahald 1833 og það gerðu síðan Danir 1848 í nýlendu sinni í Vestur-Indíum þar sem nú eru Bandarísku Jómfrúreyjar. Argentína aflagði þrælahald 1853 og Rússland 1861. Það ár, 1861, tók Abraham Lincoln frá Illinois, eindreginn andstæðingur þrælahalds, við embætti forseta Bandaríkjanna. Bjuggust þá suðurríkin til að segja sig úr lögum við norðurríkin til að halda rétti sínum til þrælahalds. Borgarastríð skall á. Því lauk með sigri norðurríkjanna 1865 og var þrælahald þá bannað með breytingu á stjórnarskrá. Málið snerist ekki bara um að stöðva þrælahald í suðurríkjunum heldur einnig um að girða fyrir útbreiðslu þrælahalds til vesturríkjanna sem fór fjölgandi. Hefði þrælahald borizt þangað líka hefðu norðurríkin getað misst undirtökin á alríkisstjórninni í hendur þrælaríkja. Það mátti ekki verða. Búlgaría tók sér sjálfstæði 1879 og afnam þrælahald. Brasilía afnam þrælahald 1888 og Sádi-Arabía 1962. Máritanía afnam þrælahald 2007 (þetta er ekki prentvilla) og hafði þrælahald þá loksins verið bannað með lögum í öllum löndum heims. Mansal tíðkast þó enn allvíða utan laga.Við munum sigraEftir lok borgarastríðsins 1865 voru blökkumenn myrtir áfram í þúsundatali án dóms og laga, einkum í suðurríkjunum, eins og lýst er í nýju safni sem var opnað í vor leið í Montgomery í Alabama. Fjórum árum áður, 2014, var opnað í Atlanta í Georgíu, fæðingarborg blökkuleiðtogans Martins Luthers King, safn þar sem baráttusaga bandarískra blökkumanna er rakin í samhengi við þróun mannréttinda og þrálæti mannréttindabrota á heimsvísu. King var einn merkasti maður og mesti ræðuskörungur sinnar tíðar. Hann var Lyndon Johnson Bandaríkjaforseta innan handar þegar Johnson réðst í að ljúka loksins verkinu sem Abraham Lincoln hafði hafið 100 árum fyrr og reyna að tryggja svörtum að lögum sama rétt og hvítum. Johnson kom málinu í gegnum þingið í tveim áföngum gegn harðri andstöðu eigin flokksmanna í suðurríkjunum, fyrst með samþykkt almennrar réttindalöggjafar 1964 og síðan með samþykkt löggjafar sem var ætlað að tryggja blökkumönnum kosningarrétt til jafns við hvíta 1965. Í millitíðinni höfðu rasistar gengið fram með þvílíku offorsi gegn blökkumönnum að Johnson forseti sá sig knúinn til að taka upp orðfæri Kings í einni áhrifaríkustu ræðu („Við munum sigra“) sem nokkur forseti landsins hefur haldið. Hatur, reiði og rasismiÞessi nýju söfn í suðurríkjum Bandaríkjanna eru hliðstæð aðskilnaðarsafninu sem var opnað 2001 í Soweto í Jóhannesarborg í Suður-Afríku til að forða ranglætinu sem suður-afrískir blökkumenn voru beittir frá því að falla í gleymsku. Þessi söfn og önnur slík eru þörf áminning um að blökkumenn njóta ekki enn óskertra mannréttinda í Bandaríkjunum. Þessi söfn eru liður í áframhaldandi baráttu blökkumanna og annarra gegn þrálátu misrétti. Áttundi hver Bandaríkjamaður er svartur, en þriðji hver fangi í landinu er svartur. Enn ber á hatri, reiði og rasisma fyrri tíðar í Bandaríkjunum eins og Barrack Obama fv. forseti landsins lýsti í ræðu fyrir skömmu og fékk sjálfur að kenna á. Hatursglæpum í Bandaríkjunum fjölgaði um sjöttung frá 2016 til 2017. Helmingur slíkra glæpa beinist gegn blökkumönnum sem telja þó aðeins 13% af íbúum landsins. Trump forseti kyndir undir fordómum gegn blökkumönnum og innflytjendum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Atlanta – Baráttunni fyrir óskoruðum mannréttindum og jafnræði er hvergi nærri lokið, ekki heldur á Íslandi, þótt margt hafi áunnizt í tímans rás. Bandaríkin vitna um vandann. Landið byggðist m.a. í krafti þrælahalds sem var þá alsiða. Það kostaði borgarastyrjöld 1861-1865 og 600 þúsund mannslíf að binda endi á þrælahaldið. Styrinn stóð þó ekki aðeins um þrælahald heldur einnig um hvar draga bæri mörkin milli fullveldis einstakra ríkja og alríkisstjórnarinnar. Þrælahald var mikilvæg orsök ófriðarins. Plantekrueigendur í suðurríkjunum töldu sig þurfa á þrælum að halda þótt þrælabúskapur mætti æ harðari andstöðu af hálfu norðurríkjanna. Þeir vildu því fá að ráða sér sjálfir frekar en að beygja sig undir yfirvofandi bann ríkjasambandsins gegn þrælahaldi. Afnám í áföngumAtburðarásin var hæg. Stiklum á stóru. Danir og Norðmenn hættu að verzla með þræla 1803. Haítí tók sér sjálfstæði og aflagði þrælahald 1804, Prússar 1807. Bretar afnámu millilandaverzlun með þræla 1807 og Bandaríkjamenn 1808, en þrælahald hélt þó áfram. Vínarfundurinn 1815 lýsti sig andvígan þrælahaldi. Frakkar bönnuðu þrælaverzlun 1818. Grikkir tóku sér sjálfstæði og afnámu þrælahald 1822. Brasilía bannaði verzlun með þræla 1831 en banninu var ekki framfylgt. Bretar afnámu þrælahald 1833 og það gerðu síðan Danir 1848 í nýlendu sinni í Vestur-Indíum þar sem nú eru Bandarísku Jómfrúreyjar. Argentína aflagði þrælahald 1853 og Rússland 1861. Það ár, 1861, tók Abraham Lincoln frá Illinois, eindreginn andstæðingur þrælahalds, við embætti forseta Bandaríkjanna. Bjuggust þá suðurríkin til að segja sig úr lögum við norðurríkin til að halda rétti sínum til þrælahalds. Borgarastríð skall á. Því lauk með sigri norðurríkjanna 1865 og var þrælahald þá bannað með breytingu á stjórnarskrá. Málið snerist ekki bara um að stöðva þrælahald í suðurríkjunum heldur einnig um að girða fyrir útbreiðslu þrælahalds til vesturríkjanna sem fór fjölgandi. Hefði þrælahald borizt þangað líka hefðu norðurríkin getað misst undirtökin á alríkisstjórninni í hendur þrælaríkja. Það mátti ekki verða. Búlgaría tók sér sjálfstæði 1879 og afnam þrælahald. Brasilía afnam þrælahald 1888 og Sádi-Arabía 1962. Máritanía afnam þrælahald 2007 (þetta er ekki prentvilla) og hafði þrælahald þá loksins verið bannað með lögum í öllum löndum heims. Mansal tíðkast þó enn allvíða utan laga.Við munum sigraEftir lok borgarastríðsins 1865 voru blökkumenn myrtir áfram í þúsundatali án dóms og laga, einkum í suðurríkjunum, eins og lýst er í nýju safni sem var opnað í vor leið í Montgomery í Alabama. Fjórum árum áður, 2014, var opnað í Atlanta í Georgíu, fæðingarborg blökkuleiðtogans Martins Luthers King, safn þar sem baráttusaga bandarískra blökkumanna er rakin í samhengi við þróun mannréttinda og þrálæti mannréttindabrota á heimsvísu. King var einn merkasti maður og mesti ræðuskörungur sinnar tíðar. Hann var Lyndon Johnson Bandaríkjaforseta innan handar þegar Johnson réðst í að ljúka loksins verkinu sem Abraham Lincoln hafði hafið 100 árum fyrr og reyna að tryggja svörtum að lögum sama rétt og hvítum. Johnson kom málinu í gegnum þingið í tveim áföngum gegn harðri andstöðu eigin flokksmanna í suðurríkjunum, fyrst með samþykkt almennrar réttindalöggjafar 1964 og síðan með samþykkt löggjafar sem var ætlað að tryggja blökkumönnum kosningarrétt til jafns við hvíta 1965. Í millitíðinni höfðu rasistar gengið fram með þvílíku offorsi gegn blökkumönnum að Johnson forseti sá sig knúinn til að taka upp orðfæri Kings í einni áhrifaríkustu ræðu („Við munum sigra“) sem nokkur forseti landsins hefur haldið. Hatur, reiði og rasismiÞessi nýju söfn í suðurríkjum Bandaríkjanna eru hliðstæð aðskilnaðarsafninu sem var opnað 2001 í Soweto í Jóhannesarborg í Suður-Afríku til að forða ranglætinu sem suður-afrískir blökkumenn voru beittir frá því að falla í gleymsku. Þessi söfn og önnur slík eru þörf áminning um að blökkumenn njóta ekki enn óskertra mannréttinda í Bandaríkjunum. Þessi söfn eru liður í áframhaldandi baráttu blökkumanna og annarra gegn þrálátu misrétti. Áttundi hver Bandaríkjamaður er svartur, en þriðji hver fangi í landinu er svartur. Enn ber á hatri, reiði og rasisma fyrri tíðar í Bandaríkjunum eins og Barrack Obama fv. forseti landsins lýsti í ræðu fyrir skömmu og fékk sjálfur að kenna á. Hatursglæpum í Bandaríkjunum fjölgaði um sjöttung frá 2016 til 2017. Helmingur slíkra glæpa beinist gegn blökkumönnum sem telja þó aðeins 13% af íbúum landsins. Trump forseti kyndir undir fordómum gegn blökkumönnum og innflytjendum.
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar