Norsku stelpurnar í undanúrslit en þær sænsku sátu eftir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2019 13:00 Norsku stelpurnar fagna sigri á HM í Japan. EPA-EFE/FRANCK ROBICHON Þórir Hergeirsson og stelpurnar hans í norska kvennalandsliðinu í handbolta eru komin í undanúrslit á HM í Japan eftir þriggja marka sigur á Þjóðverjum í dag. Þórir heldur því áfram að gera frábæra hluti með norska liðið sem á enn á ný möguleika á að vinna verðlaun á stórmóti undir stjórn Selfyssingsins. Noregur vann leikinn 32-29 og sá til þess að Þýskaland komst ekki áfram í undanúrslitin. Noregur mætir Spáni í undanúrslitunum en Holland og Rússland spila síðan í hinum undanúrslitaleiknum. Norska liðinu nægði jafntefli en mátti alls ekki tapa. Jafntefli hefði einnig dugað þýsku stelpunum til að komast áfram. Í undanúrslitum á HM fyrir tveimur árum voru Holland, Noregur, Svíþjóð og Frakkland. Norsku stelpurnar hafa verið í undanúrslitum heimsmeistaramótsins þrjár HM-keppnir í röð og komist í úrslitaleikinn á þeim síðustu tveimur. Sænsku stelpurnar þurftu líka sigur í sínum leik til að komast í undanúrslitin en urðu að sætta sig við þriggja marka tap á móti Svartfjallalandi, 26-23. Tapleikir Svía og Þjóðverjar, sem hefðu komist í undanúrslit með sigri í lokaumferðinni, þýða að þau enda bæði í fjórða sætinu í sínum milliriðli og spila því um sjöunda sætið í keppninni. Kari Skaar Brattset var markahæst í norska liðinu með sex mörk en þær Emilie Hegh Arntzen, Stine Bredal Oftedal og Marit Rosberg Jacobsen skoruðu allar fimm mörk í leiknum. Fyrirliðinn Stine Bredal Oftedal var síðan kosin besti maður vallarins en auk fimm marka þá gaf hún 9 stoðsendingar. Markvörðurinn Silje Margaretha Solberg varð fjórtán skot í leiknum en mörg þeirra voru afar mikilvæg á lokakafla leiksins. Norska liðið skoraði tvö síðustu mörk fyrri hálfleiksins og var 17-16 yfir í hálfleik. Liðið vann síðan fyrstu fimm mínútur seinni hálfleiks 5-1 og náði fimm marka forystu sem þær lifðu síðan á út leikinn.Úrslitin á HM kvenna í handbolta í dag:Milliriðill eitt Holland - Suður Kórea 40-33 Serbía - Danmörk 26-26 Noregur - ÞýskalandLokastaðan í milliriðli eitt: Noregur 8 Holland 6 Þýskaland 5 Serbía 4 Danmörk 4 Suður Kórea 2Milliriðill tvö Spánn - Rússland 26-36 Rúmenía - Japan 20-37 Svartfjallaland - SvíþjóðLokastaðan í milliriðli tvö: Rússland 10 Spánn 7 Svartfjallaland 6 Svíþjóð 5 Hapan 2 Rúmenía 0Undanúrslitin á HM í ár: Noregur - Spánn Rússland - HollandLeikur um fimta sætið: Serbía-SvartfjallalandLeikur um sjöunda sætið: Þýskaland-Svíþjóð Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Þórir Hergeirsson og stelpurnar hans í norska kvennalandsliðinu í handbolta eru komin í undanúrslit á HM í Japan eftir þriggja marka sigur á Þjóðverjum í dag. Þórir heldur því áfram að gera frábæra hluti með norska liðið sem á enn á ný möguleika á að vinna verðlaun á stórmóti undir stjórn Selfyssingsins. Noregur vann leikinn 32-29 og sá til þess að Þýskaland komst ekki áfram í undanúrslitin. Noregur mætir Spáni í undanúrslitunum en Holland og Rússland spila síðan í hinum undanúrslitaleiknum. Norska liðinu nægði jafntefli en mátti alls ekki tapa. Jafntefli hefði einnig dugað þýsku stelpunum til að komast áfram. Í undanúrslitum á HM fyrir tveimur árum voru Holland, Noregur, Svíþjóð og Frakkland. Norsku stelpurnar hafa verið í undanúrslitum heimsmeistaramótsins þrjár HM-keppnir í röð og komist í úrslitaleikinn á þeim síðustu tveimur. Sænsku stelpurnar þurftu líka sigur í sínum leik til að komast í undanúrslitin en urðu að sætta sig við þriggja marka tap á móti Svartfjallalandi, 26-23. Tapleikir Svía og Þjóðverjar, sem hefðu komist í undanúrslit með sigri í lokaumferðinni, þýða að þau enda bæði í fjórða sætinu í sínum milliriðli og spila því um sjöunda sætið í keppninni. Kari Skaar Brattset var markahæst í norska liðinu með sex mörk en þær Emilie Hegh Arntzen, Stine Bredal Oftedal og Marit Rosberg Jacobsen skoruðu allar fimm mörk í leiknum. Fyrirliðinn Stine Bredal Oftedal var síðan kosin besti maður vallarins en auk fimm marka þá gaf hún 9 stoðsendingar. Markvörðurinn Silje Margaretha Solberg varð fjórtán skot í leiknum en mörg þeirra voru afar mikilvæg á lokakafla leiksins. Norska liðið skoraði tvö síðustu mörk fyrri hálfleiksins og var 17-16 yfir í hálfleik. Liðið vann síðan fyrstu fimm mínútur seinni hálfleiks 5-1 og náði fimm marka forystu sem þær lifðu síðan á út leikinn.Úrslitin á HM kvenna í handbolta í dag:Milliriðill eitt Holland - Suður Kórea 40-33 Serbía - Danmörk 26-26 Noregur - ÞýskalandLokastaðan í milliriðli eitt: Noregur 8 Holland 6 Þýskaland 5 Serbía 4 Danmörk 4 Suður Kórea 2Milliriðill tvö Spánn - Rússland 26-36 Rúmenía - Japan 20-37 Svartfjallaland - SvíþjóðLokastaðan í milliriðli tvö: Rússland 10 Spánn 7 Svartfjallaland 6 Svíþjóð 5 Hapan 2 Rúmenía 0Undanúrslitin á HM í ár: Noregur - Spánn Rússland - HollandLeikur um fimta sætið: Serbía-SvartfjallalandLeikur um sjöunda sætið: Þýskaland-Svíþjóð
Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira