Virkjum Elliðaárdalinn Guðjón Sigurbjartsson skrifar 2. desember 2019 09:00 Hvernig ætli fólk tæki því ef virkja ætti Elliðaárnar til rafmagnsframleiðslu í dag, ef þær væru enn ósnortnar? Það er nokkuð ljóst að það yrði allt vitlaust. Nú er staðan sú að gamla virkjunin er úrelt og hætt að nota hana fyrir nokkrum árum. Nú getum við því virkjað Elliðaárdalinn enn betur sem útivistarperlu með því að ganga vel frá virkjana mannvirkjunum sem sögulegum minjum fyrir framtíðina að njóta. En ótrúlegt nokk vilja sumir endurnýja virkjunina með nýrri tækni!Elliðaárnar og virkjun þeirra Það var eðlilegt árið 1921 að virkja Elliðaárnar í nágrenni aðal þéttbýlisins. Byggt var myndarlegt stöðvarhús, tvær stíflur og þrýstivatnspípa og tilheyrandi. Samtals framleiddi stöðin um 3,5 MW sem dugði Reykjavík vel um sinn. Síðar komu Sogsvirkjanir og Toppstöð í Elliðaádalnum. Allar þessar virkjanir orka nú tvímælis og yrðu ekki byggðar í dag. Toppstöðin er löngu aflögð og rekstur Elliðaárstöðvarinnar orðinn óhagkvæmur enda gömul mannfrek tækni notuð. Rekstrinum var því hætt fyrir nokkrum árum. Nú vilja sumir endurnýja virkjunina með nýrri plast þrýstivatnspípu og niðurgrafinni túrbínu. Þetta gæfi lítið af sér og er óráð. Nú gefst gott færi á að virkja Elliðaárdalinn enn betur sem útivistarparadís með því að færa árnar til fyrr horfs en viðhalda þó Elliðaárstöðinni sem fögrum söguminjum.ElliðaárstöðinStöðvarhúsið sem Guðjón Samúelsson, arkitekt teiknaði er falleg og söguleg bygging sem að sjálfsögðu á að vernda og nýta sem söguminjasafn.Þrýstivatnspípan milli Árbæjarstíflu og stöðvarhússins er úr timbri. Hún er óný og að falla saman. Það myndi víst kosta yfir 500 milljónir króna að endurnýja hana í núverandi mynd. Sumir vilja setja plastpípu í staðinn. Það væri mikið óráð og grafa niður nýja túrbínu. Ef stöðin er ekki í rekstri þarf ekki þrýstivatnspípu. Hana má fjarlægja og leggja göngu og hjólastíg í staðinn, sem væri kostur því vegurinn meðfram pípunni er í dag notaður af akandi, hjólandi og gangandi, sem er takmarkandi fyrir alla og skapar hættu.Árbæjarstífla myndar lón á vetrum sem hleypt er úr á sumrum, fyrir laxinn. Án rafmagnsframleiðslu er tilgangslaust að safna í lónið. Vafalaust þykir mörgum það fallegt með svönum og fuglalífi. En þegar það á sínar dökku hliðar eins og önnur virkjanalón. Þegar hleypt er úr lóninu á vorin situr eftir brún eðja og tilvist lónsins takmarkar búsvæði laxins. Lóninu fylgir líka slysahætta. Þar varð dauðaslys fyrir nokkrum áratugum, þegar barn datt niður í vök fyrir ofan stífluna. Árbæjarstífla er ekki lengur þörf. Fjarlægjum hana og setum í stað sérhannaða, göngu- og hjólabrú sem væri betri samgöngubót en stíflan er nú og ódýrari í viðhaldi.Elliðavatn var áður tvö vötn, Vatnsendavatn og Vatnsvatn. Tilkoma Elliðavatnsstíflu breytti þessum vötnum í eitt stórt lón sem kallað er Elliðavatn. Árum saman kom stíflan í veg fyrir að laxinn kæmist upp í árnar fyrir ofan vötnin og skerti þannig búsvæði hans. Loks var gerður laxastigi sem bætti nokkuð úr. Elliðavatn er vissulega fallegt og það er erfitt að sjá fyrir sér hvernig landslagið væri án þess. Líklegra yrði það enn fallegra en í dag þegar vötnin tvö kæmu aftur í ljós og svæðið myndi vaxa upp. Laxinn hefur aldrei jafnað sig alveg á þeim mikla skaða sem hann varð fyrir við virkun Elliðaána. Reynt hefur verið að bæta úr með seiðasleppingum en betra væri að árnar væru sjálfbærar. Nú skulum við virkja Elliðaárdalinn frá ósum og upp úr með því að færa árnar sem næst upprunalegu horfi og leggja af öll áforum um virkjun ánna. Jafnframt skulum við gera minningunni um gömlu fallegu virkjunina hátt undir höfði eins og hún var. Virkjum dalinn en ekki árnar.Höfundur er fv. fjármálastjóri Rafmagnsveitu Reykjavíkur og vinur Elliðaárdalsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Hvernig ætli fólk tæki því ef virkja ætti Elliðaárnar til rafmagnsframleiðslu í dag, ef þær væru enn ósnortnar? Það er nokkuð ljóst að það yrði allt vitlaust. Nú er staðan sú að gamla virkjunin er úrelt og hætt að nota hana fyrir nokkrum árum. Nú getum við því virkjað Elliðaárdalinn enn betur sem útivistarperlu með því að ganga vel frá virkjana mannvirkjunum sem sögulegum minjum fyrir framtíðina að njóta. En ótrúlegt nokk vilja sumir endurnýja virkjunina með nýrri tækni!Elliðaárnar og virkjun þeirra Það var eðlilegt árið 1921 að virkja Elliðaárnar í nágrenni aðal þéttbýlisins. Byggt var myndarlegt stöðvarhús, tvær stíflur og þrýstivatnspípa og tilheyrandi. Samtals framleiddi stöðin um 3,5 MW sem dugði Reykjavík vel um sinn. Síðar komu Sogsvirkjanir og Toppstöð í Elliðaádalnum. Allar þessar virkjanir orka nú tvímælis og yrðu ekki byggðar í dag. Toppstöðin er löngu aflögð og rekstur Elliðaárstöðvarinnar orðinn óhagkvæmur enda gömul mannfrek tækni notuð. Rekstrinum var því hætt fyrir nokkrum árum. Nú vilja sumir endurnýja virkjunina með nýrri plast þrýstivatnspípu og niðurgrafinni túrbínu. Þetta gæfi lítið af sér og er óráð. Nú gefst gott færi á að virkja Elliðaárdalinn enn betur sem útivistarparadís með því að færa árnar til fyrr horfs en viðhalda þó Elliðaárstöðinni sem fögrum söguminjum.ElliðaárstöðinStöðvarhúsið sem Guðjón Samúelsson, arkitekt teiknaði er falleg og söguleg bygging sem að sjálfsögðu á að vernda og nýta sem söguminjasafn.Þrýstivatnspípan milli Árbæjarstíflu og stöðvarhússins er úr timbri. Hún er óný og að falla saman. Það myndi víst kosta yfir 500 milljónir króna að endurnýja hana í núverandi mynd. Sumir vilja setja plastpípu í staðinn. Það væri mikið óráð og grafa niður nýja túrbínu. Ef stöðin er ekki í rekstri þarf ekki þrýstivatnspípu. Hana má fjarlægja og leggja göngu og hjólastíg í staðinn, sem væri kostur því vegurinn meðfram pípunni er í dag notaður af akandi, hjólandi og gangandi, sem er takmarkandi fyrir alla og skapar hættu.Árbæjarstífla myndar lón á vetrum sem hleypt er úr á sumrum, fyrir laxinn. Án rafmagnsframleiðslu er tilgangslaust að safna í lónið. Vafalaust þykir mörgum það fallegt með svönum og fuglalífi. En þegar það á sínar dökku hliðar eins og önnur virkjanalón. Þegar hleypt er úr lóninu á vorin situr eftir brún eðja og tilvist lónsins takmarkar búsvæði laxins. Lóninu fylgir líka slysahætta. Þar varð dauðaslys fyrir nokkrum áratugum, þegar barn datt niður í vök fyrir ofan stífluna. Árbæjarstífla er ekki lengur þörf. Fjarlægjum hana og setum í stað sérhannaða, göngu- og hjólabrú sem væri betri samgöngubót en stíflan er nú og ódýrari í viðhaldi.Elliðavatn var áður tvö vötn, Vatnsendavatn og Vatnsvatn. Tilkoma Elliðavatnsstíflu breytti þessum vötnum í eitt stórt lón sem kallað er Elliðavatn. Árum saman kom stíflan í veg fyrir að laxinn kæmist upp í árnar fyrir ofan vötnin og skerti þannig búsvæði hans. Loks var gerður laxastigi sem bætti nokkuð úr. Elliðavatn er vissulega fallegt og það er erfitt að sjá fyrir sér hvernig landslagið væri án þess. Líklegra yrði það enn fallegra en í dag þegar vötnin tvö kæmu aftur í ljós og svæðið myndi vaxa upp. Laxinn hefur aldrei jafnað sig alveg á þeim mikla skaða sem hann varð fyrir við virkun Elliðaána. Reynt hefur verið að bæta úr með seiðasleppingum en betra væri að árnar væru sjálfbærar. Nú skulum við virkja Elliðaárdalinn frá ósum og upp úr með því að færa árnar sem næst upprunalegu horfi og leggja af öll áforum um virkjun ánna. Jafnframt skulum við gera minningunni um gömlu fallegu virkjunina hátt undir höfði eins og hún var. Virkjum dalinn en ekki árnar.Höfundur er fv. fjármálastjóri Rafmagnsveitu Reykjavíkur og vinur Elliðaárdalsins.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun