Virkjum Elliðaárdalinn Guðjón Sigurbjartsson skrifar 2. desember 2019 09:00 Hvernig ætli fólk tæki því ef virkja ætti Elliðaárnar til rafmagnsframleiðslu í dag, ef þær væru enn ósnortnar? Það er nokkuð ljóst að það yrði allt vitlaust. Nú er staðan sú að gamla virkjunin er úrelt og hætt að nota hana fyrir nokkrum árum. Nú getum við því virkjað Elliðaárdalinn enn betur sem útivistarperlu með því að ganga vel frá virkjana mannvirkjunum sem sögulegum minjum fyrir framtíðina að njóta. En ótrúlegt nokk vilja sumir endurnýja virkjunina með nýrri tækni!Elliðaárnar og virkjun þeirra Það var eðlilegt árið 1921 að virkja Elliðaárnar í nágrenni aðal þéttbýlisins. Byggt var myndarlegt stöðvarhús, tvær stíflur og þrýstivatnspípa og tilheyrandi. Samtals framleiddi stöðin um 3,5 MW sem dugði Reykjavík vel um sinn. Síðar komu Sogsvirkjanir og Toppstöð í Elliðaádalnum. Allar þessar virkjanir orka nú tvímælis og yrðu ekki byggðar í dag. Toppstöðin er löngu aflögð og rekstur Elliðaárstöðvarinnar orðinn óhagkvæmur enda gömul mannfrek tækni notuð. Rekstrinum var því hætt fyrir nokkrum árum. Nú vilja sumir endurnýja virkjunina með nýrri plast þrýstivatnspípu og niðurgrafinni túrbínu. Þetta gæfi lítið af sér og er óráð. Nú gefst gott færi á að virkja Elliðaárdalinn enn betur sem útivistarparadís með því að færa árnar til fyrr horfs en viðhalda þó Elliðaárstöðinni sem fögrum söguminjum.ElliðaárstöðinStöðvarhúsið sem Guðjón Samúelsson, arkitekt teiknaði er falleg og söguleg bygging sem að sjálfsögðu á að vernda og nýta sem söguminjasafn.Þrýstivatnspípan milli Árbæjarstíflu og stöðvarhússins er úr timbri. Hún er óný og að falla saman. Það myndi víst kosta yfir 500 milljónir króna að endurnýja hana í núverandi mynd. Sumir vilja setja plastpípu í staðinn. Það væri mikið óráð og grafa niður nýja túrbínu. Ef stöðin er ekki í rekstri þarf ekki þrýstivatnspípu. Hana má fjarlægja og leggja göngu og hjólastíg í staðinn, sem væri kostur því vegurinn meðfram pípunni er í dag notaður af akandi, hjólandi og gangandi, sem er takmarkandi fyrir alla og skapar hættu.Árbæjarstífla myndar lón á vetrum sem hleypt er úr á sumrum, fyrir laxinn. Án rafmagnsframleiðslu er tilgangslaust að safna í lónið. Vafalaust þykir mörgum það fallegt með svönum og fuglalífi. En þegar það á sínar dökku hliðar eins og önnur virkjanalón. Þegar hleypt er úr lóninu á vorin situr eftir brún eðja og tilvist lónsins takmarkar búsvæði laxins. Lóninu fylgir líka slysahætta. Þar varð dauðaslys fyrir nokkrum áratugum, þegar barn datt niður í vök fyrir ofan stífluna. Árbæjarstífla er ekki lengur þörf. Fjarlægjum hana og setum í stað sérhannaða, göngu- og hjólabrú sem væri betri samgöngubót en stíflan er nú og ódýrari í viðhaldi.Elliðavatn var áður tvö vötn, Vatnsendavatn og Vatnsvatn. Tilkoma Elliðavatnsstíflu breytti þessum vötnum í eitt stórt lón sem kallað er Elliðavatn. Árum saman kom stíflan í veg fyrir að laxinn kæmist upp í árnar fyrir ofan vötnin og skerti þannig búsvæði hans. Loks var gerður laxastigi sem bætti nokkuð úr. Elliðavatn er vissulega fallegt og það er erfitt að sjá fyrir sér hvernig landslagið væri án þess. Líklegra yrði það enn fallegra en í dag þegar vötnin tvö kæmu aftur í ljós og svæðið myndi vaxa upp. Laxinn hefur aldrei jafnað sig alveg á þeim mikla skaða sem hann varð fyrir við virkun Elliðaána. Reynt hefur verið að bæta úr með seiðasleppingum en betra væri að árnar væru sjálfbærar. Nú skulum við virkja Elliðaárdalinn frá ósum og upp úr með því að færa árnar sem næst upprunalegu horfi og leggja af öll áforum um virkjun ánna. Jafnframt skulum við gera minningunni um gömlu fallegu virkjunina hátt undir höfði eins og hún var. Virkjum dalinn en ekki árnar.Höfundur er fv. fjármálastjóri Rafmagnsveitu Reykjavíkur og vinur Elliðaárdalsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Hvernig ætli fólk tæki því ef virkja ætti Elliðaárnar til rafmagnsframleiðslu í dag, ef þær væru enn ósnortnar? Það er nokkuð ljóst að það yrði allt vitlaust. Nú er staðan sú að gamla virkjunin er úrelt og hætt að nota hana fyrir nokkrum árum. Nú getum við því virkjað Elliðaárdalinn enn betur sem útivistarperlu með því að ganga vel frá virkjana mannvirkjunum sem sögulegum minjum fyrir framtíðina að njóta. En ótrúlegt nokk vilja sumir endurnýja virkjunina með nýrri tækni!Elliðaárnar og virkjun þeirra Það var eðlilegt árið 1921 að virkja Elliðaárnar í nágrenni aðal þéttbýlisins. Byggt var myndarlegt stöðvarhús, tvær stíflur og þrýstivatnspípa og tilheyrandi. Samtals framleiddi stöðin um 3,5 MW sem dugði Reykjavík vel um sinn. Síðar komu Sogsvirkjanir og Toppstöð í Elliðaádalnum. Allar þessar virkjanir orka nú tvímælis og yrðu ekki byggðar í dag. Toppstöðin er löngu aflögð og rekstur Elliðaárstöðvarinnar orðinn óhagkvæmur enda gömul mannfrek tækni notuð. Rekstrinum var því hætt fyrir nokkrum árum. Nú vilja sumir endurnýja virkjunina með nýrri plast þrýstivatnspípu og niðurgrafinni túrbínu. Þetta gæfi lítið af sér og er óráð. Nú gefst gott færi á að virkja Elliðaárdalinn enn betur sem útivistarparadís með því að færa árnar til fyrr horfs en viðhalda þó Elliðaárstöðinni sem fögrum söguminjum.ElliðaárstöðinStöðvarhúsið sem Guðjón Samúelsson, arkitekt teiknaði er falleg og söguleg bygging sem að sjálfsögðu á að vernda og nýta sem söguminjasafn.Þrýstivatnspípan milli Árbæjarstíflu og stöðvarhússins er úr timbri. Hún er óný og að falla saman. Það myndi víst kosta yfir 500 milljónir króna að endurnýja hana í núverandi mynd. Sumir vilja setja plastpípu í staðinn. Það væri mikið óráð og grafa niður nýja túrbínu. Ef stöðin er ekki í rekstri þarf ekki þrýstivatnspípu. Hana má fjarlægja og leggja göngu og hjólastíg í staðinn, sem væri kostur því vegurinn meðfram pípunni er í dag notaður af akandi, hjólandi og gangandi, sem er takmarkandi fyrir alla og skapar hættu.Árbæjarstífla myndar lón á vetrum sem hleypt er úr á sumrum, fyrir laxinn. Án rafmagnsframleiðslu er tilgangslaust að safna í lónið. Vafalaust þykir mörgum það fallegt með svönum og fuglalífi. En þegar það á sínar dökku hliðar eins og önnur virkjanalón. Þegar hleypt er úr lóninu á vorin situr eftir brún eðja og tilvist lónsins takmarkar búsvæði laxins. Lóninu fylgir líka slysahætta. Þar varð dauðaslys fyrir nokkrum áratugum, þegar barn datt niður í vök fyrir ofan stífluna. Árbæjarstífla er ekki lengur þörf. Fjarlægjum hana og setum í stað sérhannaða, göngu- og hjólabrú sem væri betri samgöngubót en stíflan er nú og ódýrari í viðhaldi.Elliðavatn var áður tvö vötn, Vatnsendavatn og Vatnsvatn. Tilkoma Elliðavatnsstíflu breytti þessum vötnum í eitt stórt lón sem kallað er Elliðavatn. Árum saman kom stíflan í veg fyrir að laxinn kæmist upp í árnar fyrir ofan vötnin og skerti þannig búsvæði hans. Loks var gerður laxastigi sem bætti nokkuð úr. Elliðavatn er vissulega fallegt og það er erfitt að sjá fyrir sér hvernig landslagið væri án þess. Líklegra yrði það enn fallegra en í dag þegar vötnin tvö kæmu aftur í ljós og svæðið myndi vaxa upp. Laxinn hefur aldrei jafnað sig alveg á þeim mikla skaða sem hann varð fyrir við virkun Elliðaána. Reynt hefur verið að bæta úr með seiðasleppingum en betra væri að árnar væru sjálfbærar. Nú skulum við virkja Elliðaárdalinn frá ósum og upp úr með því að færa árnar sem næst upprunalegu horfi og leggja af öll áforum um virkjun ánna. Jafnframt skulum við gera minningunni um gömlu fallegu virkjunina hátt undir höfði eins og hún var. Virkjum dalinn en ekki árnar.Höfundur er fv. fjármálastjóri Rafmagnsveitu Reykjavíkur og vinur Elliðaárdalsins.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun