Viðskipti innlent

Þóra Björg í fram­kvæmda­stjórn Corip­harma

Atli Ísleifsson skrifar
Þóra Björg Magnúsdóttir.
Þóra Björg Magnúsdóttir. Coripharma
Þóra Björg Magnúsdóttir hefur tekið sæti í framkvæmdastjórn Coripharma.Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en Þóra Björg hóf störf hjá Coripharma í kjölfar kaupa félagsins á þróunareiningu Actavis Group PTC í byrjun mánaðarins. Hún mun stýra rannsóknum og þróun hjá fyrirtækinu.„Þóra Björg varð starfsmaður Actavis 2007, þá sem yfirmaður klínískra rannsókna í Evrópu og öðrum löndum utan Bandríkjanna. Áður var hún framkvæmdastjóri Lyfjaþróunar, fyrirtækis sem sérhæfði sig í tækni til inntöku lyfja með nefúða. Actavis keypti Lyfjaþróun árið 2007. Þóra Björg er með mastergráðu í lyfjafræði frá Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningunni.Coripharma sérhæfir sig í þróun og framleiðslu samheitalyfja sem seld eru til annarra lyfjafyrirtækja um allan heim. 

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
LEQ
0,59
1
1.288

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-6,56
15
6.123
REGINN
-3,59
20
47.585
EIK
-3,31
8
62.252
VIS
-3,22
7
89.006
SJOVA
-2,66
11
32.075
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.