ADHD kemur það mér við? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar 22. október 2019 11:30 Einfalda svarið er JÁ. Einstaklingar með ADHD eru hluti af samfélaginu. Oft eru þetta kraftmiklir, frumlegir og hæfileikaríkir einstaklingar. Skilningur skiptir sköpum og kemur í veg fyrir fordóma og mýtur. Einstaklingar með ADHD þurfa að leita sér upplýsinga um ADHD og læra hvernig best má nýta þessa eiginleika og koma um leið í veg fyrir óæskilegar uppákomur.ADHD er allstaðar En þið hin sem ekki hafið ADHD af hverju kemur þetta ykkur við? Börn spegla sig í fullorðnum og því skiptir skilningur þeirra sem ekki eru með ADHD miklu fyrir barn með ADHD. Í dag greinast börn fyrr en áður var, sem þýðir að fyrr er byrjað að vinna með þeim. Þessi börn geta verið nemendur ykkar, bekkjarfélagar barnanna ykkar, liðsfélagar, nánir vinir og svona mætti lengi telja. Með þekkingu öðlast barnið aukin skilning, fær annað viðmót sem getur verið ómetanlegt þar sem börn með ADHD lenda oft á tíðum í mótlæti og þar getur eitt bros eða faðmlag hjálpað mikið. Ef við sem erum fyrirmyndirnar vöndum okkur, hvernig við ræðum um ADHD og þá einstaklinga sem hafa það, getum við í leiðinni búið til jákvætt viðhorf og skilning hjá öðrum.#snillingar Það eru ekki eingöngu börn sem eru með ADHD og í raun má segja að allt ofangreint gildi jafnframt á vinnumarkaðinum. Það er kannski minna um knús á vinnumarkaðinum en skilningur og jákvætt viðhorf er dýrmætt. Vinnuveitendur geta með skilningi á ADHD jafnvel fengið meira út úr starfskrafti sínum, hugsanlega þarf hann sjónræn skilaboð, fer aðrar leiðir en hinir en skilar jafnvel meiru í lokin, kemur með nýja sýn á mál og svona mætti lengi telja. Ég vil taka það skýrt fram að ADHD er ástæða en ekki afsökun og það er mikilvægt að vinna með jákvæðu styrkleikana sem fylgja en yppa ekki öxlum og gefast upp.#TakkADHD Ég hef áður kallað eftir jákvæðari umfjöllun fjölmiðla um ADHD. Nú í ADHD vitundarmánuðinum vil ég benda á að þú og ég, við öll sem samfélag, getum með auknum skilningi á ADHD lagt okkar af mörkum til að börn, unglingar, fullorðnir og aldraðir með ADHD verði ekki eins oft fyrir höfnun, upplifi síður að enginn skilji þau og finnist sjaldnar að þau séu ekki nógu góð.Höfundur er kennari og stjórnarkona í ADHD samtökunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Jóna Kristín Gunnarsdóttir Mest lesið Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Skamm, skamm Davíð Bergmann skrifar Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar Skoðun Réttarkerfið sem vinnur gegn börnum Theodóra Líf Aradóttir skrifar Skoðun Fíkn er ekki skömm – hún er sjúkdómur Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Til verði evrópskt heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ert þú ekki bara pólitíkus? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Öryggi Íslands á ólgutímum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Æskan er okkar fjársjóður Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Einfalda svarið er JÁ. Einstaklingar með ADHD eru hluti af samfélaginu. Oft eru þetta kraftmiklir, frumlegir og hæfileikaríkir einstaklingar. Skilningur skiptir sköpum og kemur í veg fyrir fordóma og mýtur. Einstaklingar með ADHD þurfa að leita sér upplýsinga um ADHD og læra hvernig best má nýta þessa eiginleika og koma um leið í veg fyrir óæskilegar uppákomur.ADHD er allstaðar En þið hin sem ekki hafið ADHD af hverju kemur þetta ykkur við? Börn spegla sig í fullorðnum og því skiptir skilningur þeirra sem ekki eru með ADHD miklu fyrir barn með ADHD. Í dag greinast börn fyrr en áður var, sem þýðir að fyrr er byrjað að vinna með þeim. Þessi börn geta verið nemendur ykkar, bekkjarfélagar barnanna ykkar, liðsfélagar, nánir vinir og svona mætti lengi telja. Með þekkingu öðlast barnið aukin skilning, fær annað viðmót sem getur verið ómetanlegt þar sem börn með ADHD lenda oft á tíðum í mótlæti og þar getur eitt bros eða faðmlag hjálpað mikið. Ef við sem erum fyrirmyndirnar vöndum okkur, hvernig við ræðum um ADHD og þá einstaklinga sem hafa það, getum við í leiðinni búið til jákvætt viðhorf og skilning hjá öðrum.#snillingar Það eru ekki eingöngu börn sem eru með ADHD og í raun má segja að allt ofangreint gildi jafnframt á vinnumarkaðinum. Það er kannski minna um knús á vinnumarkaðinum en skilningur og jákvætt viðhorf er dýrmætt. Vinnuveitendur geta með skilningi á ADHD jafnvel fengið meira út úr starfskrafti sínum, hugsanlega þarf hann sjónræn skilaboð, fer aðrar leiðir en hinir en skilar jafnvel meiru í lokin, kemur með nýja sýn á mál og svona mætti lengi telja. Ég vil taka það skýrt fram að ADHD er ástæða en ekki afsökun og það er mikilvægt að vinna með jákvæðu styrkleikana sem fylgja en yppa ekki öxlum og gefast upp.#TakkADHD Ég hef áður kallað eftir jákvæðari umfjöllun fjölmiðla um ADHD. Nú í ADHD vitundarmánuðinum vil ég benda á að þú og ég, við öll sem samfélag, getum með auknum skilningi á ADHD lagt okkar af mörkum til að börn, unglingar, fullorðnir og aldraðir með ADHD verði ekki eins oft fyrir höfnun, upplifi síður að enginn skilji þau og finnist sjaldnar að þau séu ekki nógu góð.Höfundur er kennari og stjórnarkona í ADHD samtökunum.
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun