Fyrsta æfing fyrir fjórðu umferðina í Formúlu 1 fór fram í gær og varð að aflýsa henni eftir nokkrar mínútur.
Brunnlok losnaði af brautinni og gjörsamlega rústaði botninum á Williams bíl George Russell. Lokin eiga að vera soðin niður en útlit er fyrir að ekki hafi verið svo í þessu tilfelli.
Ekki nóg með það heldur klessti kranbíllinn sem að flutti Williams bílinn aftur á þjónustusvæðið á brú á leiðinni til baka. Þar með lak fullt af olíu úr krananum yfir Formúlu bílinn.
Fimmfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton skrifaði á Twitter eftir atvikið: ,,Afhverju athugu þeir ekki hvort brunnlokin væru föst? Jæja, nú hef ég meiri tíma til að horfa á Game of Thrones.´´
Önnur æfing af þremur verður keyrð í dag en Williams þurfa að skipta út bíl Russell þar sem bíll hans skemmdist of mikið.
