„Fáum 10-15 íslenska leikmenn í sterkustu deildirnar á næstu 3-4 árum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. júlí 2019 19:30 Arnar Freyr er með marga þekkta handboltamenn á sínum snærum. mynd/stöð 2 Arnar Freyr Theodórsson hefur getið sér gott orð sem umboðsmaður handboltamanna á síðustu árum. Meðal leikmanna sem hann er með á sínum snærum eru Sander Sagosen, Aron Pálmarsson, Viktor Gísli Hallgrímsson og Haukur Þrastarson. Arnar segir áhuga félaga á Norðurlöndunum á íslenskum leikmönnum mikinn og deildirnar þar séu góður stökkpallur fyrir okkar ungu og efnilegu leikmenn. „Við virðumst henta mjög vel í þennan skandinavíska bolta. Við erum með góða tæknikunnáttu sem þarf í þessum deildum en vantar oft líkamsstyrk. En við náum að búa okkur undir stærri og sterkari deildir í Skandinavíu. Það virðist henta okkur ungu leikmönnum mjög vel að byrja sinn atvinnumannaferil í þar,“ sagði Arnar í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. Arnar hefur trú á því að íslenskum leikmönnum í sterkustu deildum heims, í Þýskalandi og Frakklandi, muni fjölga á næstu árum. „Við vorum með mjög sterkt landslið þegar flestir okkar leikmanna voru að spila í þessum deildum en það skapaðist svolítið getubil á milli bestu íslensku leikmannanna og þeirra sem spiluðu á Íslandi. Þeir voru ekki nógu sterkir til að koma í þessar deildir. En núna er útlit fyrir að við verðum með marga leikmenn í þessum deildum á komandi árum. Mér finnst vera 10-15 leikmenn sem munu fara í þessar deildir á næstu 3-4 árum,“ sagði Arnar. „Ef allt fer eins og á horfir verðum við með nokkra leikmenn nálægt heimsklassa eða í heimsklassa þannig að framtíðin er björt í íslenskum handbolta að mínu mati.“ Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Mikill áhugi á íslenskum leikmönnum Íslenski handboltinn Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Fleiri fréttir Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Sjá meira
Arnar Freyr Theodórsson hefur getið sér gott orð sem umboðsmaður handboltamanna á síðustu árum. Meðal leikmanna sem hann er með á sínum snærum eru Sander Sagosen, Aron Pálmarsson, Viktor Gísli Hallgrímsson og Haukur Þrastarson. Arnar segir áhuga félaga á Norðurlöndunum á íslenskum leikmönnum mikinn og deildirnar þar séu góður stökkpallur fyrir okkar ungu og efnilegu leikmenn. „Við virðumst henta mjög vel í þennan skandinavíska bolta. Við erum með góða tæknikunnáttu sem þarf í þessum deildum en vantar oft líkamsstyrk. En við náum að búa okkur undir stærri og sterkari deildir í Skandinavíu. Það virðist henta okkur ungu leikmönnum mjög vel að byrja sinn atvinnumannaferil í þar,“ sagði Arnar í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. Arnar hefur trú á því að íslenskum leikmönnum í sterkustu deildum heims, í Þýskalandi og Frakklandi, muni fjölga á næstu árum. „Við vorum með mjög sterkt landslið þegar flestir okkar leikmanna voru að spila í þessum deildum en það skapaðist svolítið getubil á milli bestu íslensku leikmannanna og þeirra sem spiluðu á Íslandi. Þeir voru ekki nógu sterkir til að koma í þessar deildir. En núna er útlit fyrir að við verðum með marga leikmenn í þessum deildum á komandi árum. Mér finnst vera 10-15 leikmenn sem munu fara í þessar deildir á næstu 3-4 árum,“ sagði Arnar. „Ef allt fer eins og á horfir verðum við með nokkra leikmenn nálægt heimsklassa eða í heimsklassa þannig að framtíðin er björt í íslenskum handbolta að mínu mati.“ Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Mikill áhugi á íslenskum leikmönnum
Íslenski handboltinn Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Fleiri fréttir Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Sjá meira