Áratugir ferðaþjónustunnar? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 31. desember 2019 10:15 Það má með sanni segja að liðinn áratugur hafi verið áratugur ferðaþjónustunnar. Atvinnugreinin sleit barnsskónum, hljóp hratt öll unglingsárin og er nú einn af grunnatvinnuvegum landsins. Ferðaþjónustan var bjargvætturinn sem reisti hagkerfið við eftir efnahagshrunið. Þær gjaldeyristekjur sem hún hefur skapað eiga stærstan þátt í því að þjóðarbúið hefur sjaldan verið í betri stöðu en nú. Ferðaþjónusta hefur fyrst og fremst byggst upp á framtaki einstaklinga, lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Óbein og afleidd áhrif á aðrar framleiðslu- og þjónustugreinar eru líka víðtæk. Það er mikilvægt og nauðsynlegt að halda því vel til haga að atvinnugreinin hefur notið lítillar meðgjafar almennt. Hún hefur ekki notið skattfríðinda eða niðurgreiðslna af neinu tagi. Verðmætasköpunin og sú velferð sem henni hefur fylgt byggir á „einkaframtakinu í sinni fegurstu mynd“, eins og einhver orðaði það svo vel. Stórfelld áhrif um land allt Á síðasta áratug hefur ferðaþjónusta haft stórfelld áhrif á atvinnulíf og samfélög úti um allt land: Hún hefur skapað, bæði beint og óbeint, þúsundir fjölbreyttra starfa vítt og breitt um landið. Hún hefur fjárfest fyrir tugi milljarða króna - í byggingum og öðrum mannvirkjum, samgöngutækjum, aðstöðu, alls kyns tækjabúnaði, tækni- og hugbúnaði, hönnun, þekkingariðnaði almennt og auðvitað í mannauði. Hún hefur eflt atvinnulíf um allt land og styrkt þannig við byggðir landsins. Hún gegnir lykilhlutverki í að halda landinu í byggð. Hún hefur orðið aflgjafi alls kyns breytinga og jákvæðra strauma víða um land. Hún hefur verið grundvöllur margvíslegrar þjónustu sem allir landsmenn njóta góðs af. Hún hefur stuðlað að nýsköpun og fjölbreyttari notkun auðlinda. Dæmi um það er heita vatnið, sem nú er orðið mikilvægt aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Hún hefur haft jákvæð áhrif á aðrar atvinnugreinar. Til dæmis hefur innanlandssala á landbúnaðar- og sjávarafurðum á veitingahúsum eða beint út úr búð margfaldast á síðustu 10 árum. Gullfoss hverfur ekki Efnahags- og samfélagslegur ávinningur af vexti ferðaþjónustunnar er tvímælalaus. Vissulega byggir ferðaþjónusta á Íslandi á náttúrufegurð landsins. Á auðlind sem umgangast verður með varúð og af virðingu. Þetta skilja þeir sem starfa við ferðaþjónustu manna best. Þrátt fyrir hinn mikla vöxt í atvinnugreininni hafa engin óafturkræf umhverfisspjöll átt sér stað af hennar völdum. Með tiltölulega einföldum aðgerðum getum við tryggt að svo verði áfram. Gullfoss hverfur nefnilega ekki þó á hann sé horft af milljónum augna. Allar mælingar sýna að erlendir ferðamenn eru langflestir mjög ánægðir með dvöl sína á Íslandi. Hið svokallaða meðmælaskor (NPS) er með því hæsta sem þekkist í heiminum. Hátt verðlag er í raun það eina sem skyggir á. Krefjandi áskoranir Ferðaþjónusta hefur að sjálfsögðu ekki siglt lygnan sjó á liðnum áratug. Hún hefur þurft að kljást við ýmsar áskoranir, einkum í ytra umhverfi sínu. Nægir þar að nefna áhugasemi stjórnvalda um skattlagningar ýmiskonar, miklar launahækkanir og erfiðleika í flugrekstri. Nú þegar horft er til framtíðar er stóra spurningin sú, hvort næsti áratugur verði líka áratugur ferðaþjónustunnar. Fyrirtæki í ferðaþjónustu eru bjartsýn, enda tækifærin margvísleg og óþrjótandi. Jafnframt eru þau sér fullmeðvituð um áskoranir og ógnanir, eins og til dæmis loftslagsmálin. Þann málaflokk er atvinnugreinin þegar byrjuð að taka föstum tökum. Samkeppnishæfni skiptir öllu Stærsta áskorunin í augnablikinu er þó samkeppnishæfni Íslands. Áfangastaðurinn er einn sá dýrasti í heimi. Ferðaþjónustan stendur í harðri alþjóðlegri samkeppni. Því þurfa rekstrarskilyrðin hér að vera sambærileg við það sem gerist og gengur hjá samkeppnisþjóðum okkar. Hár launakostnaður í alþjóðlegum samanburði og hærra raunvaxtastig í samanburði við samkeppnislönd, skaðar samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar og annarra útflutningsgreina. Þær raddir hafa heyrst að síðasti áratugur ætti með réttu að nefnast „áratugur launþega“, þar sem launahækkanir hafa verið gríðarlegar og kaupmáttur launa hefur sjaldan verið hærri. Hagkerfið byggir á breiðari grunni en áður og stöðugleikinn er meiri. Breytt og sterkari staða þjóðarbúsins veldur því að krónan hefur ekki veikst eins og í fyrri hagsveiflum og því er hætt við að hún reynist of sterk til að styðja við sjálfbæran vöxt í ferðaþjónustu næstu ár. Aðgerðum verður að fylgja fjármagn Verkefni stjórnvalda hlýtur því að vera að móta atvinnustefnu til næsta áratugar og horfa til þess hvernig styrkja megi stoðir þeirra atvinnugreina, sem líklegastar eru til að skila þjóðinni góðum lífskjörum áfram. Ferðaþjónustan bindur miklar vonir við stefnumótun stjórnvalda í ferðaþjónustu, sem nú stendur yfir og á að ljúka snemma á næsta ári. Þar er lykilatriði að aðgerðum fylgi fjármagn, sem að sjálfsögðu skilar sér í aukinni verðmætasköpun, ef rétt er haldið á málum. Ferðaþjónustufyrirtækin og starfsfólk þeirra eru að minnsta kosti tilbúin til að gera næsta áratug einnig að áratug ferðaþjónustunnar. Full af krafti, hugmyndum, bjartsýni, gleði og gestrisni. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Það má með sanni segja að liðinn áratugur hafi verið áratugur ferðaþjónustunnar. Atvinnugreinin sleit barnsskónum, hljóp hratt öll unglingsárin og er nú einn af grunnatvinnuvegum landsins. Ferðaþjónustan var bjargvætturinn sem reisti hagkerfið við eftir efnahagshrunið. Þær gjaldeyristekjur sem hún hefur skapað eiga stærstan þátt í því að þjóðarbúið hefur sjaldan verið í betri stöðu en nú. Ferðaþjónusta hefur fyrst og fremst byggst upp á framtaki einstaklinga, lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Óbein og afleidd áhrif á aðrar framleiðslu- og þjónustugreinar eru líka víðtæk. Það er mikilvægt og nauðsynlegt að halda því vel til haga að atvinnugreinin hefur notið lítillar meðgjafar almennt. Hún hefur ekki notið skattfríðinda eða niðurgreiðslna af neinu tagi. Verðmætasköpunin og sú velferð sem henni hefur fylgt byggir á „einkaframtakinu í sinni fegurstu mynd“, eins og einhver orðaði það svo vel. Stórfelld áhrif um land allt Á síðasta áratug hefur ferðaþjónusta haft stórfelld áhrif á atvinnulíf og samfélög úti um allt land: Hún hefur skapað, bæði beint og óbeint, þúsundir fjölbreyttra starfa vítt og breitt um landið. Hún hefur fjárfest fyrir tugi milljarða króna - í byggingum og öðrum mannvirkjum, samgöngutækjum, aðstöðu, alls kyns tækjabúnaði, tækni- og hugbúnaði, hönnun, þekkingariðnaði almennt og auðvitað í mannauði. Hún hefur eflt atvinnulíf um allt land og styrkt þannig við byggðir landsins. Hún gegnir lykilhlutverki í að halda landinu í byggð. Hún hefur orðið aflgjafi alls kyns breytinga og jákvæðra strauma víða um land. Hún hefur verið grundvöllur margvíslegrar þjónustu sem allir landsmenn njóta góðs af. Hún hefur stuðlað að nýsköpun og fjölbreyttari notkun auðlinda. Dæmi um það er heita vatnið, sem nú er orðið mikilvægt aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Hún hefur haft jákvæð áhrif á aðrar atvinnugreinar. Til dæmis hefur innanlandssala á landbúnaðar- og sjávarafurðum á veitingahúsum eða beint út úr búð margfaldast á síðustu 10 árum. Gullfoss hverfur ekki Efnahags- og samfélagslegur ávinningur af vexti ferðaþjónustunnar er tvímælalaus. Vissulega byggir ferðaþjónusta á Íslandi á náttúrufegurð landsins. Á auðlind sem umgangast verður með varúð og af virðingu. Þetta skilja þeir sem starfa við ferðaþjónustu manna best. Þrátt fyrir hinn mikla vöxt í atvinnugreininni hafa engin óafturkræf umhverfisspjöll átt sér stað af hennar völdum. Með tiltölulega einföldum aðgerðum getum við tryggt að svo verði áfram. Gullfoss hverfur nefnilega ekki þó á hann sé horft af milljónum augna. Allar mælingar sýna að erlendir ferðamenn eru langflestir mjög ánægðir með dvöl sína á Íslandi. Hið svokallaða meðmælaskor (NPS) er með því hæsta sem þekkist í heiminum. Hátt verðlag er í raun það eina sem skyggir á. Krefjandi áskoranir Ferðaþjónusta hefur að sjálfsögðu ekki siglt lygnan sjó á liðnum áratug. Hún hefur þurft að kljást við ýmsar áskoranir, einkum í ytra umhverfi sínu. Nægir þar að nefna áhugasemi stjórnvalda um skattlagningar ýmiskonar, miklar launahækkanir og erfiðleika í flugrekstri. Nú þegar horft er til framtíðar er stóra spurningin sú, hvort næsti áratugur verði líka áratugur ferðaþjónustunnar. Fyrirtæki í ferðaþjónustu eru bjartsýn, enda tækifærin margvísleg og óþrjótandi. Jafnframt eru þau sér fullmeðvituð um áskoranir og ógnanir, eins og til dæmis loftslagsmálin. Þann málaflokk er atvinnugreinin þegar byrjuð að taka föstum tökum. Samkeppnishæfni skiptir öllu Stærsta áskorunin í augnablikinu er þó samkeppnishæfni Íslands. Áfangastaðurinn er einn sá dýrasti í heimi. Ferðaþjónustan stendur í harðri alþjóðlegri samkeppni. Því þurfa rekstrarskilyrðin hér að vera sambærileg við það sem gerist og gengur hjá samkeppnisþjóðum okkar. Hár launakostnaður í alþjóðlegum samanburði og hærra raunvaxtastig í samanburði við samkeppnislönd, skaðar samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar og annarra útflutningsgreina. Þær raddir hafa heyrst að síðasti áratugur ætti með réttu að nefnast „áratugur launþega“, þar sem launahækkanir hafa verið gríðarlegar og kaupmáttur launa hefur sjaldan verið hærri. Hagkerfið byggir á breiðari grunni en áður og stöðugleikinn er meiri. Breytt og sterkari staða þjóðarbúsins veldur því að krónan hefur ekki veikst eins og í fyrri hagsveiflum og því er hætt við að hún reynist of sterk til að styðja við sjálfbæran vöxt í ferðaþjónustu næstu ár. Aðgerðum verður að fylgja fjármagn Verkefni stjórnvalda hlýtur því að vera að móta atvinnustefnu til næsta áratugar og horfa til þess hvernig styrkja megi stoðir þeirra atvinnugreina, sem líklegastar eru til að skila þjóðinni góðum lífskjörum áfram. Ferðaþjónustan bindur miklar vonir við stefnumótun stjórnvalda í ferðaþjónustu, sem nú stendur yfir og á að ljúka snemma á næsta ári. Þar er lykilatriði að aðgerðum fylgi fjármagn, sem að sjálfsögðu skilar sér í aukinni verðmætasköpun, ef rétt er haldið á málum. Ferðaþjónustufyrirtækin og starfsfólk þeirra eru að minnsta kosti tilbúin til að gera næsta áratug einnig að áratug ferðaþjónustunnar. Full af krafti, hugmyndum, bjartsýni, gleði og gestrisni. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun