Það er til mikils að vinna Jóhannes Þór Skúlason skrifar 15. janúar 2019 19:15 Á undanförnum árum hefur vetrarferðaþjónusta verið að vaxa og dafna. Jafnt og þétt hefur verið unnið að því að efla ferðaþjónustu allt árið um kring – um það munar ekki síst á landsbyggðinni. Ísland í fögrum vetrarbúningi með norðurljósin dansandi á himninum er auðlind sem þúsundir ferðamanna sækja okkur nú heim daglega yfir vetrartímann til að njóta þess sem náttúran og samfélagið okkar hefur að bjóða. Og gestgjafarnir eru annars vegar mikill fjöldi fyrirtækja í ferðaþjónustu um land allt og hins vegar þjóðin öll. Í desember sl. komu 137 þúsund erlendir ferðamenn til landsins en í sama mánuði árið 2014 sóttu 54 þúsund gestir okkur heim. Sömu sögu er að segja af janúarmánuði - árið 2014 komu 47 þúsund erlendir ferðamenn til landsins en í fyrra voru þeir um 160 þúsund. Vissulega hefur hægt á þeim mikla vexti sem við höfum upplifað síðustu ár, en þessi þróun sýnir að Vetur konungur ber nafn með réttu sem helsti vaxtarbroddur í komum erlendra ferðamanna til landsins. Þar á öflugt markaðsstarf og mikil uppbygging faglegrar ferðaþjónustu um allt land stóran hlut í árangrinum.Allt samfélagið tapar á verkfallsátökum Hjá fjölmörgum ferðaþjónustufyrirtækjum hefur veturinn að þessu sinni hins vegar einkennst af áhyggjum af stöðu kjaramála. Yfirlýsingar sumra verkalýðsforkólfa landsins um að vænta megi harðra átaka, sem hófust mörgum mánuðum áður en samningar runnu út, gefa ekki fögur fyrirheit um batnandi tíð í ferðaþjónustu. Þvert á móti. Í slíkri umræðu er mjög mikilvægt að allir geri sér grein fyrir því hversu slæm áhrif slík átök geta haft á ferðaþjónustu, sem er í eðli sínu mjög viðkvæm atvinnugrein á margan hátt. Umræða á Íslandi berst víðar í vel tengdum heimi en marga grunar. Og nú er svo komið að síðustu daga og vikur hafa fyrirspurnir áhyggjufullra ferðamanna og ferðaskipuleggjenda tekið að berast. Ef til langvarandi verkfalla kemur má búast við hrinu afbókana og að þeir ferðamenn sem komnir eru til landsins fái ekki þá þjónustu sem þeir hafa greitt fyrir. Orðið er fljótt að berast og rétt eins og að ánægðir ferðamenn eru besta markaðssetning sem ferðamannalandið Ísland getur hlotið, eru óánægðir sú versta. Langvarandi átök geta því haft neikvæð áhrif langt inn í sumarið og haustið og skaðað verulega ávinning samfélagsins af ferðaþjónustunni. Það væri mikilsvert að komast hjá slíkum aðstæðum. Því er það gríðarmikilvægt fyrir ferðaþjónustuna, eins og samfélagið í heild, að aðilar leggi sig enn betur fram við samningaborðið og leggi áherslu á að nálgast hvor aðra með opnum hug, skynsamlegum tillögum og raunverulegri umræðu um þær. Með hverjum fundi verður þannig komist nær sameiginlegum árangri. Það skiptir máli að muna að kjarasamningar eru ekki stríðsátök stétta heldur samvinna aðila vinnumarkaðarins um að bæta lífskjör á Íslandi. Áhættan er mest á landsbyggðinni Það er ljóst að komi til átaka á vinnumarkaði sem beinast gegn ferðaþjónustunni mun áhrifa þeirra ekki síst gæta á landsbyggðinni, sem ekki má við samdrætti eins og staðan er. Komið hefur fram að ferðaþjónustufyrirtæki fjarri höfuðborgarsvæðinu glíma gjarnan við mun hærri launakostnað sem hlutfall af tekjum en þau sem starfa á Suðvesturhorninu. Þar þarf því minna högg til að neikvæðu áhrifin magnist. Áhrif sem hafa sömuleiðis meiri bein neikvæð áhrif á nærsamfélög fyrirtækjanna á landsbyggðinni. Ísland sem áfangastaður fyrir ferðamenn yfir vetrarmánuðina hefur verið að styrkjast á undanförnum árum og þúsundir ferðamanna eiga bókaða gistingu, bílaleigubíla og afþreyingu í viku hverri í febrúar, mars og apríl. Hvers konar stöðvun á þeirri keðju mun óhjákvæmilega hafa alvarlegar afleiðingar. Ábyrgð þeirra sem sitja við samningsborðið er því mikil og rétt að hvetja samningsaðila til að halda áfram að leita skynsamlegra leiða til að ná samningum af heilindum og komast þannig hjá átökum sem skaðað geta ferðaþjónustuna og þar með samfélagið allt. Það er til mikils að vinna. Jóhannes Þór Skúlason, Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Friðum Eyjafjörð Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hefur vetrarferðaþjónusta verið að vaxa og dafna. Jafnt og þétt hefur verið unnið að því að efla ferðaþjónustu allt árið um kring – um það munar ekki síst á landsbyggðinni. Ísland í fögrum vetrarbúningi með norðurljósin dansandi á himninum er auðlind sem þúsundir ferðamanna sækja okkur nú heim daglega yfir vetrartímann til að njóta þess sem náttúran og samfélagið okkar hefur að bjóða. Og gestgjafarnir eru annars vegar mikill fjöldi fyrirtækja í ferðaþjónustu um land allt og hins vegar þjóðin öll. Í desember sl. komu 137 þúsund erlendir ferðamenn til landsins en í sama mánuði árið 2014 sóttu 54 þúsund gestir okkur heim. Sömu sögu er að segja af janúarmánuði - árið 2014 komu 47 þúsund erlendir ferðamenn til landsins en í fyrra voru þeir um 160 þúsund. Vissulega hefur hægt á þeim mikla vexti sem við höfum upplifað síðustu ár, en þessi þróun sýnir að Vetur konungur ber nafn með réttu sem helsti vaxtarbroddur í komum erlendra ferðamanna til landsins. Þar á öflugt markaðsstarf og mikil uppbygging faglegrar ferðaþjónustu um allt land stóran hlut í árangrinum.Allt samfélagið tapar á verkfallsátökum Hjá fjölmörgum ferðaþjónustufyrirtækjum hefur veturinn að þessu sinni hins vegar einkennst af áhyggjum af stöðu kjaramála. Yfirlýsingar sumra verkalýðsforkólfa landsins um að vænta megi harðra átaka, sem hófust mörgum mánuðum áður en samningar runnu út, gefa ekki fögur fyrirheit um batnandi tíð í ferðaþjónustu. Þvert á móti. Í slíkri umræðu er mjög mikilvægt að allir geri sér grein fyrir því hversu slæm áhrif slík átök geta haft á ferðaþjónustu, sem er í eðli sínu mjög viðkvæm atvinnugrein á margan hátt. Umræða á Íslandi berst víðar í vel tengdum heimi en marga grunar. Og nú er svo komið að síðustu daga og vikur hafa fyrirspurnir áhyggjufullra ferðamanna og ferðaskipuleggjenda tekið að berast. Ef til langvarandi verkfalla kemur má búast við hrinu afbókana og að þeir ferðamenn sem komnir eru til landsins fái ekki þá þjónustu sem þeir hafa greitt fyrir. Orðið er fljótt að berast og rétt eins og að ánægðir ferðamenn eru besta markaðssetning sem ferðamannalandið Ísland getur hlotið, eru óánægðir sú versta. Langvarandi átök geta því haft neikvæð áhrif langt inn í sumarið og haustið og skaðað verulega ávinning samfélagsins af ferðaþjónustunni. Það væri mikilsvert að komast hjá slíkum aðstæðum. Því er það gríðarmikilvægt fyrir ferðaþjónustuna, eins og samfélagið í heild, að aðilar leggi sig enn betur fram við samningaborðið og leggi áherslu á að nálgast hvor aðra með opnum hug, skynsamlegum tillögum og raunverulegri umræðu um þær. Með hverjum fundi verður þannig komist nær sameiginlegum árangri. Það skiptir máli að muna að kjarasamningar eru ekki stríðsátök stétta heldur samvinna aðila vinnumarkaðarins um að bæta lífskjör á Íslandi. Áhættan er mest á landsbyggðinni Það er ljóst að komi til átaka á vinnumarkaði sem beinast gegn ferðaþjónustunni mun áhrifa þeirra ekki síst gæta á landsbyggðinni, sem ekki má við samdrætti eins og staðan er. Komið hefur fram að ferðaþjónustufyrirtæki fjarri höfuðborgarsvæðinu glíma gjarnan við mun hærri launakostnað sem hlutfall af tekjum en þau sem starfa á Suðvesturhorninu. Þar þarf því minna högg til að neikvæðu áhrifin magnist. Áhrif sem hafa sömuleiðis meiri bein neikvæð áhrif á nærsamfélög fyrirtækjanna á landsbyggðinni. Ísland sem áfangastaður fyrir ferðamenn yfir vetrarmánuðina hefur verið að styrkjast á undanförnum árum og þúsundir ferðamanna eiga bókaða gistingu, bílaleigubíla og afþreyingu í viku hverri í febrúar, mars og apríl. Hvers konar stöðvun á þeirri keðju mun óhjákvæmilega hafa alvarlegar afleiðingar. Ábyrgð þeirra sem sitja við samningsborðið er því mikil og rétt að hvetja samningsaðila til að halda áfram að leita skynsamlegra leiða til að ná samningum af heilindum og komast þannig hjá átökum sem skaðað geta ferðaþjónustuna og þar með samfélagið allt. Það er til mikils að vinna. Jóhannes Þór Skúlason, Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar