Lífið

Shia LaBeouf heyrði einu sinni slúðursögu um að hann væri mannæta

Stefán Árni Pálsson skrifar
Shia LaBeouf fór á kostum.
Shia LaBeouf fór á kostum.
Leikarinn Shia LaBeouf tók þátt reglulegum lið hjá Ellen sem nefnist Burning Questions í vikunni.

Þar átti hann að tæma hugann og svara eins fljótlega og hann gat. Leikarinn hefur átt nokkuð skrautlega ævi og oft komist í fjölmiðla af neikvæðum ástæðum.

Hans nýjasta mynd er kvikmyndin Honey Boy sem byggir að stórum hluta á barnæsku hans og skrautlegu sambandi LaBeouf við föður sinn.

Ellen las upp nokkuð erfiðar spurningar sem er sérstaklega erfitt að svara snögglega en rétt áður en hann tók þátt í leiknum borðaði hann mjög sterkan pipar, sem gerði verkefni enn erfiðara. Þar kom í ljós að hann hræðist kóngulær og skrýtnasta slúðursagan sem hann hefur heyrt um sig væri sú að stundaði að borða mannfólk.

Hér að neðan má sjá útkomuna.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.