Oddur Grétarsson og félagar í Balingen-Weilstetten sitja áfram á toppi þýsku B-deildarinnar í handbolta eftir sigur á Essen í kvöld.
Oddur skoraði þrjú mörk í öruggum 32-25 sigri Balingen. Heimamenn höfðu leitt 20-8 í hálfleik og því aldrei spurning hvernig leikurinn myndi enda.
Balingen er með 55 stig eftir 35 leiki, einu stigi meira en Nordhorn-Lingen. Þrjár umferðir eru eftir af deildinni.
Oddur hefur verið frábær í liði Balingen í vetur og raðað inn mörkum en hann er sjötti markahæsti maður deildarinnar með 192 mörk. Markahæstur er Michael Spatz með 231 mark.
Oddur áfram á toppnum
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið


Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“
Íslenski boltinn


Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM
Handbolti




Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant
Körfubolti

