Hið óumdeilda hreyfiafl Lilja Alfreðsdóttir skrifar 4. október 2019 07:00 Allir muna eftir besta kennaranum sínum, ekki vegna þess sem hann kenndi heldur hvernig hann fékk nemendur til að hugsa. Einmitt þessi hæfileiki – að kunna að hugsa – skiptir sífellt meira máli nú um stundir þegar örar byltingar í samtímanum gera margt af því sem við lærum í skólanum úrelt á svo skömmum tíma. Þegar við upplifum eitthvað sem veitir okkur innblástur eða hreyfir við okkur tengjumst við sköpunarkrafti sem býr innra með okkur öllum. Mikilvægi þess að rækta sköpunina, í hvaða formi sem er, hefur á undanförnum árum orðið fleirum ljóst. Við vitum að sköpun hefur ekki aðeins menningarlegt gildi, heldur eru skapandi greinar af ýmsum toga mikilvæg stoð í atvinnulífinu. Þær skapa þúsundir starfa og milljarða í útflutningstekjur, sem skipta verulegu máli fyrir samfélagið. Við viljum líka að menntun ýti undir sköpunarkraft barna, ungmenna, starfs- og háskólanema, en mennti ekki sköpunarkraftinn úr þeim sem móta munu framtíð lands og þjóðar. Þar leika kennarar stórt hlutverk enda gegna þeir mikilvægasta starfinu í okkar samfélagi. Á morgun er Alþjóðlegur dagur kennara en af því tilefni hélt Kennarasamband Íslands Skólamálaþing sitt í vikunni. Viðfangsefni þess var framtíð kennarastarfsins og hlutverk ungra kennara. Áskoranir okkar nú og ekki síður þær sem framtíðin mun færa, krefjast nýrra nálgana og aðferða og verkfæra – ekki síst fyrir kennara. Þar er skapandi og gagnrýnin hugsun bæði nauðsyn og markmið. Sköpun er óumdeilt hreyfiafl og nú keppast þjóðir heims við að virkja sköpunarkrafta sína. Árangur þess mun ráða miklu um samkeppnisfærni þeirra á 21. öldinni, um samfélagslega hagsæld og velferð í hverju landi. Íslensk stjórnvöld hafa þegar gripið til ýmissa aðgerða er að því snúa. Hvert og eitt okkar býr yfir hæfileikum til að láta gott af okkur leiða í samfélaginu. Áhugasviðin eru ólík, ástríðan liggur á ólíkum sviðum og við höfum ólíkar skoðanir. Í því liggja óendanleg verðmæti, bæði menningar- og efnahagsleg. Ég óska kennurum innilega til hamingju með Kennaradaginn, þakka þeim þeirra gjöfula og mikilvæga starf, og hvet til þess að við finnum öll og setjum sköpunina hið innra í forgang í skólum sem og annars staðar.Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lilja Alfreðsdóttir Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Allir muna eftir besta kennaranum sínum, ekki vegna þess sem hann kenndi heldur hvernig hann fékk nemendur til að hugsa. Einmitt þessi hæfileiki – að kunna að hugsa – skiptir sífellt meira máli nú um stundir þegar örar byltingar í samtímanum gera margt af því sem við lærum í skólanum úrelt á svo skömmum tíma. Þegar við upplifum eitthvað sem veitir okkur innblástur eða hreyfir við okkur tengjumst við sköpunarkrafti sem býr innra með okkur öllum. Mikilvægi þess að rækta sköpunina, í hvaða formi sem er, hefur á undanförnum árum orðið fleirum ljóst. Við vitum að sköpun hefur ekki aðeins menningarlegt gildi, heldur eru skapandi greinar af ýmsum toga mikilvæg stoð í atvinnulífinu. Þær skapa þúsundir starfa og milljarða í útflutningstekjur, sem skipta verulegu máli fyrir samfélagið. Við viljum líka að menntun ýti undir sköpunarkraft barna, ungmenna, starfs- og háskólanema, en mennti ekki sköpunarkraftinn úr þeim sem móta munu framtíð lands og þjóðar. Þar leika kennarar stórt hlutverk enda gegna þeir mikilvægasta starfinu í okkar samfélagi. Á morgun er Alþjóðlegur dagur kennara en af því tilefni hélt Kennarasamband Íslands Skólamálaþing sitt í vikunni. Viðfangsefni þess var framtíð kennarastarfsins og hlutverk ungra kennara. Áskoranir okkar nú og ekki síður þær sem framtíðin mun færa, krefjast nýrra nálgana og aðferða og verkfæra – ekki síst fyrir kennara. Þar er skapandi og gagnrýnin hugsun bæði nauðsyn og markmið. Sköpun er óumdeilt hreyfiafl og nú keppast þjóðir heims við að virkja sköpunarkrafta sína. Árangur þess mun ráða miklu um samkeppnisfærni þeirra á 21. öldinni, um samfélagslega hagsæld og velferð í hverju landi. Íslensk stjórnvöld hafa þegar gripið til ýmissa aðgerða er að því snúa. Hvert og eitt okkar býr yfir hæfileikum til að láta gott af okkur leiða í samfélaginu. Áhugasviðin eru ólík, ástríðan liggur á ólíkum sviðum og við höfum ólíkar skoðanir. Í því liggja óendanleg verðmæti, bæði menningar- og efnahagsleg. Ég óska kennurum innilega til hamingju með Kennaradaginn, þakka þeim þeirra gjöfula og mikilvæga starf, og hvet til þess að við finnum öll og setjum sköpunina hið innra í forgang í skólum sem og annars staðar.Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun