KA/Þór vann eins marks sigur á HK í Olísdeild kvenna í kvöld.
Akureyringarnir höfðu ekki unnið leik í fyrstu tveimur umferðunum en þær tóku undirtökin snemma leiks fyrir norðan í kvöld og voru 15-12 yfir í hálfleik.
HK var þó aldrei langt undan og varð munurinn aldrei meiri en þrjú mörk. KA/Þór vann að lokum 26-25 sigur.
Martha Hermannsdóttir var markahæst með sjö mörk og Rakel Sara Elvarsdóttir skoraði sex. Hjá HK var Díana Kristín Sigmarsdóttir markahæst með sjö mörk.
Fyrsti sigur KA/Þórs kom gegn HK
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið

Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM
Handbolti





Segir hitann á HM hættulegan
Fótbolti



Belgar kveðja EM með sigri
Fótbolti
