Sneypuför Bandaríkjamanna til Kína Kristinn Páll Teitsson skrifar 13. september 2019 08:00 Bandaríkjamennirnir ganga hér niðurlútir af velli eftir tapið gegn Frakklandi í vikunni. Nordicphotos/GEtty Stjörnum prýtt C-lið bandaríska landsliðsins í körfubolta fer heim með skottið á milli lappanna frá HM í körfubolta sem klárast um helgina. Bandaríska liðið á einn leik eftir gegn Póllandi á morgun sem er um sjöunda sætið á mótinu. Það verður, sama hver úrslitin verða, versti árangur bandaríska liðsins á stórmóti frá upphafi. Fyrr í vikunni tapaði bandaríska liðið fyrsta leik sínum á stórmóti í þrettán ár eftir 58 sigurleiki í röð sem gerði út um vonir liðsins um að fara með verðlaunapening heim. Því fylgdi tap gegn Serbíu í gær sem tryggði bandaríska liðinu leik upp á sjöunda sætið en flestir áttu von á því að Serbar myndu mæta Bandaríkjamönnum í úrslitaleiknum. Ljóst er að þjálfarateymi Bandaríkjanna var enginn greiði gerður þegar stærstu stjörnur NBA-deildarinnar ákváðu ekki að gefa kost á sér á fyrsta móti liðsins undir stjórn þjálfarans goðsagnakennda Gregg Popovich. Mótið fer fram stuttu fyrir upphaf NBA-deildarinnar og eru flestar af stjörnum deildarinnar hrifnari af því að sækjast eftir gulli á Ólympíuleikunum næsta sumar. Erfitt er að sjá að aðrar þjóðir hefðu ráðið við bandaríska liðið ef James Harden, Anthony Davis, Steph Curry og Damian Lillard hefðu verið með liðinu en það er engin afsökun fyrir þjálfarateymið. Það er ekki hægt að segja annað en að viðvörunarbjöllur hafi farið að hringja í aðdraganda mótsins þegar bandaríska liðið tapaði æfingaleik gegn Ástralíu. Það fylgdi liðinu inn í riðlakeppnina þar sem bandaríska liðið hefur oft verið meira sannfærandi þrátt fyrir að hafa unnið alla leiki sína. Þegar komið var í útsláttarkeppnina virtist vanta alla ákefð í bandaríska liðið sem féll verðskuldað úr leik gegn Frakklandi. Þeir áttu engin svör gegn Rudy Gobert, varnarmanni ársins í NBA-deildinni sem tuskaði Bandaríkjamenn til. Þá voru frönsku leikmennirnir sem teljast aukaleikarar úr NBA-deildinni að skila góðu framlagi. Líklegt er að Bandaríkin mæti með svo gott sem fullskipað lið næsta sumar á Ólympíuleikana í Tókýó og kveði niður gagnrýnisraddir en líklegt er að minnst verður liðsins sem fór á HM í sumar með vott af vonbrigðum. Bandaríkin hafa verið í sérflokki undanfarin ár og er krafa gerð um gullið á hverju móti. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Körfubolti Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti Fleiri fréttir Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ Sjá meira
Stjörnum prýtt C-lið bandaríska landsliðsins í körfubolta fer heim með skottið á milli lappanna frá HM í körfubolta sem klárast um helgina. Bandaríska liðið á einn leik eftir gegn Póllandi á morgun sem er um sjöunda sætið á mótinu. Það verður, sama hver úrslitin verða, versti árangur bandaríska liðsins á stórmóti frá upphafi. Fyrr í vikunni tapaði bandaríska liðið fyrsta leik sínum á stórmóti í þrettán ár eftir 58 sigurleiki í röð sem gerði út um vonir liðsins um að fara með verðlaunapening heim. Því fylgdi tap gegn Serbíu í gær sem tryggði bandaríska liðinu leik upp á sjöunda sætið en flestir áttu von á því að Serbar myndu mæta Bandaríkjamönnum í úrslitaleiknum. Ljóst er að þjálfarateymi Bandaríkjanna var enginn greiði gerður þegar stærstu stjörnur NBA-deildarinnar ákváðu ekki að gefa kost á sér á fyrsta móti liðsins undir stjórn þjálfarans goðsagnakennda Gregg Popovich. Mótið fer fram stuttu fyrir upphaf NBA-deildarinnar og eru flestar af stjörnum deildarinnar hrifnari af því að sækjast eftir gulli á Ólympíuleikunum næsta sumar. Erfitt er að sjá að aðrar þjóðir hefðu ráðið við bandaríska liðið ef James Harden, Anthony Davis, Steph Curry og Damian Lillard hefðu verið með liðinu en það er engin afsökun fyrir þjálfarateymið. Það er ekki hægt að segja annað en að viðvörunarbjöllur hafi farið að hringja í aðdraganda mótsins þegar bandaríska liðið tapaði æfingaleik gegn Ástralíu. Það fylgdi liðinu inn í riðlakeppnina þar sem bandaríska liðið hefur oft verið meira sannfærandi þrátt fyrir að hafa unnið alla leiki sína. Þegar komið var í útsláttarkeppnina virtist vanta alla ákefð í bandaríska liðið sem féll verðskuldað úr leik gegn Frakklandi. Þeir áttu engin svör gegn Rudy Gobert, varnarmanni ársins í NBA-deildinni sem tuskaði Bandaríkjamenn til. Þá voru frönsku leikmennirnir sem teljast aukaleikarar úr NBA-deildinni að skila góðu framlagi. Líklegt er að Bandaríkin mæti með svo gott sem fullskipað lið næsta sumar á Ólympíuleikana í Tókýó og kveði niður gagnrýnisraddir en líklegt er að minnst verður liðsins sem fór á HM í sumar með vott af vonbrigðum. Bandaríkin hafa verið í sérflokki undanfarin ár og er krafa gerð um gullið á hverju móti.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Körfubolti Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti Fleiri fréttir Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ Sjá meira