Eru sjúklingar orðnir söluvara sem hægt er að bjóða þeim sem lægst býður? Gauti Grétarsson skrifar 4. september 2019 07:00 Fyrir tveimur árum tók Svandís Svavarsdóttir við embætti heilbrigðisráðherra. Ég, eins og margir aðrir, var spenntur að fá nýjan heilbrigðisráðherra til starfa sem sagðist ætla að taka til hendinni, setja fram nýja heilbrigðisstefnu og eiga samtal við fólkið í landinu. Árið 2017 voru gerðar breytingar á greiðsluþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu. Sett var þak á greiðsluþátttöku sjúklinga fyrir læknisþjónustu og sjúkraþjálfun á hverju ári þannig að einstaklingar myndu ekki greiða meira en 73.950 krónur, eldri borgarar og öryrkjar greiddu aldrei meira en 49.300 krónur og börn yngri en 18 ára greiddu ekkert fyrir sjúkraþjálfun. Á fundi sem boðaður var til kynningar á þessari nýju greiðslutilhögun varaði undirritaður við þessum breytingum og spurði hvernig ætti að fjármagna þær. Forsvarsmenn Sjúkratrygginga sögðu að útgjaldaaukning vegna þessara breytinga væri tryggð. Nú tveimur árum síðar virðist eins og útgjaldaaukningin hafi komið Sjúkratryggingum og heilbrigðisráðuneyti í opna skjöldu. Meðalfjöldi meðferða hefur aukist lítið en fjöldi þeirra sem nýta sér þjónustuna hefur aukist og útgjaldaaukning ríkisins er því nokkur. Þeir sem hagnast hafa mest á þessum breytingum eru sjúkrasjóðir verkalýðsfélaganna, tryggingafélög og þeir sem keypt hafa þjónustuna, það er sjúklingarnir. Niðurstaðan er að fleiri einstaklingar sem áður höfðu ekki efni á því að leita til sjúkraþjálfara koma í auknum mæli í meðferð og þjálfun, og bæta þannig afköst sín og vinnugetu. Þeir sem orðið hafa fyrir slysum og sjúkdómum geta nú nýtt sér þjónustu sjúkraþjálfara án þess að borga háar upphæðir. Að auki hefur heilbrigðisráðuneytið á sama tímabili fjölgað liðskiptaaðgerðum verulega og þeir einstaklingar þurfa sína þjálfun að lokinni aðgerð. Eins og allir ættu að vita fjölgar öldruðum hratt og biðlistar eftir dvalarrýmum lengjast; sjúkraþjálfarar sinna þessum hópi sem aldrei fyrr. Lausn Sjúkratrygginga Íslands er nú fundin en það er útboð í rekstur sjúkraþjálfara. Markmiðið með útboðinu er að innleiða virka samkeppni í innkaupum hins opinbera í heilbrigðisþjónustu og að einstaklingum sé veitt sjúkraþjálfun sem hluti af heildstæðri heilbrigðisþjónustu á sem hagkvæmastan hátt. Það þýðir á mannamáli að þjónustan eigi að vera ódýr. Sjúklingar eru gerðir að söluvöru sem eiga að ganga kaupum og sölu. Litið er á að sjúklingar séu að fara á veitingastað og þeim sé boðið að kaupa skyndibita af því að hann er ódýrastur. Ef ráða ætti landsliðsþjálfara í fótbolta með því að gera útboð og ráða hagkvæmasta kostinn. Hvaða þjálfari væri þá valinn? Með því að taka lægsta boði í sjúkraþjálfun er í raun verið að fórna gæðum fyrir hagkvæmni. Eftir að hafa rekið sjúkraþjálfunarstöð í rúm 30 ár veit ég að eina leiðin til að skera niður kostnað er að grípa til eftirfarandi aðgerða: Lækka laun sjúkraþjálfara, fækka í afgreiðslu, minnka þrif, takmarka endurnýjun og viðhald tækjabúnaðar auk þess að hætta endurmenntun starfsmanna. Það gefur augaleið að með þessu verður þjónustan lakari. Húsaleiga er stærsti einstaki kostnaðarliður sjúkraþjálfunarstöðva og því standa stöðvar í úthverfum vel að vígi þegar kemur að útboðsferli. Viljum við auka umferð á höfuðborgarsvæðinu enn meira með því að senda þau, sem þurfa á þjónustu sjúkraþjálfara að halda, í önnur hverfi þar sem þjónustan er ódýrari? María Heimisdóttir, forstjóri SÍ, sagði í viðtali í vikunni að mikilvægt væri fyrir alla þá sem stunda viðskipti að þekkja viðskiptaumhverfi sitt. Ég tel mig þekkja ágætlega það viðskiptaumhverfi sem sjúkraþjálfarastöðvar hafa verið í mörg undanfarin ár. Umhverfið er þetta: Engin sjúkraþjálfunarstöð á Íslandi er með starfandi framkvæmdastjóra. Eigendur stöðvanna sjá kauplaust um megnið af viðhaldi bæði tækja og húsnæðis. Ef fjárfesta þarf í nýjum tækjum þarf að veðsetja eigið húsnæði til að halda rekstrinum gangandi. Í tekjublöðum sem birt voru í síðustu viku var hvergi að finna sjúkraþjálfara. Af hverju? Jú, vegna þess að laun sjúkraþjálfara eru ekki merkileg. Er stefna heilbrigðisráðherra að lækka þessi laun enn frekar? Sjúkraþjálfarar eru kvennastétt og það er kannski fínt að láta þær finna aðeins fyrir því þegar taka á til hendinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Fyrir tveimur árum tók Svandís Svavarsdóttir við embætti heilbrigðisráðherra. Ég, eins og margir aðrir, var spenntur að fá nýjan heilbrigðisráðherra til starfa sem sagðist ætla að taka til hendinni, setja fram nýja heilbrigðisstefnu og eiga samtal við fólkið í landinu. Árið 2017 voru gerðar breytingar á greiðsluþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu. Sett var þak á greiðsluþátttöku sjúklinga fyrir læknisþjónustu og sjúkraþjálfun á hverju ári þannig að einstaklingar myndu ekki greiða meira en 73.950 krónur, eldri borgarar og öryrkjar greiddu aldrei meira en 49.300 krónur og börn yngri en 18 ára greiddu ekkert fyrir sjúkraþjálfun. Á fundi sem boðaður var til kynningar á þessari nýju greiðslutilhögun varaði undirritaður við þessum breytingum og spurði hvernig ætti að fjármagna þær. Forsvarsmenn Sjúkratrygginga sögðu að útgjaldaaukning vegna þessara breytinga væri tryggð. Nú tveimur árum síðar virðist eins og útgjaldaaukningin hafi komið Sjúkratryggingum og heilbrigðisráðuneyti í opna skjöldu. Meðalfjöldi meðferða hefur aukist lítið en fjöldi þeirra sem nýta sér þjónustuna hefur aukist og útgjaldaaukning ríkisins er því nokkur. Þeir sem hagnast hafa mest á þessum breytingum eru sjúkrasjóðir verkalýðsfélaganna, tryggingafélög og þeir sem keypt hafa þjónustuna, það er sjúklingarnir. Niðurstaðan er að fleiri einstaklingar sem áður höfðu ekki efni á því að leita til sjúkraþjálfara koma í auknum mæli í meðferð og þjálfun, og bæta þannig afköst sín og vinnugetu. Þeir sem orðið hafa fyrir slysum og sjúkdómum geta nú nýtt sér þjónustu sjúkraþjálfara án þess að borga háar upphæðir. Að auki hefur heilbrigðisráðuneytið á sama tímabili fjölgað liðskiptaaðgerðum verulega og þeir einstaklingar þurfa sína þjálfun að lokinni aðgerð. Eins og allir ættu að vita fjölgar öldruðum hratt og biðlistar eftir dvalarrýmum lengjast; sjúkraþjálfarar sinna þessum hópi sem aldrei fyrr. Lausn Sjúkratrygginga Íslands er nú fundin en það er útboð í rekstur sjúkraþjálfara. Markmiðið með útboðinu er að innleiða virka samkeppni í innkaupum hins opinbera í heilbrigðisþjónustu og að einstaklingum sé veitt sjúkraþjálfun sem hluti af heildstæðri heilbrigðisþjónustu á sem hagkvæmastan hátt. Það þýðir á mannamáli að þjónustan eigi að vera ódýr. Sjúklingar eru gerðir að söluvöru sem eiga að ganga kaupum og sölu. Litið er á að sjúklingar séu að fara á veitingastað og þeim sé boðið að kaupa skyndibita af því að hann er ódýrastur. Ef ráða ætti landsliðsþjálfara í fótbolta með því að gera útboð og ráða hagkvæmasta kostinn. Hvaða þjálfari væri þá valinn? Með því að taka lægsta boði í sjúkraþjálfun er í raun verið að fórna gæðum fyrir hagkvæmni. Eftir að hafa rekið sjúkraþjálfunarstöð í rúm 30 ár veit ég að eina leiðin til að skera niður kostnað er að grípa til eftirfarandi aðgerða: Lækka laun sjúkraþjálfara, fækka í afgreiðslu, minnka þrif, takmarka endurnýjun og viðhald tækjabúnaðar auk þess að hætta endurmenntun starfsmanna. Það gefur augaleið að með þessu verður þjónustan lakari. Húsaleiga er stærsti einstaki kostnaðarliður sjúkraþjálfunarstöðva og því standa stöðvar í úthverfum vel að vígi þegar kemur að útboðsferli. Viljum við auka umferð á höfuðborgarsvæðinu enn meira með því að senda þau, sem þurfa á þjónustu sjúkraþjálfara að halda, í önnur hverfi þar sem þjónustan er ódýrari? María Heimisdóttir, forstjóri SÍ, sagði í viðtali í vikunni að mikilvægt væri fyrir alla þá sem stunda viðskipti að þekkja viðskiptaumhverfi sitt. Ég tel mig þekkja ágætlega það viðskiptaumhverfi sem sjúkraþjálfarastöðvar hafa verið í mörg undanfarin ár. Umhverfið er þetta: Engin sjúkraþjálfunarstöð á Íslandi er með starfandi framkvæmdastjóra. Eigendur stöðvanna sjá kauplaust um megnið af viðhaldi bæði tækja og húsnæðis. Ef fjárfesta þarf í nýjum tækjum þarf að veðsetja eigið húsnæði til að halda rekstrinum gangandi. Í tekjublöðum sem birt voru í síðustu viku var hvergi að finna sjúkraþjálfara. Af hverju? Jú, vegna þess að laun sjúkraþjálfara eru ekki merkileg. Er stefna heilbrigðisráðherra að lækka þessi laun enn frekar? Sjúkraþjálfarar eru kvennastétt og það er kannski fínt að láta þær finna aðeins fyrir því þegar taka á til hendinni.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun