Strandveiðar efldar! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 12. apríl 2019 16:15 Alþingi lögfesti í vikunni frumvarp um dagakerfi í strandveiðum sem mun leiða til aukins öryggis sjómanna, jafnræðis og sveigjanleika í kerfinu með stórauknum aflaheimildum í strandveiðipottinn. Síðastliðið sumar var gerð tilraun til bráðabrigða um tólf veiðidaga innan hvers mánuðar á strandveiðitímabilinu maí, júní, júlí og ágúst. Skipting aflaheimilda milli landsvæða var felld niður og í stað þess sameiginlegur strandveiðipottur sem duga átti til að standa undir 12 dögum í mánuði á öllum svæðum. Þetta gekk eftir og almenn ánægja var með þær breytingar sem gerðar voru á fyrirkomulaginu. Enn heyrast þó áhyggjur af skiptingu á milli svæða þó það liggi fyrir að dagsaflinn var meiri árið 2018 að meðaltali en frá upphafi strandveiða. Þannig var afli strandveiðibáta á síðasta ári að meðaltali 17,9 tonn eða 1,3 tonnum meiri en árið 2017.Aukið öryggi og sterkari fiskvinnslur Reynslan af síðasta sumri sýndi að meiri möguleikar voru á að veiða verðmeiri fisk sem dreifðist jafnar inn til vinnslu yfir hvern mánuð. Það styrkti fiskvinnslur og fiskmarkaði yfir sumarið þegar samdráttur var í framboði frá öðrum útgerðum. Landhelgisgæslan telur að reynsla síðasta sumars með tólf daga kerfinu hafi verið góð og að veiðidagar hafi frekar verið valdir með tilliti til veðurfars og sjólags. Það auki öryggi sjófaranda og að með varanlegri lögfestingu sé þannig verið að stuðla að auknu öryggi. Þær breytingar eru líka gerðar að nú er hægt að segja sig frá strandveiðum og hefja aðrar veiðar áður en tímabilinu lýkur og hægt að halda áfram þegar það hentar þó liðið sé á tímabilið og vera t.d. á grásleppu. Þessi sveigjanleiki skiptir máli og styður við fjölbreyttari möguleika til veiða yfir sumarið og hagkvæmni í rekstri. 11 þúsund tonn af botnfiski eru sett í strandveiðipottinn en hann var í 10.200 tonnum í fyrra. Þá eru heimildir á ufsa auknar úr 700 tonnum í 1000 tonn sem leyfilegt er að veiða umfram hámarksafla hvern dag sem hlýtur að teljast góð búbót fyrir þá sem eru að veiða á ufsaslóðum. Strandveiðipotturinn gekk ekki út árið 2018 og með þessari miklu aukningu í hann ættu allir að vera öruggir með að heimildirnar mæti 12 veiðidaga kerfisbreytingunni.Áfangasigur Atvinnuveganefnd, sem hefur borið þetta mál uppi í góðri samvinnu sín á milli og með stuðningi sjávarútvegsráðherra, leggur til að Byggðastofnun geri í haust úttekt á reynslu síðustu tveggja strandveiðitímabila. Er stofnuninni ætlað að leggja áherslu á byggðafestu, öryggismál, fiskigengdar, sveigjanleika og útkomu mismunandi landshluta í úttekt sinni. Það verður síðan unnið úr þeirri niðurstöðu næsta vetur með það að leiðarljósi að efla enn frekar strandveiðar og horfa til byggðafestu, nýliðunar, jafnræði byggða og öryggissjónarmiða innan greinarinnar. Það er vissulega áfangasigur að kerfisbreytingin sé nú lögfest varanlega og að tekist hafi að ná breiðri sátt þvert á flokka og með greininni sjálfri. Þannig er þetta skref tekið eftir tíu ára reynslu af strandveiðum sem við Vinstri græn erum afar stolt af að hafa komið á fót á sínum tíma með okkar sjávarútvegsráðherra í fararbroddi Steingrím J. Sigfússon og Jón Bjarnason. Þær hafa rækilega sýnt fram á að vera mikil lyftistöng fyrir margar minni sjávarbyggðir og gefið mönnum möguleika á að stunda veiðar á sumrin án þessa að eiga aflaheimildir eða fara út í stórkostlegar fjárfestingar. Ég treysti því að með þessum breytingum séum við að treysta og efla enn frekar strandveiðar og sjávarbyggðir landsins. Gleðilegt strandveiðisumar með ósk um góðar gæftir og aflabrögð. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna og formaður Atvinnuveganefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Lilja Rafney Magnúsdóttir Sjávarútvegur Mest lesið Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Alþingi lögfesti í vikunni frumvarp um dagakerfi í strandveiðum sem mun leiða til aukins öryggis sjómanna, jafnræðis og sveigjanleika í kerfinu með stórauknum aflaheimildum í strandveiðipottinn. Síðastliðið sumar var gerð tilraun til bráðabrigða um tólf veiðidaga innan hvers mánuðar á strandveiðitímabilinu maí, júní, júlí og ágúst. Skipting aflaheimilda milli landsvæða var felld niður og í stað þess sameiginlegur strandveiðipottur sem duga átti til að standa undir 12 dögum í mánuði á öllum svæðum. Þetta gekk eftir og almenn ánægja var með þær breytingar sem gerðar voru á fyrirkomulaginu. Enn heyrast þó áhyggjur af skiptingu á milli svæða þó það liggi fyrir að dagsaflinn var meiri árið 2018 að meðaltali en frá upphafi strandveiða. Þannig var afli strandveiðibáta á síðasta ári að meðaltali 17,9 tonn eða 1,3 tonnum meiri en árið 2017.Aukið öryggi og sterkari fiskvinnslur Reynslan af síðasta sumri sýndi að meiri möguleikar voru á að veiða verðmeiri fisk sem dreifðist jafnar inn til vinnslu yfir hvern mánuð. Það styrkti fiskvinnslur og fiskmarkaði yfir sumarið þegar samdráttur var í framboði frá öðrum útgerðum. Landhelgisgæslan telur að reynsla síðasta sumars með tólf daga kerfinu hafi verið góð og að veiðidagar hafi frekar verið valdir með tilliti til veðurfars og sjólags. Það auki öryggi sjófaranda og að með varanlegri lögfestingu sé þannig verið að stuðla að auknu öryggi. Þær breytingar eru líka gerðar að nú er hægt að segja sig frá strandveiðum og hefja aðrar veiðar áður en tímabilinu lýkur og hægt að halda áfram þegar það hentar þó liðið sé á tímabilið og vera t.d. á grásleppu. Þessi sveigjanleiki skiptir máli og styður við fjölbreyttari möguleika til veiða yfir sumarið og hagkvæmni í rekstri. 11 þúsund tonn af botnfiski eru sett í strandveiðipottinn en hann var í 10.200 tonnum í fyrra. Þá eru heimildir á ufsa auknar úr 700 tonnum í 1000 tonn sem leyfilegt er að veiða umfram hámarksafla hvern dag sem hlýtur að teljast góð búbót fyrir þá sem eru að veiða á ufsaslóðum. Strandveiðipotturinn gekk ekki út árið 2018 og með þessari miklu aukningu í hann ættu allir að vera öruggir með að heimildirnar mæti 12 veiðidaga kerfisbreytingunni.Áfangasigur Atvinnuveganefnd, sem hefur borið þetta mál uppi í góðri samvinnu sín á milli og með stuðningi sjávarútvegsráðherra, leggur til að Byggðastofnun geri í haust úttekt á reynslu síðustu tveggja strandveiðitímabila. Er stofnuninni ætlað að leggja áherslu á byggðafestu, öryggismál, fiskigengdar, sveigjanleika og útkomu mismunandi landshluta í úttekt sinni. Það verður síðan unnið úr þeirri niðurstöðu næsta vetur með það að leiðarljósi að efla enn frekar strandveiðar og horfa til byggðafestu, nýliðunar, jafnræði byggða og öryggissjónarmiða innan greinarinnar. Það er vissulega áfangasigur að kerfisbreytingin sé nú lögfest varanlega og að tekist hafi að ná breiðri sátt þvert á flokka og með greininni sjálfri. Þannig er þetta skref tekið eftir tíu ára reynslu af strandveiðum sem við Vinstri græn erum afar stolt af að hafa komið á fót á sínum tíma með okkar sjávarútvegsráðherra í fararbroddi Steingrím J. Sigfússon og Jón Bjarnason. Þær hafa rækilega sýnt fram á að vera mikil lyftistöng fyrir margar minni sjávarbyggðir og gefið mönnum möguleika á að stunda veiðar á sumrin án þessa að eiga aflaheimildir eða fara út í stórkostlegar fjárfestingar. Ég treysti því að með þessum breytingum séum við að treysta og efla enn frekar strandveiðar og sjávarbyggðir landsins. Gleðilegt strandveiðisumar með ósk um góðar gæftir og aflabrögð. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna og formaður Atvinnuveganefndar.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun