Söfnunin fyrir fjölskyldu Nathan Bain fór á mikið flug eftir hetjudáðir stráksins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. nóvember 2019 16:00 Nathan Bain fagnar sigurkörfu sinni á móti Duke. AP/Gerry Broome Nathan Bain var ein af hetjum vikunnar í bandarískum íþróttum þegar hann tryggði Stephen F. Austin háskólanum mjög óvæntan sigur á stórliði Duke í bandaríska háskólakörfuboltanum. Karfan hans hjálpaði ekki aðeins körfuboltaliði Nathan Bain heldur einnig slæmri stöðu fjölskyldunnar. Fjölskylda Nathan Bain býr í Freeport á Bahamaeyjum en Grand Bahama eyjan sem þau búa á varð mjög illa úti í fellibylnum Dorian í september. Næstum því allt hús fjölskyldunnar eyðilagðist í óveðrinu og kirkja föður hans, sem er prestur, eyðilagðist líka.24 hours after Nathan Bain hit the game-winner against Duke, a fundraiser to help his family has hit $100,000 https://t.co/FCl0icDakA — Sports Illustrated (@SInow) November 28, 2019 Íþróttadeildin í Stephen F. Austin háskólanum setti af stað söfnun fyrir fjölskylduna 17. september síðastliðinn. Fram að skoti Nathan Bain á þriðjudagskvöldið höfðu safnast 2010 dollarar frá 26 aðilum en enginn hafði gefið í söfnunina í meira en mánuð. Eftir sigurkörfu Nathan Bain á móti Duke þá fóru peningarnir aftur á móti að streyma inn. Tíu klukkustundum eftir körfuna höfðu safnast meira en 25 þúsund dollarar. Sú upphæð er nú kominn yfir hundrað þúsund dollara samkvæmt nýjustu tölum en það eru meira en tólf milljónir íslenskra króna.Nate Bain on @SportsCenter late Tuesday night after the 'Jacks upset of No. 1 Duke! Yes, it's from the bus!#RaiseTheAxe#AxeEmpic.twitter.com/tnpQ7hzuOB — SFA Basketball (@SFA_MBB) November 27, 2019 Nathan Bain er 24 ára gamall og hefur verið í skóla í Bandaríkjunum frá árinu 2012. Auk vandræða fjölskyldunnar heima á Bahamaeyjum þá hefur hann sjálfur verið mjög óheppinn með meiðsli. Í viðtalinu eftir leik barðist Nathan Bain við tárin. „Fjölskyldan mín missti mikið á þessu ári en ég ætlaði ekki að láta sjá mig grátandi í sjónvarpinu. Ég er samt að spila fyrir þau og reyni að gera þjóð mína stolta af mér,“ sagði Nathan Bain. Körfubolti Mest lesið Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
Nathan Bain var ein af hetjum vikunnar í bandarískum íþróttum þegar hann tryggði Stephen F. Austin háskólanum mjög óvæntan sigur á stórliði Duke í bandaríska háskólakörfuboltanum. Karfan hans hjálpaði ekki aðeins körfuboltaliði Nathan Bain heldur einnig slæmri stöðu fjölskyldunnar. Fjölskylda Nathan Bain býr í Freeport á Bahamaeyjum en Grand Bahama eyjan sem þau búa á varð mjög illa úti í fellibylnum Dorian í september. Næstum því allt hús fjölskyldunnar eyðilagðist í óveðrinu og kirkja föður hans, sem er prestur, eyðilagðist líka.24 hours after Nathan Bain hit the game-winner against Duke, a fundraiser to help his family has hit $100,000 https://t.co/FCl0icDakA — Sports Illustrated (@SInow) November 28, 2019 Íþróttadeildin í Stephen F. Austin háskólanum setti af stað söfnun fyrir fjölskylduna 17. september síðastliðinn. Fram að skoti Nathan Bain á þriðjudagskvöldið höfðu safnast 2010 dollarar frá 26 aðilum en enginn hafði gefið í söfnunina í meira en mánuð. Eftir sigurkörfu Nathan Bain á móti Duke þá fóru peningarnir aftur á móti að streyma inn. Tíu klukkustundum eftir körfuna höfðu safnast meira en 25 þúsund dollarar. Sú upphæð er nú kominn yfir hundrað þúsund dollara samkvæmt nýjustu tölum en það eru meira en tólf milljónir íslenskra króna.Nate Bain on @SportsCenter late Tuesday night after the 'Jacks upset of No. 1 Duke! Yes, it's from the bus!#RaiseTheAxe#AxeEmpic.twitter.com/tnpQ7hzuOB — SFA Basketball (@SFA_MBB) November 27, 2019 Nathan Bain er 24 ára gamall og hefur verið í skóla í Bandaríkjunum frá árinu 2012. Auk vandræða fjölskyldunnar heima á Bahamaeyjum þá hefur hann sjálfur verið mjög óheppinn með meiðsli. Í viðtalinu eftir leik barðist Nathan Bain við tárin. „Fjölskyldan mín missti mikið á þessu ári en ég ætlaði ekki að láta sjá mig grátandi í sjónvarpinu. Ég er samt að spila fyrir þau og reyni að gera þjóð mína stolta af mér,“ sagði Nathan Bain.
Körfubolti Mest lesið Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira