Skemmtilegt fólk í leiklistinni Benedikt Bóas skrifar 17. september 2018 09:00 Ísey á ekki langt að sækja mikla hæfileika sína á sviði knattspyrnunnar. SKJÁSKOT/VÍTI Í VESTMANNAEYJUM Ég held ég fái þennan áhuga frá honum afa. Ég hef svo mikinn áhuga á fótbolta. Hann kenndi mér margt. Ég man eftir því þegar ég var yngri,“ segir Ísey Heiðarsdóttir sem vekur mikla eftirtekt í þáttaröðinni Víti í Vestmannaeyjum sem gerð er eftir samnefndri bók og kvikmynd og frumsýnd var á RÚV um helgina. Ísey er dóttir Lísu Njálsdóttur en faðir Lísu er Njáll Eiðsson sem spilaði sjö landsleiki á sínum tíma fyrir íslenska karlalandsliðið í fótbolta og var hluti af ótrúlegu liði Vals árið 1987. Njáll þótti harður í horn að taka á vellinum. Gaf aldrei tommu eftir. Sá gamli hefur trúlega verið ánægður með nokkrar tæklingar sem Ísey sýnir í myndinni. Gunnar Helgason, höfundur bókarinnar, segir að Ísey blómstri í þáttunum. Þar séu hennar bestu senur.Ísey þykir sína snilldartakta bæði innanvallar sem utan. Verður forvitnilegt að sjá hana í framtíðinni hvort sem er aftur á hvíta tjaldinu eða leikhúsi fótboltans.Móðir hennar þótti liðtækur línumaður í handbolta og spilaði með Val og ÍBV en þurfti að hætta vegna brjóskloss. Faðir hennar, Heiðar Þór Pálsson, var efnilegur í blaki. Ísey var valin úr um 600 stúlkna hópi og fer með hlutverk Rósu sem vill ólm spila á Orkumótinu en það mót er fyrir drengi.Njáll, afi Íseyjar, hér þriðji frá hægri í efri röð í ódauðlegu liði Vals árið 1987. Við hlið hans er Ólafur Jóhannesson, núverandi þjálfari Vals.„Ég hef aldrei snert á leiklistinni áður. Ég hef aldrei komið nálægt svona. Þetta var í fyrsta sinn,“ segir hún og bætir við að hún vilji gjarnan verða leikkona eftir atvinnumannsferilinn. Hún lék á sviði í vetur og hafði gaman af. „Það er svo skemmtilegt fólk þar. Alls staðar þar sem leiklistin er, þar er skemmtilegt fólk.“ Ísey býr í Vestmannaeyjum en karakterinn hennar, Rósa, spilar með Fylki. Hún var svolítið ósátt við að þurfa að klæðast hinum appelsínugula lit Fylkis. „Krakkarnir í skólanum eru mjög hneykslaðir á að ég sé alltaf í Fylkisbúningi og skilja ekki af hverju Gunnar Helgason þurfti að velja Fylki,“ segir hún og hlær. Greinin um tíu landsliðsmenn í Val?frá árinu 1987. Afi Íseyjar er þarna ?í næstefstu röð, lengst til hægri. Mest lesið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Fleiri fréttir „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn Sjá meira
Ég held ég fái þennan áhuga frá honum afa. Ég hef svo mikinn áhuga á fótbolta. Hann kenndi mér margt. Ég man eftir því þegar ég var yngri,“ segir Ísey Heiðarsdóttir sem vekur mikla eftirtekt í þáttaröðinni Víti í Vestmannaeyjum sem gerð er eftir samnefndri bók og kvikmynd og frumsýnd var á RÚV um helgina. Ísey er dóttir Lísu Njálsdóttur en faðir Lísu er Njáll Eiðsson sem spilaði sjö landsleiki á sínum tíma fyrir íslenska karlalandsliðið í fótbolta og var hluti af ótrúlegu liði Vals árið 1987. Njáll þótti harður í horn að taka á vellinum. Gaf aldrei tommu eftir. Sá gamli hefur trúlega verið ánægður með nokkrar tæklingar sem Ísey sýnir í myndinni. Gunnar Helgason, höfundur bókarinnar, segir að Ísey blómstri í þáttunum. Þar séu hennar bestu senur.Ísey þykir sína snilldartakta bæði innanvallar sem utan. Verður forvitnilegt að sjá hana í framtíðinni hvort sem er aftur á hvíta tjaldinu eða leikhúsi fótboltans.Móðir hennar þótti liðtækur línumaður í handbolta og spilaði með Val og ÍBV en þurfti að hætta vegna brjóskloss. Faðir hennar, Heiðar Þór Pálsson, var efnilegur í blaki. Ísey var valin úr um 600 stúlkna hópi og fer með hlutverk Rósu sem vill ólm spila á Orkumótinu en það mót er fyrir drengi.Njáll, afi Íseyjar, hér þriðji frá hægri í efri röð í ódauðlegu liði Vals árið 1987. Við hlið hans er Ólafur Jóhannesson, núverandi þjálfari Vals.„Ég hef aldrei snert á leiklistinni áður. Ég hef aldrei komið nálægt svona. Þetta var í fyrsta sinn,“ segir hún og bætir við að hún vilji gjarnan verða leikkona eftir atvinnumannsferilinn. Hún lék á sviði í vetur og hafði gaman af. „Það er svo skemmtilegt fólk þar. Alls staðar þar sem leiklistin er, þar er skemmtilegt fólk.“ Ísey býr í Vestmannaeyjum en karakterinn hennar, Rósa, spilar með Fylki. Hún var svolítið ósátt við að þurfa að klæðast hinum appelsínugula lit Fylkis. „Krakkarnir í skólanum eru mjög hneykslaðir á að ég sé alltaf í Fylkisbúningi og skilja ekki af hverju Gunnar Helgason þurfti að velja Fylki,“ segir hún og hlær. Greinin um tíu landsliðsmenn í Val?frá árinu 1987. Afi Íseyjar er þarna ?í næstefstu röð, lengst til hægri.
Mest lesið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Fleiri fréttir „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“