Skemmtilegt fólk í leiklistinni Benedikt Bóas skrifar 17. september 2018 09:00 Ísey á ekki langt að sækja mikla hæfileika sína á sviði knattspyrnunnar. SKJÁSKOT/VÍTI Í VESTMANNAEYJUM Ég held ég fái þennan áhuga frá honum afa. Ég hef svo mikinn áhuga á fótbolta. Hann kenndi mér margt. Ég man eftir því þegar ég var yngri,“ segir Ísey Heiðarsdóttir sem vekur mikla eftirtekt í þáttaröðinni Víti í Vestmannaeyjum sem gerð er eftir samnefndri bók og kvikmynd og frumsýnd var á RÚV um helgina. Ísey er dóttir Lísu Njálsdóttur en faðir Lísu er Njáll Eiðsson sem spilaði sjö landsleiki á sínum tíma fyrir íslenska karlalandsliðið í fótbolta og var hluti af ótrúlegu liði Vals árið 1987. Njáll þótti harður í horn að taka á vellinum. Gaf aldrei tommu eftir. Sá gamli hefur trúlega verið ánægður með nokkrar tæklingar sem Ísey sýnir í myndinni. Gunnar Helgason, höfundur bókarinnar, segir að Ísey blómstri í þáttunum. Þar séu hennar bestu senur.Ísey þykir sína snilldartakta bæði innanvallar sem utan. Verður forvitnilegt að sjá hana í framtíðinni hvort sem er aftur á hvíta tjaldinu eða leikhúsi fótboltans.Móðir hennar þótti liðtækur línumaður í handbolta og spilaði með Val og ÍBV en þurfti að hætta vegna brjóskloss. Faðir hennar, Heiðar Þór Pálsson, var efnilegur í blaki. Ísey var valin úr um 600 stúlkna hópi og fer með hlutverk Rósu sem vill ólm spila á Orkumótinu en það mót er fyrir drengi.Njáll, afi Íseyjar, hér þriðji frá hægri í efri röð í ódauðlegu liði Vals árið 1987. Við hlið hans er Ólafur Jóhannesson, núverandi þjálfari Vals.„Ég hef aldrei snert á leiklistinni áður. Ég hef aldrei komið nálægt svona. Þetta var í fyrsta sinn,“ segir hún og bætir við að hún vilji gjarnan verða leikkona eftir atvinnumannsferilinn. Hún lék á sviði í vetur og hafði gaman af. „Það er svo skemmtilegt fólk þar. Alls staðar þar sem leiklistin er, þar er skemmtilegt fólk.“ Ísey býr í Vestmannaeyjum en karakterinn hennar, Rósa, spilar með Fylki. Hún var svolítið ósátt við að þurfa að klæðast hinum appelsínugula lit Fylkis. „Krakkarnir í skólanum eru mjög hneykslaðir á að ég sé alltaf í Fylkisbúningi og skilja ekki af hverju Gunnar Helgason þurfti að velja Fylki,“ segir hún og hlær. Greinin um tíu landsliðsmenn í Val?frá árinu 1987. Afi Íseyjar er þarna ?í næstefstu röð, lengst til hægri. Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Julian McMahon látinn Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Sjá meira
Ég held ég fái þennan áhuga frá honum afa. Ég hef svo mikinn áhuga á fótbolta. Hann kenndi mér margt. Ég man eftir því þegar ég var yngri,“ segir Ísey Heiðarsdóttir sem vekur mikla eftirtekt í þáttaröðinni Víti í Vestmannaeyjum sem gerð er eftir samnefndri bók og kvikmynd og frumsýnd var á RÚV um helgina. Ísey er dóttir Lísu Njálsdóttur en faðir Lísu er Njáll Eiðsson sem spilaði sjö landsleiki á sínum tíma fyrir íslenska karlalandsliðið í fótbolta og var hluti af ótrúlegu liði Vals árið 1987. Njáll þótti harður í horn að taka á vellinum. Gaf aldrei tommu eftir. Sá gamli hefur trúlega verið ánægður með nokkrar tæklingar sem Ísey sýnir í myndinni. Gunnar Helgason, höfundur bókarinnar, segir að Ísey blómstri í þáttunum. Þar séu hennar bestu senur.Ísey þykir sína snilldartakta bæði innanvallar sem utan. Verður forvitnilegt að sjá hana í framtíðinni hvort sem er aftur á hvíta tjaldinu eða leikhúsi fótboltans.Móðir hennar þótti liðtækur línumaður í handbolta og spilaði með Val og ÍBV en þurfti að hætta vegna brjóskloss. Faðir hennar, Heiðar Þór Pálsson, var efnilegur í blaki. Ísey var valin úr um 600 stúlkna hópi og fer með hlutverk Rósu sem vill ólm spila á Orkumótinu en það mót er fyrir drengi.Njáll, afi Íseyjar, hér þriðji frá hægri í efri röð í ódauðlegu liði Vals árið 1987. Við hlið hans er Ólafur Jóhannesson, núverandi þjálfari Vals.„Ég hef aldrei snert á leiklistinni áður. Ég hef aldrei komið nálægt svona. Þetta var í fyrsta sinn,“ segir hún og bætir við að hún vilji gjarnan verða leikkona eftir atvinnumannsferilinn. Hún lék á sviði í vetur og hafði gaman af. „Það er svo skemmtilegt fólk þar. Alls staðar þar sem leiklistin er, þar er skemmtilegt fólk.“ Ísey býr í Vestmannaeyjum en karakterinn hennar, Rósa, spilar með Fylki. Hún var svolítið ósátt við að þurfa að klæðast hinum appelsínugula lit Fylkis. „Krakkarnir í skólanum eru mjög hneykslaðir á að ég sé alltaf í Fylkisbúningi og skilja ekki af hverju Gunnar Helgason þurfti að velja Fylki,“ segir hún og hlær. Greinin um tíu landsliðsmenn í Val?frá árinu 1987. Afi Íseyjar er þarna ?í næstefstu röð, lengst til hægri.
Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Julian McMahon látinn Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Sjá meira