Leigjendur og neytendur eiga að standa þétt saman Rán Reynisdóttir og Pálína Sjöfn Þórarinsdóttir skrifar 26. október 2018 10:00 Því miður hefur sundurlyndi en ekki samheldni einkennt samskipti samtaka um hagsmunamál almennings. Svo mjög, að ætla má að einstök félög skilgreini önnur almannasamtök sem andstæðinga sína en ekki samherja. Við ættum að nýta þau tímamót sem Neytendasamtökin standa nú frammi fyrir til að yfirstíga þennan vanda, skilja alla kergju eftir og vinna sameiginlega að því að stórefla hagsmunabaráttu neytenda. Í dag er það svo að það er Alþýðusamband Íslands sem heldur utan um verðkannanir í samvinnu við stjórnvöld, en ekki Neytendasamtökin. Neytendasamtökin sinna síðan leigjendaaðstoðinni fyrir ráðuneytið, en ekki Samtök leigjenda. Það er engu líkara en að stjórnvöld leiki sér að því að egna einum samtökum upp á móti systursamtökum sínum. Þessu viljum við breyta. Við viljum að Samtök leigjenda séu viðurkennd fyrir það sem þau eru; samtök leigjenda. Og við viljum að Alþýðusambandið virði hlutverk Neytendasamtakanna og gefi frá sér verkefni sem augljóslega ættu best heima hjá Neytendasamtökunum. Þessi kergja milli almannasamtaka birtist einnig á komandi þingi Neytendasamtakanna þar sem hálf stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna bíður sig fram til stjórnarsetu í Neytendasamtökunum. Það segir sig sjálft að við, sem skrifuðum undir sameiginlega yfirlýsingu þrettán frambjóðenda til stjórnar, Neytendur rísa upp!, erum ekki stuðningsfólk framboðs stjórnar Hagsmunasamtaka heimilanna til stjórnar Neytendasamtakanna. Við erum í okkar eigin framboði. Í því fellst ekki að við séum andstæðingar Hagsmunasamtaka heimilanna, þvert á móti. Okkar von og trú er að Neytendasamtökin muni byggja upp samstarf við Hagsmunasamtökin í framtíðinni, eins og þau muni gera gagnvart Samtökum leigjenda, Alþýðusambandinu, Félagi íslenskra bifreiðareigenda og fleirum samtökum. Það samstarf þarf að byggjast upp af virðingu, trausti og viðurkenningu á meginverkefnum hvers félags. Það er vilji okkar að Neytendasamtökin styðji Hagsmunasamtök heimilanna til að þróast áfram sem hagsmunasamtök almennings sem lántaka, eins og verkalýðsfélögin eru hagsmunasamtök almennings sem launafólks, Samtök leigjenda sem hagsmunasamtök almennings sem leigjenda og svo framvegis. Við sjáum ekki tilganginn með því að Neytendasamtökin verði það sem Hagsmunasamtökin eru né að Hagsmunasamtökin verði það sem Neytendasamtökin ættu að vera. Við ættum að horfa til verkalýðshreyfingarinnar sem fyrirmyndar. Þar hefur skýrari framtíðarsýn og róttækari hugmyndir sameinað félög og samtök. Starfsgreinasambandið mætir nú sameinað til kjaraviðræðna í fyrsta sinn og Landssamband verslunarmanna og VR leggja fram svo til sömu kröfur. Aldrei fyrr hefur verkalýðshreyfingin verið jafn sameinuð. Við viljum að sami andi leiki um Neytendasamtökin og systurfélög þeirra. Við eigum að hlusta hvert á annað, læra hvort af öðru og finna þann takt sem sameinar okkur. Við eigum ekki að skemmta andstæðingum okkar með sundrung. Til þess er ábyrgð okkar of mikil. Til þess er hlutverk Neytendasamtakanna of mikilvægt. Við sem skrifuðum undir sameiginlega yfirlýsingu í aðdraganda þings Neytendasamtakanna gerðum það í kjölfar samtals og skoðanaskipta um hlutverk og framtíð samtakanna og hagsmunabaráttu neytenda. Við komum sum úr verkalýðshreyfingunni, önnur úr Samtökum leigjenda, sem ganga nú í gegnum endurnýjun, og höfum flest starfað innan annarra almannasamtaka. Ekkert okkar vill spila einleik í aðdraganda þessa þings og ekkert okkar vill að Neytendasamtökin spili einleik á næstu árum. Við bjóðum okkur fram til að sameina neytendur í sterkum almannasamtökum, ekki með því að þynna út stefnuna heldur með því að marka skýra stefnu, ákveðnar kröfur, sterka rödd og beittar aðgerðir. Við viljum að Neytendasamtökin verði herská í baráttu sinni gegn okri og svikum fyrirtækja. En við viljum að þau verði góð systir sinna systursamtaka.Höfundar eru frambjóðendur til formanns og stjórnar Neytendasamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Því miður hefur sundurlyndi en ekki samheldni einkennt samskipti samtaka um hagsmunamál almennings. Svo mjög, að ætla má að einstök félög skilgreini önnur almannasamtök sem andstæðinga sína en ekki samherja. Við ættum að nýta þau tímamót sem Neytendasamtökin standa nú frammi fyrir til að yfirstíga þennan vanda, skilja alla kergju eftir og vinna sameiginlega að því að stórefla hagsmunabaráttu neytenda. Í dag er það svo að það er Alþýðusamband Íslands sem heldur utan um verðkannanir í samvinnu við stjórnvöld, en ekki Neytendasamtökin. Neytendasamtökin sinna síðan leigjendaaðstoðinni fyrir ráðuneytið, en ekki Samtök leigjenda. Það er engu líkara en að stjórnvöld leiki sér að því að egna einum samtökum upp á móti systursamtökum sínum. Þessu viljum við breyta. Við viljum að Samtök leigjenda séu viðurkennd fyrir það sem þau eru; samtök leigjenda. Og við viljum að Alþýðusambandið virði hlutverk Neytendasamtakanna og gefi frá sér verkefni sem augljóslega ættu best heima hjá Neytendasamtökunum. Þessi kergja milli almannasamtaka birtist einnig á komandi þingi Neytendasamtakanna þar sem hálf stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna bíður sig fram til stjórnarsetu í Neytendasamtökunum. Það segir sig sjálft að við, sem skrifuðum undir sameiginlega yfirlýsingu þrettán frambjóðenda til stjórnar, Neytendur rísa upp!, erum ekki stuðningsfólk framboðs stjórnar Hagsmunasamtaka heimilanna til stjórnar Neytendasamtakanna. Við erum í okkar eigin framboði. Í því fellst ekki að við séum andstæðingar Hagsmunasamtaka heimilanna, þvert á móti. Okkar von og trú er að Neytendasamtökin muni byggja upp samstarf við Hagsmunasamtökin í framtíðinni, eins og þau muni gera gagnvart Samtökum leigjenda, Alþýðusambandinu, Félagi íslenskra bifreiðareigenda og fleirum samtökum. Það samstarf þarf að byggjast upp af virðingu, trausti og viðurkenningu á meginverkefnum hvers félags. Það er vilji okkar að Neytendasamtökin styðji Hagsmunasamtök heimilanna til að þróast áfram sem hagsmunasamtök almennings sem lántaka, eins og verkalýðsfélögin eru hagsmunasamtök almennings sem launafólks, Samtök leigjenda sem hagsmunasamtök almennings sem leigjenda og svo framvegis. Við sjáum ekki tilganginn með því að Neytendasamtökin verði það sem Hagsmunasamtökin eru né að Hagsmunasamtökin verði það sem Neytendasamtökin ættu að vera. Við ættum að horfa til verkalýðshreyfingarinnar sem fyrirmyndar. Þar hefur skýrari framtíðarsýn og róttækari hugmyndir sameinað félög og samtök. Starfsgreinasambandið mætir nú sameinað til kjaraviðræðna í fyrsta sinn og Landssamband verslunarmanna og VR leggja fram svo til sömu kröfur. Aldrei fyrr hefur verkalýðshreyfingin verið jafn sameinuð. Við viljum að sami andi leiki um Neytendasamtökin og systurfélög þeirra. Við eigum að hlusta hvert á annað, læra hvort af öðru og finna þann takt sem sameinar okkur. Við eigum ekki að skemmta andstæðingum okkar með sundrung. Til þess er ábyrgð okkar of mikil. Til þess er hlutverk Neytendasamtakanna of mikilvægt. Við sem skrifuðum undir sameiginlega yfirlýsingu í aðdraganda þings Neytendasamtakanna gerðum það í kjölfar samtals og skoðanaskipta um hlutverk og framtíð samtakanna og hagsmunabaráttu neytenda. Við komum sum úr verkalýðshreyfingunni, önnur úr Samtökum leigjenda, sem ganga nú í gegnum endurnýjun, og höfum flest starfað innan annarra almannasamtaka. Ekkert okkar vill spila einleik í aðdraganda þessa þings og ekkert okkar vill að Neytendasamtökin spili einleik á næstu árum. Við bjóðum okkur fram til að sameina neytendur í sterkum almannasamtökum, ekki með því að þynna út stefnuna heldur með því að marka skýra stefnu, ákveðnar kröfur, sterka rödd og beittar aðgerðir. Við viljum að Neytendasamtökin verði herská í baráttu sinni gegn okri og svikum fyrirtækja. En við viljum að þau verði góð systir sinna systursamtaka.Höfundar eru frambjóðendur til formanns og stjórnar Neytendasamtakanna.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun