Leigjendur og neytendur eiga að standa þétt saman Rán Reynisdóttir og Pálína Sjöfn Þórarinsdóttir skrifar 26. október 2018 10:00 Því miður hefur sundurlyndi en ekki samheldni einkennt samskipti samtaka um hagsmunamál almennings. Svo mjög, að ætla má að einstök félög skilgreini önnur almannasamtök sem andstæðinga sína en ekki samherja. Við ættum að nýta þau tímamót sem Neytendasamtökin standa nú frammi fyrir til að yfirstíga þennan vanda, skilja alla kergju eftir og vinna sameiginlega að því að stórefla hagsmunabaráttu neytenda. Í dag er það svo að það er Alþýðusamband Íslands sem heldur utan um verðkannanir í samvinnu við stjórnvöld, en ekki Neytendasamtökin. Neytendasamtökin sinna síðan leigjendaaðstoðinni fyrir ráðuneytið, en ekki Samtök leigjenda. Það er engu líkara en að stjórnvöld leiki sér að því að egna einum samtökum upp á móti systursamtökum sínum. Þessu viljum við breyta. Við viljum að Samtök leigjenda séu viðurkennd fyrir það sem þau eru; samtök leigjenda. Og við viljum að Alþýðusambandið virði hlutverk Neytendasamtakanna og gefi frá sér verkefni sem augljóslega ættu best heima hjá Neytendasamtökunum. Þessi kergja milli almannasamtaka birtist einnig á komandi þingi Neytendasamtakanna þar sem hálf stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna bíður sig fram til stjórnarsetu í Neytendasamtökunum. Það segir sig sjálft að við, sem skrifuðum undir sameiginlega yfirlýsingu þrettán frambjóðenda til stjórnar, Neytendur rísa upp!, erum ekki stuðningsfólk framboðs stjórnar Hagsmunasamtaka heimilanna til stjórnar Neytendasamtakanna. Við erum í okkar eigin framboði. Í því fellst ekki að við séum andstæðingar Hagsmunasamtaka heimilanna, þvert á móti. Okkar von og trú er að Neytendasamtökin muni byggja upp samstarf við Hagsmunasamtökin í framtíðinni, eins og þau muni gera gagnvart Samtökum leigjenda, Alþýðusambandinu, Félagi íslenskra bifreiðareigenda og fleirum samtökum. Það samstarf þarf að byggjast upp af virðingu, trausti og viðurkenningu á meginverkefnum hvers félags. Það er vilji okkar að Neytendasamtökin styðji Hagsmunasamtök heimilanna til að þróast áfram sem hagsmunasamtök almennings sem lántaka, eins og verkalýðsfélögin eru hagsmunasamtök almennings sem launafólks, Samtök leigjenda sem hagsmunasamtök almennings sem leigjenda og svo framvegis. Við sjáum ekki tilganginn með því að Neytendasamtökin verði það sem Hagsmunasamtökin eru né að Hagsmunasamtökin verði það sem Neytendasamtökin ættu að vera. Við ættum að horfa til verkalýðshreyfingarinnar sem fyrirmyndar. Þar hefur skýrari framtíðarsýn og róttækari hugmyndir sameinað félög og samtök. Starfsgreinasambandið mætir nú sameinað til kjaraviðræðna í fyrsta sinn og Landssamband verslunarmanna og VR leggja fram svo til sömu kröfur. Aldrei fyrr hefur verkalýðshreyfingin verið jafn sameinuð. Við viljum að sami andi leiki um Neytendasamtökin og systurfélög þeirra. Við eigum að hlusta hvert á annað, læra hvort af öðru og finna þann takt sem sameinar okkur. Við eigum ekki að skemmta andstæðingum okkar með sundrung. Til þess er ábyrgð okkar of mikil. Til þess er hlutverk Neytendasamtakanna of mikilvægt. Við sem skrifuðum undir sameiginlega yfirlýsingu í aðdraganda þings Neytendasamtakanna gerðum það í kjölfar samtals og skoðanaskipta um hlutverk og framtíð samtakanna og hagsmunabaráttu neytenda. Við komum sum úr verkalýðshreyfingunni, önnur úr Samtökum leigjenda, sem ganga nú í gegnum endurnýjun, og höfum flest starfað innan annarra almannasamtaka. Ekkert okkar vill spila einleik í aðdraganda þessa þings og ekkert okkar vill að Neytendasamtökin spili einleik á næstu árum. Við bjóðum okkur fram til að sameina neytendur í sterkum almannasamtökum, ekki með því að þynna út stefnuna heldur með því að marka skýra stefnu, ákveðnar kröfur, sterka rödd og beittar aðgerðir. Við viljum að Neytendasamtökin verði herská í baráttu sinni gegn okri og svikum fyrirtækja. En við viljum að þau verði góð systir sinna systursamtaka.Höfundar eru frambjóðendur til formanns og stjórnar Neytendasamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Því miður hefur sundurlyndi en ekki samheldni einkennt samskipti samtaka um hagsmunamál almennings. Svo mjög, að ætla má að einstök félög skilgreini önnur almannasamtök sem andstæðinga sína en ekki samherja. Við ættum að nýta þau tímamót sem Neytendasamtökin standa nú frammi fyrir til að yfirstíga þennan vanda, skilja alla kergju eftir og vinna sameiginlega að því að stórefla hagsmunabaráttu neytenda. Í dag er það svo að það er Alþýðusamband Íslands sem heldur utan um verðkannanir í samvinnu við stjórnvöld, en ekki Neytendasamtökin. Neytendasamtökin sinna síðan leigjendaaðstoðinni fyrir ráðuneytið, en ekki Samtök leigjenda. Það er engu líkara en að stjórnvöld leiki sér að því að egna einum samtökum upp á móti systursamtökum sínum. Þessu viljum við breyta. Við viljum að Samtök leigjenda séu viðurkennd fyrir það sem þau eru; samtök leigjenda. Og við viljum að Alþýðusambandið virði hlutverk Neytendasamtakanna og gefi frá sér verkefni sem augljóslega ættu best heima hjá Neytendasamtökunum. Þessi kergja milli almannasamtaka birtist einnig á komandi þingi Neytendasamtakanna þar sem hálf stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna bíður sig fram til stjórnarsetu í Neytendasamtökunum. Það segir sig sjálft að við, sem skrifuðum undir sameiginlega yfirlýsingu þrettán frambjóðenda til stjórnar, Neytendur rísa upp!, erum ekki stuðningsfólk framboðs stjórnar Hagsmunasamtaka heimilanna til stjórnar Neytendasamtakanna. Við erum í okkar eigin framboði. Í því fellst ekki að við séum andstæðingar Hagsmunasamtaka heimilanna, þvert á móti. Okkar von og trú er að Neytendasamtökin muni byggja upp samstarf við Hagsmunasamtökin í framtíðinni, eins og þau muni gera gagnvart Samtökum leigjenda, Alþýðusambandinu, Félagi íslenskra bifreiðareigenda og fleirum samtökum. Það samstarf þarf að byggjast upp af virðingu, trausti og viðurkenningu á meginverkefnum hvers félags. Það er vilji okkar að Neytendasamtökin styðji Hagsmunasamtök heimilanna til að þróast áfram sem hagsmunasamtök almennings sem lántaka, eins og verkalýðsfélögin eru hagsmunasamtök almennings sem launafólks, Samtök leigjenda sem hagsmunasamtök almennings sem leigjenda og svo framvegis. Við sjáum ekki tilganginn með því að Neytendasamtökin verði það sem Hagsmunasamtökin eru né að Hagsmunasamtökin verði það sem Neytendasamtökin ættu að vera. Við ættum að horfa til verkalýðshreyfingarinnar sem fyrirmyndar. Þar hefur skýrari framtíðarsýn og róttækari hugmyndir sameinað félög og samtök. Starfsgreinasambandið mætir nú sameinað til kjaraviðræðna í fyrsta sinn og Landssamband verslunarmanna og VR leggja fram svo til sömu kröfur. Aldrei fyrr hefur verkalýðshreyfingin verið jafn sameinuð. Við viljum að sami andi leiki um Neytendasamtökin og systurfélög þeirra. Við eigum að hlusta hvert á annað, læra hvort af öðru og finna þann takt sem sameinar okkur. Við eigum ekki að skemmta andstæðingum okkar með sundrung. Til þess er ábyrgð okkar of mikil. Til þess er hlutverk Neytendasamtakanna of mikilvægt. Við sem skrifuðum undir sameiginlega yfirlýsingu í aðdraganda þings Neytendasamtakanna gerðum það í kjölfar samtals og skoðanaskipta um hlutverk og framtíð samtakanna og hagsmunabaráttu neytenda. Við komum sum úr verkalýðshreyfingunni, önnur úr Samtökum leigjenda, sem ganga nú í gegnum endurnýjun, og höfum flest starfað innan annarra almannasamtaka. Ekkert okkar vill spila einleik í aðdraganda þessa þings og ekkert okkar vill að Neytendasamtökin spili einleik á næstu árum. Við bjóðum okkur fram til að sameina neytendur í sterkum almannasamtökum, ekki með því að þynna út stefnuna heldur með því að marka skýra stefnu, ákveðnar kröfur, sterka rödd og beittar aðgerðir. Við viljum að Neytendasamtökin verði herská í baráttu sinni gegn okri og svikum fyrirtækja. En við viljum að þau verði góð systir sinna systursamtaka.Höfundar eru frambjóðendur til formanns og stjórnar Neytendasamtakanna.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun