Leigjendur og neytendur eiga að standa þétt saman Rán Reynisdóttir og Pálína Sjöfn Þórarinsdóttir skrifar 26. október 2018 10:00 Því miður hefur sundurlyndi en ekki samheldni einkennt samskipti samtaka um hagsmunamál almennings. Svo mjög, að ætla má að einstök félög skilgreini önnur almannasamtök sem andstæðinga sína en ekki samherja. Við ættum að nýta þau tímamót sem Neytendasamtökin standa nú frammi fyrir til að yfirstíga þennan vanda, skilja alla kergju eftir og vinna sameiginlega að því að stórefla hagsmunabaráttu neytenda. Í dag er það svo að það er Alþýðusamband Íslands sem heldur utan um verðkannanir í samvinnu við stjórnvöld, en ekki Neytendasamtökin. Neytendasamtökin sinna síðan leigjendaaðstoðinni fyrir ráðuneytið, en ekki Samtök leigjenda. Það er engu líkara en að stjórnvöld leiki sér að því að egna einum samtökum upp á móti systursamtökum sínum. Þessu viljum við breyta. Við viljum að Samtök leigjenda séu viðurkennd fyrir það sem þau eru; samtök leigjenda. Og við viljum að Alþýðusambandið virði hlutverk Neytendasamtakanna og gefi frá sér verkefni sem augljóslega ættu best heima hjá Neytendasamtökunum. Þessi kergja milli almannasamtaka birtist einnig á komandi þingi Neytendasamtakanna þar sem hálf stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna bíður sig fram til stjórnarsetu í Neytendasamtökunum. Það segir sig sjálft að við, sem skrifuðum undir sameiginlega yfirlýsingu þrettán frambjóðenda til stjórnar, Neytendur rísa upp!, erum ekki stuðningsfólk framboðs stjórnar Hagsmunasamtaka heimilanna til stjórnar Neytendasamtakanna. Við erum í okkar eigin framboði. Í því fellst ekki að við séum andstæðingar Hagsmunasamtaka heimilanna, þvert á móti. Okkar von og trú er að Neytendasamtökin muni byggja upp samstarf við Hagsmunasamtökin í framtíðinni, eins og þau muni gera gagnvart Samtökum leigjenda, Alþýðusambandinu, Félagi íslenskra bifreiðareigenda og fleirum samtökum. Það samstarf þarf að byggjast upp af virðingu, trausti og viðurkenningu á meginverkefnum hvers félags. Það er vilji okkar að Neytendasamtökin styðji Hagsmunasamtök heimilanna til að þróast áfram sem hagsmunasamtök almennings sem lántaka, eins og verkalýðsfélögin eru hagsmunasamtök almennings sem launafólks, Samtök leigjenda sem hagsmunasamtök almennings sem leigjenda og svo framvegis. Við sjáum ekki tilganginn með því að Neytendasamtökin verði það sem Hagsmunasamtökin eru né að Hagsmunasamtökin verði það sem Neytendasamtökin ættu að vera. Við ættum að horfa til verkalýðshreyfingarinnar sem fyrirmyndar. Þar hefur skýrari framtíðarsýn og róttækari hugmyndir sameinað félög og samtök. Starfsgreinasambandið mætir nú sameinað til kjaraviðræðna í fyrsta sinn og Landssamband verslunarmanna og VR leggja fram svo til sömu kröfur. Aldrei fyrr hefur verkalýðshreyfingin verið jafn sameinuð. Við viljum að sami andi leiki um Neytendasamtökin og systurfélög þeirra. Við eigum að hlusta hvert á annað, læra hvort af öðru og finna þann takt sem sameinar okkur. Við eigum ekki að skemmta andstæðingum okkar með sundrung. Til þess er ábyrgð okkar of mikil. Til þess er hlutverk Neytendasamtakanna of mikilvægt. Við sem skrifuðum undir sameiginlega yfirlýsingu í aðdraganda þings Neytendasamtakanna gerðum það í kjölfar samtals og skoðanaskipta um hlutverk og framtíð samtakanna og hagsmunabaráttu neytenda. Við komum sum úr verkalýðshreyfingunni, önnur úr Samtökum leigjenda, sem ganga nú í gegnum endurnýjun, og höfum flest starfað innan annarra almannasamtaka. Ekkert okkar vill spila einleik í aðdraganda þessa þings og ekkert okkar vill að Neytendasamtökin spili einleik á næstu árum. Við bjóðum okkur fram til að sameina neytendur í sterkum almannasamtökum, ekki með því að þynna út stefnuna heldur með því að marka skýra stefnu, ákveðnar kröfur, sterka rödd og beittar aðgerðir. Við viljum að Neytendasamtökin verði herská í baráttu sinni gegn okri og svikum fyrirtækja. En við viljum að þau verði góð systir sinna systursamtaka.Höfundar eru frambjóðendur til formanns og stjórnar Neytendasamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Því miður hefur sundurlyndi en ekki samheldni einkennt samskipti samtaka um hagsmunamál almennings. Svo mjög, að ætla má að einstök félög skilgreini önnur almannasamtök sem andstæðinga sína en ekki samherja. Við ættum að nýta þau tímamót sem Neytendasamtökin standa nú frammi fyrir til að yfirstíga þennan vanda, skilja alla kergju eftir og vinna sameiginlega að því að stórefla hagsmunabaráttu neytenda. Í dag er það svo að það er Alþýðusamband Íslands sem heldur utan um verðkannanir í samvinnu við stjórnvöld, en ekki Neytendasamtökin. Neytendasamtökin sinna síðan leigjendaaðstoðinni fyrir ráðuneytið, en ekki Samtök leigjenda. Það er engu líkara en að stjórnvöld leiki sér að því að egna einum samtökum upp á móti systursamtökum sínum. Þessu viljum við breyta. Við viljum að Samtök leigjenda séu viðurkennd fyrir það sem þau eru; samtök leigjenda. Og við viljum að Alþýðusambandið virði hlutverk Neytendasamtakanna og gefi frá sér verkefni sem augljóslega ættu best heima hjá Neytendasamtökunum. Þessi kergja milli almannasamtaka birtist einnig á komandi þingi Neytendasamtakanna þar sem hálf stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna bíður sig fram til stjórnarsetu í Neytendasamtökunum. Það segir sig sjálft að við, sem skrifuðum undir sameiginlega yfirlýsingu þrettán frambjóðenda til stjórnar, Neytendur rísa upp!, erum ekki stuðningsfólk framboðs stjórnar Hagsmunasamtaka heimilanna til stjórnar Neytendasamtakanna. Við erum í okkar eigin framboði. Í því fellst ekki að við séum andstæðingar Hagsmunasamtaka heimilanna, þvert á móti. Okkar von og trú er að Neytendasamtökin muni byggja upp samstarf við Hagsmunasamtökin í framtíðinni, eins og þau muni gera gagnvart Samtökum leigjenda, Alþýðusambandinu, Félagi íslenskra bifreiðareigenda og fleirum samtökum. Það samstarf þarf að byggjast upp af virðingu, trausti og viðurkenningu á meginverkefnum hvers félags. Það er vilji okkar að Neytendasamtökin styðji Hagsmunasamtök heimilanna til að þróast áfram sem hagsmunasamtök almennings sem lántaka, eins og verkalýðsfélögin eru hagsmunasamtök almennings sem launafólks, Samtök leigjenda sem hagsmunasamtök almennings sem leigjenda og svo framvegis. Við sjáum ekki tilganginn með því að Neytendasamtökin verði það sem Hagsmunasamtökin eru né að Hagsmunasamtökin verði það sem Neytendasamtökin ættu að vera. Við ættum að horfa til verkalýðshreyfingarinnar sem fyrirmyndar. Þar hefur skýrari framtíðarsýn og róttækari hugmyndir sameinað félög og samtök. Starfsgreinasambandið mætir nú sameinað til kjaraviðræðna í fyrsta sinn og Landssamband verslunarmanna og VR leggja fram svo til sömu kröfur. Aldrei fyrr hefur verkalýðshreyfingin verið jafn sameinuð. Við viljum að sami andi leiki um Neytendasamtökin og systurfélög þeirra. Við eigum að hlusta hvert á annað, læra hvort af öðru og finna þann takt sem sameinar okkur. Við eigum ekki að skemmta andstæðingum okkar með sundrung. Til þess er ábyrgð okkar of mikil. Til þess er hlutverk Neytendasamtakanna of mikilvægt. Við sem skrifuðum undir sameiginlega yfirlýsingu í aðdraganda þings Neytendasamtakanna gerðum það í kjölfar samtals og skoðanaskipta um hlutverk og framtíð samtakanna og hagsmunabaráttu neytenda. Við komum sum úr verkalýðshreyfingunni, önnur úr Samtökum leigjenda, sem ganga nú í gegnum endurnýjun, og höfum flest starfað innan annarra almannasamtaka. Ekkert okkar vill spila einleik í aðdraganda þessa þings og ekkert okkar vill að Neytendasamtökin spili einleik á næstu árum. Við bjóðum okkur fram til að sameina neytendur í sterkum almannasamtökum, ekki með því að þynna út stefnuna heldur með því að marka skýra stefnu, ákveðnar kröfur, sterka rödd og beittar aðgerðir. Við viljum að Neytendasamtökin verði herská í baráttu sinni gegn okri og svikum fyrirtækja. En við viljum að þau verði góð systir sinna systursamtaka.Höfundar eru frambjóðendur til formanns og stjórnar Neytendasamtakanna.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun