Byggjum í Hafnarfirði Ágúst Bjarni Garðarsson og skrifa 28. apríl 2018 13:42 Húsnæðismál eru ein af grunnstoðum velferðarkerfisins. Öll þurfum við þak yfir höfuðið - við þurfum húsnæðisöryggi óháð efnahag og búsetu. Það er ein lykilforsenda heilbrigðs samfélags. Nægt framboð af húsnæði skiptir máli, en slíkt hefur ekki verið raunin. Árið 2016 voru 4 nýir íbúar um hverja íbúð en árið 2017 var talan komin í 6 nýja íbúa á hverja íbúð. Þetta sýnir okkur að vandinn hefur frekar verið að aukast heldur en hitt. Hlutverk sveitarfélagaEftirspurn eftir húsnæði hefur verið meiri en framboðið og slíkt skapar vandamál og hækkar verð. Uppbyggingin hefur samt verið meiri á höfuðborgarsvæðinu en áður og hafa öll sveitarfélögin tekið þátt í þeirri uppbyggingu að Hafnarfirði undanskildum. Fjöldi íbúða í byggingu í Reykjavík er 1726, 1048 í Kópavogi, 594 í Garðabæ, 550 í Mosfellsbæ en aðeins 150 í Hafnarfirði. Hlutfallslega er aukningin því minnst í Hafnarfirði og Reykjavík. Núverandi meirihluti hefur ekki sinnt þessum málum. Staðreyndirnar tala sínu máli. Á fundi Samtaka iðnaðarins nýverið kom fram að byggja þurfi 45 þúsund íbúðir á næstu 22 árum. Við, hér í Hafnarfirði, getum ekki leyft okkur að sitja hjá líkt og við höfum gert undanfarin ár. Við höfum skyldu að gegna gagnvart samfélaginu okkar. Bent hefur verið á þá staðreynd að nú þegar tekið hefur að hægja á hagvextinum sé góður tími til að hefjast handa og byggja upp innviði eins og húsnæði. Vissulega þarf að gera það skynsamlega og fylgjast með að ekki sé byggt of mikið. Þetta er samstarfsverkefni ríkis og sveitarfélaga og eru húsnæðisáætlanir gott verkfæri þegar kemur að slíku eftirliti. Hafnarfjörður hefur ekki enn sett sér húsnæðisáætlun. Slík áætlun þarf að vera vel unnin í víðtæki samstarfi og samráði við hagsmunaaðila eigi hún að nýtast sem það mikilvæga verkfæri sem sveitarfélög þurfa, og eiga að hafa, til að fá raunverulega mynd af stöðu mála. Hún gefur okkur einnig tækifæri til að greina framboð og eftirspurn eftir mismunandi húsnæðisformum og setja okkur áætlun um það hvernig skuli bregðast við, í nútíð og framtíð. Við þurfum lausnir – og erum með þær Við í Framsókn og óháðum munum tryggja nægt framboð lóða, skipuleggja ný svæði og ráðast í endurskoðun á gjöldum sveitarfélagsins með það að markmiði að þau lækki. Þá erum við sérstaklega að tala um lóðargjöldin, en sú staðreynd blasir við okkur að lóðargjöld eru 20% af heildarbyggingakostnaði. Einnig þurfum við meiri sveigjanleika í skipulagsskilmálum. Jafn strangir skilmálar og hafa viðgengist hér í Hafnarfirði hafa það í för með sér að framkvæmdaaðilar treysta sér ekki til að byggja ódýrt húsnæði. Við munum ráðast í þessar aðgerðir svo að mögulegt verði að byggja íbúðir fyrir alla hópa samfélagsins og um leið tryggja að Hafnarfjörður verði samfélag þar sem allir fái notið sín. Sameinumst um þetta verkefni – við erum sterkari saman. Höfundur er oddviti Framsóknar og óháðra í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar Ágúst Bjarni Garðarsson Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Húsnæðismál eru ein af grunnstoðum velferðarkerfisins. Öll þurfum við þak yfir höfuðið - við þurfum húsnæðisöryggi óháð efnahag og búsetu. Það er ein lykilforsenda heilbrigðs samfélags. Nægt framboð af húsnæði skiptir máli, en slíkt hefur ekki verið raunin. Árið 2016 voru 4 nýir íbúar um hverja íbúð en árið 2017 var talan komin í 6 nýja íbúa á hverja íbúð. Þetta sýnir okkur að vandinn hefur frekar verið að aukast heldur en hitt. Hlutverk sveitarfélagaEftirspurn eftir húsnæði hefur verið meiri en framboðið og slíkt skapar vandamál og hækkar verð. Uppbyggingin hefur samt verið meiri á höfuðborgarsvæðinu en áður og hafa öll sveitarfélögin tekið þátt í þeirri uppbyggingu að Hafnarfirði undanskildum. Fjöldi íbúða í byggingu í Reykjavík er 1726, 1048 í Kópavogi, 594 í Garðabæ, 550 í Mosfellsbæ en aðeins 150 í Hafnarfirði. Hlutfallslega er aukningin því minnst í Hafnarfirði og Reykjavík. Núverandi meirihluti hefur ekki sinnt þessum málum. Staðreyndirnar tala sínu máli. Á fundi Samtaka iðnaðarins nýverið kom fram að byggja þurfi 45 þúsund íbúðir á næstu 22 árum. Við, hér í Hafnarfirði, getum ekki leyft okkur að sitja hjá líkt og við höfum gert undanfarin ár. Við höfum skyldu að gegna gagnvart samfélaginu okkar. Bent hefur verið á þá staðreynd að nú þegar tekið hefur að hægja á hagvextinum sé góður tími til að hefjast handa og byggja upp innviði eins og húsnæði. Vissulega þarf að gera það skynsamlega og fylgjast með að ekki sé byggt of mikið. Þetta er samstarfsverkefni ríkis og sveitarfélaga og eru húsnæðisáætlanir gott verkfæri þegar kemur að slíku eftirliti. Hafnarfjörður hefur ekki enn sett sér húsnæðisáætlun. Slík áætlun þarf að vera vel unnin í víðtæki samstarfi og samráði við hagsmunaaðila eigi hún að nýtast sem það mikilvæga verkfæri sem sveitarfélög þurfa, og eiga að hafa, til að fá raunverulega mynd af stöðu mála. Hún gefur okkur einnig tækifæri til að greina framboð og eftirspurn eftir mismunandi húsnæðisformum og setja okkur áætlun um það hvernig skuli bregðast við, í nútíð og framtíð. Við þurfum lausnir – og erum með þær Við í Framsókn og óháðum munum tryggja nægt framboð lóða, skipuleggja ný svæði og ráðast í endurskoðun á gjöldum sveitarfélagsins með það að markmiði að þau lækki. Þá erum við sérstaklega að tala um lóðargjöldin, en sú staðreynd blasir við okkur að lóðargjöld eru 20% af heildarbyggingakostnaði. Einnig þurfum við meiri sveigjanleika í skipulagsskilmálum. Jafn strangir skilmálar og hafa viðgengist hér í Hafnarfirði hafa það í för með sér að framkvæmdaaðilar treysta sér ekki til að byggja ódýrt húsnæði. Við munum ráðast í þessar aðgerðir svo að mögulegt verði að byggja íbúðir fyrir alla hópa samfélagsins og um leið tryggja að Hafnarfjörður verði samfélag þar sem allir fái notið sín. Sameinumst um þetta verkefni – við erum sterkari saman. Höfundur er oddviti Framsóknar og óháðra í Hafnarfirði.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar