Tengsl milli líkamsþyngdar og krabbameina – hvað er til ráða? Jóhanna E. Torfadóttir skrifar 14. nóvember 2018 16:32 Hár líkamsþyngdarstuðull er staðfestur áhættuþáttur krabbameina í 12 líffærum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu á vegum Alþjóðakrabbameinssjóðisins (WCRF) sem birt var fyrr á þessu ári. Líkamsþyngdarstuðull (þyngd deilt með hæð í öðru veldi) hefur verið notaður í rannsóknum til að meta tengsl við sjúkdóma og dánartíðni. Almennt er lægsta sjúkdóms- og dánartíðni meðal einstaklinga sem eru með líkamsþyngdarstuðul á bilinu 18,5 til 25 kg/m2. Þó að ekki sé hægt að gera greinarmun á fitu- og vöðvamassa út frá líkamsþyngdarstuðli og hann henti því verr til að meta heilsu á einstaklingsgrundvelli þá hentar líkamsþyngdarstuðullinn ágætlega til að rannsaka hópa fólks. Áhætta á krabbameini í eftirtöldum líffærum hækkar með hækkandi líkamsþyngdarstuðli (BMI):VélindaBrisiGallblöðruLifurRistli og endaþarmiBrjóstum – greint eftir tíðarhvörfLegiEggjastokkumNýrumMunni, koki og barkarkýliMaga (magaop)Blöðruhálskirtli – langt gengið meinHvað er til ráða?Í skýrslu Alþjóðakrabbameinsrannsóknasjóðsins eru gefnar ráðleggingar til að stuðla að hæfilegri líkamsþyngd og koma í veg fyrir þyngdaraukningu. Þær eru helstar:Hreyfum okkur daglega (minnst 30 mínútur samanlagt á dag t.d. ganga, hjóla, synda og fleira í þeim dúr).Takmörkum skjátíma utan vinnu og skóla (sjónvarp, tölva og snjallsími)Borðum ríflega af heilkornavörum, grænmeti, ávöxtum og baunumTakmörkum neyslu á unnum matvælum sem innihalda mikið af fitu, sterkju og/eða sykriTakmörkum neyslu á drykkjum sem innihalda sykur Þessar ráðleggingar eru í samræmi við þær almennu ráðleggingar um mataræði sem Embætti landlæknis gefur til að tryggja að líkaminn fái nauðsynleg næringarefni og stuðla að góðri heilsu auk þess að minnka líkur á ýmsum langvinnum sjúkdómum, þar með talið krabbameinum. Mikilvægt er að stjórnvöld stuðli að bættri lýðheilsu þjóðarinna. Í þessu tilliti má geta þess að sykurskattur lagður á drykki sem innihalda sykur og/eða sætuefni hefur dregið úr neyslu þessara drykkja bæði í Kaliforníu og Mexíkó (1, 2, 3). Einnig má nefna jákvætt framtak margra vinnustaða að hvetja til hreyfingar til og frá vinnu og meðan á vinnutíma stendur ásamt því að bjóða uppá fjölbreyttan og hollan mat á vinnutíma. Þess konar framtak getur verið jákvæður þáttur í forvörnum gegn margvíslegum sjúkdómum, haft jákvæð áhrif á starfsánægju og mögulega fækkað veikindadögum.Staðan á ÍslandiÍ norrænni rannsókn frá 2017 sem unnin var í samstarfi við Krabbameinsskrá Íslands, var reiknað út hvað hægt væri að koma í veg fyrir mörg krabbameinstilvik á Norðurlöndunum útfrá tíðni ofþyngdar og offitu. Í rannsókninni kemur meðal annars fram að ef að tíðni ofþyngdar og offitu hefði verið 0% á Íslandi árið 2016 þá hefði verið hægt að koma í veg fyrir 13% af krabbameinsgerðum sem tengjast ofþyngd og offitu næstu 30 árin, eða 3000 krabbamein. Mestu áhrifin sáust fyrir krabbamein í brjóstum og ristli en einnig mátti greina mestu hlutfallslegu lækkunina fyrir mein í legbol og vélinda. Ef tíðni ofþyngdar og offitu myndi lækka um 50% á næstu 20 árum þá myndi krabbameinstilvikum fækka um 1050 (5%). Í samanburði við hin Norðurlöndin væri hlutfallslega hægt að koma í veg fyrir fleiri krabbameinstilvik hérlendis þar sem offita fullorðinna er algengari á Íslandi. Þátttakendur í landskönnunum um mataræði Íslendinga hafa gefið upplýsingar um hæð og þyngd á undanförnum áratugum og samkvæmt þessum rannsóknum jókst tíðni offitu meðal fullorðinna frá því að vera 8% árið 1990 upp í 21% árið 2011. Einnig hefur upplýsingum um hæð og þyngd landsmanna verið safnað í rannsókninni „Heilsa & líðan“ á vegum Embættisins og þar sést áframhaldandi aukning í offitu meðal landsmanna. Slík þróun hefur ekki sést undanfarin ár hjá grunnskólabörnum á höfuðborgarsvæðinu þar sem tíðni offitu hefur staðið í stað eða jafnvel minnkað og því mikilvægt að huga áfram vel að umgjörð grunnskóla en líka framhaldsskóla, háskóla og vinnustaða á landinu til að auðvelda öllum aðgengi að hollum og fjölbreyttum máltíðum og hreyfingu en líka að sérfræðingum sem sérhæfa sig í heilsutengdum málefnum. Aukin offita meðal landsmanna undirstrikar þörfina fyrir forvarnir og meðferðarmöguleika hjá stjórnvöldum, svo sem að koma á sykurskatti á gosdrykki en rannsóknir sýna bein tengsl milli neyslu slíkra drykkja og þyngdaraukningar. Sé komið í veg fyrir þyngdaraukningu á fullorðinsárum er dregið úr líkunum á að einstaklingur fái sykursýki af gerðinni tvö, hjarta- og æðasjúkdóma og ýmsar gerðir krabbameina.Höfundur er Jóhanna E. Torfadóttir, næringar- og lýðheilsufræðingur og fræðslufulltrúi hjá Krabbameinsfélaginu.Heimildir 1: https://www.bmj.com/content/352/bmj.h6704 2: https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/28228484 3: https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/?term=Impact+of+the+Berkeley+Excise+Tax+on+Sugar-Sweetened+Beverage+Consumption Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Hár líkamsþyngdarstuðull er staðfestur áhættuþáttur krabbameina í 12 líffærum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu á vegum Alþjóðakrabbameinssjóðisins (WCRF) sem birt var fyrr á þessu ári. Líkamsþyngdarstuðull (þyngd deilt með hæð í öðru veldi) hefur verið notaður í rannsóknum til að meta tengsl við sjúkdóma og dánartíðni. Almennt er lægsta sjúkdóms- og dánartíðni meðal einstaklinga sem eru með líkamsþyngdarstuðul á bilinu 18,5 til 25 kg/m2. Þó að ekki sé hægt að gera greinarmun á fitu- og vöðvamassa út frá líkamsþyngdarstuðli og hann henti því verr til að meta heilsu á einstaklingsgrundvelli þá hentar líkamsþyngdarstuðullinn ágætlega til að rannsaka hópa fólks. Áhætta á krabbameini í eftirtöldum líffærum hækkar með hækkandi líkamsþyngdarstuðli (BMI):VélindaBrisiGallblöðruLifurRistli og endaþarmiBrjóstum – greint eftir tíðarhvörfLegiEggjastokkumNýrumMunni, koki og barkarkýliMaga (magaop)Blöðruhálskirtli – langt gengið meinHvað er til ráða?Í skýrslu Alþjóðakrabbameinsrannsóknasjóðsins eru gefnar ráðleggingar til að stuðla að hæfilegri líkamsþyngd og koma í veg fyrir þyngdaraukningu. Þær eru helstar:Hreyfum okkur daglega (minnst 30 mínútur samanlagt á dag t.d. ganga, hjóla, synda og fleira í þeim dúr).Takmörkum skjátíma utan vinnu og skóla (sjónvarp, tölva og snjallsími)Borðum ríflega af heilkornavörum, grænmeti, ávöxtum og baunumTakmörkum neyslu á unnum matvælum sem innihalda mikið af fitu, sterkju og/eða sykriTakmörkum neyslu á drykkjum sem innihalda sykur Þessar ráðleggingar eru í samræmi við þær almennu ráðleggingar um mataræði sem Embætti landlæknis gefur til að tryggja að líkaminn fái nauðsynleg næringarefni og stuðla að góðri heilsu auk þess að minnka líkur á ýmsum langvinnum sjúkdómum, þar með talið krabbameinum. Mikilvægt er að stjórnvöld stuðli að bættri lýðheilsu þjóðarinna. Í þessu tilliti má geta þess að sykurskattur lagður á drykki sem innihalda sykur og/eða sætuefni hefur dregið úr neyslu þessara drykkja bæði í Kaliforníu og Mexíkó (1, 2, 3). Einnig má nefna jákvætt framtak margra vinnustaða að hvetja til hreyfingar til og frá vinnu og meðan á vinnutíma stendur ásamt því að bjóða uppá fjölbreyttan og hollan mat á vinnutíma. Þess konar framtak getur verið jákvæður þáttur í forvörnum gegn margvíslegum sjúkdómum, haft jákvæð áhrif á starfsánægju og mögulega fækkað veikindadögum.Staðan á ÍslandiÍ norrænni rannsókn frá 2017 sem unnin var í samstarfi við Krabbameinsskrá Íslands, var reiknað út hvað hægt væri að koma í veg fyrir mörg krabbameinstilvik á Norðurlöndunum útfrá tíðni ofþyngdar og offitu. Í rannsókninni kemur meðal annars fram að ef að tíðni ofþyngdar og offitu hefði verið 0% á Íslandi árið 2016 þá hefði verið hægt að koma í veg fyrir 13% af krabbameinsgerðum sem tengjast ofþyngd og offitu næstu 30 árin, eða 3000 krabbamein. Mestu áhrifin sáust fyrir krabbamein í brjóstum og ristli en einnig mátti greina mestu hlutfallslegu lækkunina fyrir mein í legbol og vélinda. Ef tíðni ofþyngdar og offitu myndi lækka um 50% á næstu 20 árum þá myndi krabbameinstilvikum fækka um 1050 (5%). Í samanburði við hin Norðurlöndin væri hlutfallslega hægt að koma í veg fyrir fleiri krabbameinstilvik hérlendis þar sem offita fullorðinna er algengari á Íslandi. Þátttakendur í landskönnunum um mataræði Íslendinga hafa gefið upplýsingar um hæð og þyngd á undanförnum áratugum og samkvæmt þessum rannsóknum jókst tíðni offitu meðal fullorðinna frá því að vera 8% árið 1990 upp í 21% árið 2011. Einnig hefur upplýsingum um hæð og þyngd landsmanna verið safnað í rannsókninni „Heilsa & líðan“ á vegum Embættisins og þar sést áframhaldandi aukning í offitu meðal landsmanna. Slík þróun hefur ekki sést undanfarin ár hjá grunnskólabörnum á höfuðborgarsvæðinu þar sem tíðni offitu hefur staðið í stað eða jafnvel minnkað og því mikilvægt að huga áfram vel að umgjörð grunnskóla en líka framhaldsskóla, háskóla og vinnustaða á landinu til að auðvelda öllum aðgengi að hollum og fjölbreyttum máltíðum og hreyfingu en líka að sérfræðingum sem sérhæfa sig í heilsutengdum málefnum. Aukin offita meðal landsmanna undirstrikar þörfina fyrir forvarnir og meðferðarmöguleika hjá stjórnvöldum, svo sem að koma á sykurskatti á gosdrykki en rannsóknir sýna bein tengsl milli neyslu slíkra drykkja og þyngdaraukningar. Sé komið í veg fyrir þyngdaraukningu á fullorðinsárum er dregið úr líkunum á að einstaklingur fái sykursýki af gerðinni tvö, hjarta- og æðasjúkdóma og ýmsar gerðir krabbameina.Höfundur er Jóhanna E. Torfadóttir, næringar- og lýðheilsufræðingur og fræðslufulltrúi hjá Krabbameinsfélaginu.Heimildir 1: https://www.bmj.com/content/352/bmj.h6704 2: https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/28228484 3: https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/?term=Impact+of+the+Berkeley+Excise+Tax+on+Sugar-Sweetened+Beverage+Consumption
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun