Framtíðin gegn ríkinu Eva Baldursdóttir skrifar 15. október 2018 16:38 Loftslagsbreytingar hafa áhrif á allt. Náttúru, sjó, jökla, hitastig jarðar, veðurfar og alla íbúa jarðarinnar. Heimsendaspár eru að taka á sig mynd með verstu spám um hækkun hita en ljóst er að margar borgir jarðarinnar munu verða fyrir verulegum áhrifum vegna hækkunar sjávarmáls. Haag, New York, Miami, Shanghai, Rio de Janeiro, Osaka, Alexandria svo einhverjar séu nefndar. Sumir segja að þær muni sökkva nánast alveg en hvernig sem það verður, mun hækkun sjávarmáls hafa alvarlegar afleiðingar. Jörðin er að hlýna. Vatnið er að koma. Umhverfið og loftslagsbreytingar eru ekki krúttlegt áhugamál fólks í lopapeysum sem hefur gaman að því að skoða fugla, týna ber og ganga á fjöll. Ef spár reynast réttar um hlýnun jarðar frá 2060 og áfram er þetta stærsta og flóknasta álitaefni sem heimurinn stendur frammi fyrir í efnahagslegu tilliti. Auðlindir munu skerðast, flóttamannavandi skapast sem og heilsufarsvandi, fæðuöryggi rýrnar svo eitthvað sé nefnt um þau áhrif sem hlýnun jarðar hefur. Um allan heim eru hópar fólks að taka sig saman og fara í mál við ríki vegna aðgerðarleysis stjórnmálamanna í umhverfismálum. Stefnendur í þessum málum eru yfirleitt hópur barna. Í síðustu viku var stór dagur fyrir umhverfið þegar hollenskur áfrýjunardómstóll staðfesti niðurstöðu héraðsdóms þar í landi, en samkvæmt dómnum er hollensku ríkistjórninni skylt að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um að minnsta kosti 25% árið 2020 frá 1990 viðmiðunum. Tvö önnur stór mál eru undir smásjá alþjóðasamfélagsins. Ef málin vinnast geta þau haft mikla þýðingu fyrir stefnumótun og aðgerðir stjórnvalda í loftslagsmálum. Í Bandaríkjunum er það Juliana v. United States, þar sem reynt er á rétt framtíðarkynslóða til heilbrigðs umhverfis og svokallaðs „public trust doctrine“ sem byggir á því að ríkið hafi skyldu til að vernda borgara og framtíðarkynslóðir fyrir vá sem skerðir lífsgæði þeirra. Það mál hefur fengið mikla umfjöllun hér í landi. Öllu þýðingarmeira fyrir Ísland og Evrópu er „The People´s Climate Case“ sem bíður meðferðar fyrir Evrópudómstólnum. Í stuttu máli byggir krafan á því að núverandi lagaumgjörð Evrópusambandsins um losun gróðurhúslofttegunda standist ekki sáttmála Evrópusambandsins um grundvallarréttindi. Lagaumgjörðin heimil of mikla losun miðað við þær upplýsingar um hlýnun jarðar sem liggi fyrir. Þetta getur haft áhrif hér á landi enda erum við aðilar að viðskiptakerfi ESB um losunarheimildir. Þeir aðilar sem standa að þessum málum standa að lögfræðilegum aktívisma og tilgangurinn er að hafa bindandi áhrif á stefnumótun framkvæmdar- og löggjafarvalds. Í síðustu viku kom fram neyðarkall frá IPCC, Intergovernmental Panel on Climate Change með útgáfu skýrslu sem fjallar um áhrif hlýnunar jarðar um 1.5 gráður. Samfara skýrslunni kom skýrt fram að tímapunkturinn fyrir aðgerðir væri núna. Fyrir mér virkaði þetta eins og vekjaraklukka fyrir þá sem hafa verið á snooze takkanum lengi. Góðu fréttirnar eru að það eru til lausnir og margvíslegar aðgerðir sem má grípa til. Vandinn við CO2 er hins vegar að það tekur langan tíma að hverfa úr andrúmsloftinu og þó við hættum notkun kolefnaeldsneyta þá mun ekki draga á sama tímapunkti úr hlýnun heldur tekur það tíma. Þess vegna þurfum við bæði aðgerðir sem byggja á aðlögun (e. adaption) og mildun (e. mitigation). Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum liggur nú fyrir og er í umsagnarferli til 1. nóvember. Þar er margt gott að finna. Miðað við nýjustu skýrslu IPCC þarf hins vegar að skoða hvort ekki eigi að ganga lengra. Samkvæmt áætluninni ber að standa við markmið Parísarsamningsins árið 2030, en ekki er ljóst hvort að það séu efri mörk samningsins. Að sama skapi hvet ég Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, sem situr í nafni flokks með grænt í nafni sínu að taka forystu á alþjóðavísu í umhverfismálum og hvetja til aðgerða sem ganga lengra. Þegar lönd eins og Bandaríkin ætla ekki að skila sínu, leiðir það af hnattræns eðlis umhverfismála, að aðrar álfur eins og Evrópa þurfa einfaldlega að ganga lengra. Enn eru þeir til sem trúa ekki vísindum sem hafa borist allt frá 1970 um hlýnun jarðar af mannavöldum. Stór hluti stjórnmálamanna og ráðandi afla heimsins viðurkenna ekki vísindi og staðreyndir. Auðvitað má deila um umfang og aldrei er hægt að segja til með fullri vissu um framtíðina en það dregur ekki úr alvarleika málsins. Loftslagsbreytingar munu hafa alvarleg áhrif á líf milljóna manna hér á jörðinni og áhrif á okkur öll. Staðreyndin er sú að við getum ekki haldið áfram á sömu braut með neyslu og notkun jarðefnaeldsneyta. Við erum kynslóðin sem fékk þetta verkefni í hendur. Stöndum undir þeirri ábyrgð. Allra helst þeir sem hafa nú með höndum stefnumótun ríkis og fyrirtæki sem losa CO2 út í andrúmsloftið.Höfundur er lögfræðingur, hdl. og LL.M. nemi í alþjóðalögum við Háskólann í Miami með áherslu á umhverfismál og félagslegt réttlæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Loftslagsbreytingar hafa áhrif á allt. Náttúru, sjó, jökla, hitastig jarðar, veðurfar og alla íbúa jarðarinnar. Heimsendaspár eru að taka á sig mynd með verstu spám um hækkun hita en ljóst er að margar borgir jarðarinnar munu verða fyrir verulegum áhrifum vegna hækkunar sjávarmáls. Haag, New York, Miami, Shanghai, Rio de Janeiro, Osaka, Alexandria svo einhverjar séu nefndar. Sumir segja að þær muni sökkva nánast alveg en hvernig sem það verður, mun hækkun sjávarmáls hafa alvarlegar afleiðingar. Jörðin er að hlýna. Vatnið er að koma. Umhverfið og loftslagsbreytingar eru ekki krúttlegt áhugamál fólks í lopapeysum sem hefur gaman að því að skoða fugla, týna ber og ganga á fjöll. Ef spár reynast réttar um hlýnun jarðar frá 2060 og áfram er þetta stærsta og flóknasta álitaefni sem heimurinn stendur frammi fyrir í efnahagslegu tilliti. Auðlindir munu skerðast, flóttamannavandi skapast sem og heilsufarsvandi, fæðuöryggi rýrnar svo eitthvað sé nefnt um þau áhrif sem hlýnun jarðar hefur. Um allan heim eru hópar fólks að taka sig saman og fara í mál við ríki vegna aðgerðarleysis stjórnmálamanna í umhverfismálum. Stefnendur í þessum málum eru yfirleitt hópur barna. Í síðustu viku var stór dagur fyrir umhverfið þegar hollenskur áfrýjunardómstóll staðfesti niðurstöðu héraðsdóms þar í landi, en samkvæmt dómnum er hollensku ríkistjórninni skylt að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um að minnsta kosti 25% árið 2020 frá 1990 viðmiðunum. Tvö önnur stór mál eru undir smásjá alþjóðasamfélagsins. Ef málin vinnast geta þau haft mikla þýðingu fyrir stefnumótun og aðgerðir stjórnvalda í loftslagsmálum. Í Bandaríkjunum er það Juliana v. United States, þar sem reynt er á rétt framtíðarkynslóða til heilbrigðs umhverfis og svokallaðs „public trust doctrine“ sem byggir á því að ríkið hafi skyldu til að vernda borgara og framtíðarkynslóðir fyrir vá sem skerðir lífsgæði þeirra. Það mál hefur fengið mikla umfjöllun hér í landi. Öllu þýðingarmeira fyrir Ísland og Evrópu er „The People´s Climate Case“ sem bíður meðferðar fyrir Evrópudómstólnum. Í stuttu máli byggir krafan á því að núverandi lagaumgjörð Evrópusambandsins um losun gróðurhúslofttegunda standist ekki sáttmála Evrópusambandsins um grundvallarréttindi. Lagaumgjörðin heimil of mikla losun miðað við þær upplýsingar um hlýnun jarðar sem liggi fyrir. Þetta getur haft áhrif hér á landi enda erum við aðilar að viðskiptakerfi ESB um losunarheimildir. Þeir aðilar sem standa að þessum málum standa að lögfræðilegum aktívisma og tilgangurinn er að hafa bindandi áhrif á stefnumótun framkvæmdar- og löggjafarvalds. Í síðustu viku kom fram neyðarkall frá IPCC, Intergovernmental Panel on Climate Change með útgáfu skýrslu sem fjallar um áhrif hlýnunar jarðar um 1.5 gráður. Samfara skýrslunni kom skýrt fram að tímapunkturinn fyrir aðgerðir væri núna. Fyrir mér virkaði þetta eins og vekjaraklukka fyrir þá sem hafa verið á snooze takkanum lengi. Góðu fréttirnar eru að það eru til lausnir og margvíslegar aðgerðir sem má grípa til. Vandinn við CO2 er hins vegar að það tekur langan tíma að hverfa úr andrúmsloftinu og þó við hættum notkun kolefnaeldsneyta þá mun ekki draga á sama tímapunkti úr hlýnun heldur tekur það tíma. Þess vegna þurfum við bæði aðgerðir sem byggja á aðlögun (e. adaption) og mildun (e. mitigation). Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum liggur nú fyrir og er í umsagnarferli til 1. nóvember. Þar er margt gott að finna. Miðað við nýjustu skýrslu IPCC þarf hins vegar að skoða hvort ekki eigi að ganga lengra. Samkvæmt áætluninni ber að standa við markmið Parísarsamningsins árið 2030, en ekki er ljóst hvort að það séu efri mörk samningsins. Að sama skapi hvet ég Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, sem situr í nafni flokks með grænt í nafni sínu að taka forystu á alþjóðavísu í umhverfismálum og hvetja til aðgerða sem ganga lengra. Þegar lönd eins og Bandaríkin ætla ekki að skila sínu, leiðir það af hnattræns eðlis umhverfismála, að aðrar álfur eins og Evrópa þurfa einfaldlega að ganga lengra. Enn eru þeir til sem trúa ekki vísindum sem hafa borist allt frá 1970 um hlýnun jarðar af mannavöldum. Stór hluti stjórnmálamanna og ráðandi afla heimsins viðurkenna ekki vísindi og staðreyndir. Auðvitað má deila um umfang og aldrei er hægt að segja til með fullri vissu um framtíðina en það dregur ekki úr alvarleika málsins. Loftslagsbreytingar munu hafa alvarleg áhrif á líf milljóna manna hér á jörðinni og áhrif á okkur öll. Staðreyndin er sú að við getum ekki haldið áfram á sömu braut með neyslu og notkun jarðefnaeldsneyta. Við erum kynslóðin sem fékk þetta verkefni í hendur. Stöndum undir þeirri ábyrgð. Allra helst þeir sem hafa nú með höndum stefnumótun ríkis og fyrirtæki sem losa CO2 út í andrúmsloftið.Höfundur er lögfræðingur, hdl. og LL.M. nemi í alþjóðalögum við Háskólann í Miami með áherslu á umhverfismál og félagslegt réttlæti.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar