

Vinstrimenn kaupa villu
Þannig er mál með vexti að hjónakornin Pablo Iglesias og Irene Montero keyptu sér villu en hann er formaður vinstriflokksins Podemos (Við getum) og hún þingmaður sama flokks. Húsakosturinn kostar þau tæpar 76 milljónir króna en slík kaup eiga ekki að vera á vinstrimanna færi. Hefur upphlaup þetta neytt þau til að kalla eftir áliti frá flokksbræðrum og -systrum um það hvort þau meti það svo að hjónakornunum beri að segja af sér.
Það er vissulega nokkuð ósamræmi í því að þau sem einna mest tali gegn ójöfnuði hér syðra skuli flytja í hverfi þar sem efsta lagið í ójöfnuðinum býr. En það leynist líka firring í fjaðrafokinu.
Fyrir nokkrum árum kom í ljós svart bókhald Lýðflokksins og leynireikningur í Sviss sem innihélt um sex og hálfan milljarð króna. Það voru samantekin ráð athafna- og stjórnmálamanna sem gerði þeim kleift að moka þessu úr almannasjóðum. Forsætisráðherrann, Mariano Rajoy, naut góðs af en hann fékk að minnsta kosti upphæð sem jafnast á við hálfvirði villunnar þeirra Pablo og Irene fyrir þátttöku sína í leynibraskinu. Þetta eru þó bara smámunir því ef talin eru helstu spillingarmál flokksins telst mér til að þau hafi kostað þjóðina um hundrað þúsund milljón evrur. Þetta kom í ljós eftir að lögmaðurinn Baltazar Garzón hóf rannsókn. Hann hefur nú verið sviptur lögmannsréttindum á Spáni. Frá því þessi kurl komu til grafar hefur Lýðflokkurinn unnið tvennar þingkosningar.
En nú fyrst er þetta komið í óefni þegar vinstrimenn kaupa villu.
Skoðun

Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún?
Einar Ólafsson skrifar

Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi!
Gunnar Alexander Ólafsson skrifar

Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar

Lýðheilsan að veði?
Willum Þór Þórsson skrifar

Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings
Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar

Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi
Ian McDonald skrifar

Hverjir eru komnir með nóg?
Nichole Leigh Mosty skrifar

Að leigja okkar eigin innviði
Halldóra Mogensen skrifar

Málþóf sem valdníðsla
Einar G. Harðarson skrifar

Klaufaskapur og reynsluleysi?
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið?
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Ertu bitur?
Björn Leví Gunnarsson skrifar

Er hægt að læra af draumum?
Sigurður Árni Reynisson skrifar

Afstæði Ábyrgðar
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Fjárhagslegt virði vörumerkja
Elías Larsen skrifar

Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn?
Kjartan Páll Sveinsson skrifar

Þið voruð í partýinu líka!
Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar

Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi?
Helen Ólafsdóttir skrifar

Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna
Viðar Hreinsson skrifar

Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu
Abdullah Shihab Wahid skrifar

Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki
Mouna Nasr skrifar

Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins
Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar

Þetta er allt hinum að kenna!
Helgi Brynjarsson skrifar

Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna
Heimir Már Pétursson skrifar

Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Opið bréf til fullorðna fólksins
Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar

Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega?
Dagbjört Hákonardóttir skrifar

Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar
Gunnar Þór Jónsson skrifar