Óþekktur sonur til Íslands hálfri öld síðar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 19. febrúar 2018 07:45 Þær voru hlýjar móttökurnar sem Mitch fékk í flugstöð Leifs Eiríkssonar. „Þetta hefur verið súrrealískt,“ segir Bandaríkjamaðurinn Mitch Koster. Mitch hefur síðustu daga dvalið í faðmi íslenskrar fjölskyldu sinnar en hann uppgötvaði síðasta haust að faðir hans væri íslenskur. Mitch, sem verður fimmtugur í maí, var gefinn til ættleiðingar við fæðingu. Til að hafa upp á blóðfjölskyldu sinni fór hann í erfðarannsókn. Sú könnun leiddi hann að dóttur móðursystur sinnar og í gegnum hana fann hann móður sína. Sú sagði honum að faðir hans hefði borið nafnið Björn Antonsson. „Leit að honum reyndist í fyrstu smá bras því nafnið er nokkuð algengt í Skandinavíu,“ segir Mitch. Það var því lán þegar íslenskur ættingi hans í Texas, Hermann Kristinsson, hafði samband við hann eftir að Hermann komst að því að þeir væru fimmmenningar. Téður Hermann gat flett Birni, föður Mitch, upp í Íslendingabók og í kjölfarið fundu þeir hann á Facebook. „Hermann hafði samband við mig, kom mér í samband við Mitch og síðan fórum við í DNA-próf. Niðurstöður úr því bárust síðasta haust. Það voru 99,9 prósent líkur á að við værum feðgar,“ segir Björn og hlær. Björn hafði kynnst móður Mitch þegar hann var við nám í flugvirkjun í Tulsa í Oklahoma. Þegar hann fór þaðan hafði hann ekki hugmynd um að hún væri þunguð.Hákarl og sviðaveisla biðu eftir honum Eftir þetta kom ekkert annað til greina en að Mitch kæmi í heimsókn til Íslands. „Við fjölskyldan sóttum hann út á flugvöllinn, gáfum honum morgunmat og höfum síðan verið að skoða borgina. Hann er búinn að smakka hákarl og á föstudaginn var sviðaveisla og þar át hann augun alveg eins og pabbi hans!“ segir Björn. „Það er ekki hið eina sem er líkt með okkur því húmorinn er svipaður og ýmsir taktar leyna sér ekki.“ „Hann varð eiginlega fyrir nokkrum vonbrigðum með viðbrögð mín þar sem hann bjóst við því að ég myndi spýta þessu út úr mér,“ segir Mitch og hlær. Hann segir Ísland vera stórkostlegt og vonar að Íslendingar séu ekki orðnir ónæmir fyrir fegurð þess. Þá hefur hann kynnst því hve lítið Ísland er. „Svo eru allir svo vinalegir. Ég lenti í því á bílastæði við verslun að nafn mitt var kallað. Ég var eitt stórt spurningarmerki enda skildi ég ekki hver gæti þekkt mig hér á landi. Þá reyndist þetta vera góð vinkona systur minnar,“ segir Mitch og skellir upp úr. Íslandsdvöl Mitch rennur sitt skeið á fimmtudag en þangað til mun hann skoða sig um og njóta í faðmi fjölskyldunnar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Sjá meira
„Þetta hefur verið súrrealískt,“ segir Bandaríkjamaðurinn Mitch Koster. Mitch hefur síðustu daga dvalið í faðmi íslenskrar fjölskyldu sinnar en hann uppgötvaði síðasta haust að faðir hans væri íslenskur. Mitch, sem verður fimmtugur í maí, var gefinn til ættleiðingar við fæðingu. Til að hafa upp á blóðfjölskyldu sinni fór hann í erfðarannsókn. Sú könnun leiddi hann að dóttur móðursystur sinnar og í gegnum hana fann hann móður sína. Sú sagði honum að faðir hans hefði borið nafnið Björn Antonsson. „Leit að honum reyndist í fyrstu smá bras því nafnið er nokkuð algengt í Skandinavíu,“ segir Mitch. Það var því lán þegar íslenskur ættingi hans í Texas, Hermann Kristinsson, hafði samband við hann eftir að Hermann komst að því að þeir væru fimmmenningar. Téður Hermann gat flett Birni, föður Mitch, upp í Íslendingabók og í kjölfarið fundu þeir hann á Facebook. „Hermann hafði samband við mig, kom mér í samband við Mitch og síðan fórum við í DNA-próf. Niðurstöður úr því bárust síðasta haust. Það voru 99,9 prósent líkur á að við værum feðgar,“ segir Björn og hlær. Björn hafði kynnst móður Mitch þegar hann var við nám í flugvirkjun í Tulsa í Oklahoma. Þegar hann fór þaðan hafði hann ekki hugmynd um að hún væri þunguð.Hákarl og sviðaveisla biðu eftir honum Eftir þetta kom ekkert annað til greina en að Mitch kæmi í heimsókn til Íslands. „Við fjölskyldan sóttum hann út á flugvöllinn, gáfum honum morgunmat og höfum síðan verið að skoða borgina. Hann er búinn að smakka hákarl og á föstudaginn var sviðaveisla og þar át hann augun alveg eins og pabbi hans!“ segir Björn. „Það er ekki hið eina sem er líkt með okkur því húmorinn er svipaður og ýmsir taktar leyna sér ekki.“ „Hann varð eiginlega fyrir nokkrum vonbrigðum með viðbrögð mín þar sem hann bjóst við því að ég myndi spýta þessu út úr mér,“ segir Mitch og hlær. Hann segir Ísland vera stórkostlegt og vonar að Íslendingar séu ekki orðnir ónæmir fyrir fegurð þess. Þá hefur hann kynnst því hve lítið Ísland er. „Svo eru allir svo vinalegir. Ég lenti í því á bílastæði við verslun að nafn mitt var kallað. Ég var eitt stórt spurningarmerki enda skildi ég ekki hver gæti þekkt mig hér á landi. Þá reyndist þetta vera góð vinkona systur minnar,“ segir Mitch og skellir upp úr. Íslandsdvöl Mitch rennur sitt skeið á fimmtudag en þangað til mun hann skoða sig um og njóta í faðmi fjölskyldunnar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Sjá meira