Þýska stórliðið Rhein-Neckar Löwen hefur staðfest endurkomu Svíans Kim Ekdahl du Rietz en hann lagði skóna á hilluna síðasta sumar, aðeins 27 ára gamall, þar sem hann sagðist vera kominn með leið á handbolta og langaði til að ferðast um heiminn.
Honum hefur snúist hugur og mun hann nú hjálpa Löwen á lokasprettinum í þýsku úrvalsdeildinni þar sem liðið er í hörkubaráttu um efsta sætið auk þess að vera enn með í Meistaradeild Evrópu.
Hann er þegar orðinn löglegur með Ljónunum þar sem samningur hans við félagið er enn í gildi og hann var á leikmannalista félagsins fyrir tímabilið þrátt fyrir að hafa yfirgefið Þýskaland til að ferðast.
Aldeilis frábærar fréttir fyrir Guðjón Val Sigurðsson, Alexander Petterson og félaga í Löwen en liðið var í leit að liðsstyrk eftir að Spánverjinn Gedeon Guardiola meiddist á dögunum.
Löwen staðfestir endurkomu Kim Ekdahl du Rietz

Tengdar fréttir

Fer hamingjusamur inn í óvissuna
Einn besti handboltamaður heims ætlar að hætta í íþróttinni í sumar fyrir fullt og allt, aðeins 27 ára gamall. Kim Ekdahl du Rietz ræðir við Fréttablaðið um ákvörðun sína sem er byggð á því að hann nýtur þess ekki að vera handboltamaður og hefur aldrei gert.

Einn besti handboltamaður heims hættir 27 ára til að ferðast um heiminn
Kim Ekdahl du Rietz náði að semja um starfslok við besta lið Þýskalands og hefur ákveðið að hætta að spila handbolta á besta aldri.

Hætti í sumar en gæti snúið aftur á völlinn með þýsku ljónunum
Kim Ekdahl du Rietz fékk nóg af handbolta og hætti aðeins 27 ára síðasta sumar. En nú er hann sagður ætla að spila á nýjan leik.

Fékk skilaboð frá Ólafi Stefánssyni í viðnum
Sænski handboltamaðurinn Kim Ekdahl du Rietz var í viðtali í Fréttablaðinu í dag þar sem hann fór betur yfir þá ákvörðun sína að setja handboltaskóna upp á hillu.