Vernduð í raun? Bergsteinn Jónsson skrifar 20. mars 2018 07:00 Það eru fá börn í heiminum jaðarsettari en börn sem þurfa að yfirgefa heimkynni sín í leit að öryggi. Á ferðalagi þeirra leynast margar hættur og þau finna sig að lokum í ókunnu landi þar sem þau njóta takmarkaðrar verndar og bíða örlaga sinna. Sum koma ein, og önnur með fjölskyldum sínum. Ástæðurnar að baki eru ótalmargar og í raun er eingöngu hægt að gefa sér það að ekkert barn velur að flýja heimkynni sín og sækja um alþjóðlega vernd í ókunnu landi. Eitt og hálft ár er síðan UNICEF og Rauði krossinn kölluðu eftir skýrri stefnu í málefnum fylgdarlausra barna. Í yfirlýsingu ítrekuðum við þá kröfu að börnin séu ekki hýst með fullorðnum og að sérstöku húsnæði sé komið upp fyrir þennan hóp. Að börnunum sé tryggður tilsjónarmaður sem sinnir því að grunnþörfum barnanna sé mætt. Þá var réttur barna til menntunar og félagsstarfs ítrekaður og að börn skuli ávallt njóta vafans vegna aldursgreininga. Í dag kynnir UNICEF á Íslandi niðurstöður nýrrar skýrslu um réttindi barna sem sækja um alþjóðlega vernd á Norðurlöndunum. Skýrslan ber nafnið Vernduð í raun? Greining á viðbrögðum Norðurlandanna við umsóknum barna um alþjóðlega vernd var unnin af rannsóknarmiðstöð UNICEF – Innocenti. Niðurstöður skýrslunnar staðfesta fyrri ábendingar okkar og þeirra sem starfa á þessu sviði. Í skýrslunni er að finna mörg jákvæð dæmi um hvernig norræn ríki taka á móti börnum á flótta, Barnahús á Íslandi er eitt slíkt dæmi. En í henni er einnig að finna dæmi um það sem betur má fara. Þegar alþjóðlegar og innlendar skuldbindingar stjórnvalda gagnvart réttindum barna eru bornar saman við móttöku barna í leit að vernd, koma í ljós alvarlegar gloppur. Það er upplifun okkar sem störfum hjá UNICEF á Íslandi að íslensk stjórnvöld vilji vera í fremstu röð þegar kemur að réttindum allra barna og færum við því í dag félags- og jafnréttismálaráðherra tillögur að úrbótum, sem byggja á niðurstöðum skýrslunnar. Barn er barn, sama hvaðan það kemur og öll börn eiga meðfædd eigin mannréttindi sem aldrei er hægt að fjarlægja. Börnin eiga þessi réttindi og það er okkar hinna fullorðnu að uppfylla þau. Við hjá UNICEF á Íslandi vitum að íslensk stjórnvöld eru sammála þessari fullyrðingu enda hafa þau stigið mikilvægt skref í þá átt með því að lögfesta Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Við hlökkum til þess að eiga samtal við þau um efni skýrslunnar með það að markmiði að gera Ísland betra fyrir öll börn.Höfundur er framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Lög brotin á fylgdarlausum börnum Börn sem koma hingað í hælisleit njóta ekki þeirra réttinda sem nýleg lög eiga að tryggja þeim. Norðurlöndin standa sig betur en önnur Evrópuríki við móttöku barna en ekkert þeirra tryggir réttindi barna samkvæmt alþjóðlegum kröfum. UNICEF vill úrbætur. 20. mars 2018 06:00 Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Það eru fá börn í heiminum jaðarsettari en börn sem þurfa að yfirgefa heimkynni sín í leit að öryggi. Á ferðalagi þeirra leynast margar hættur og þau finna sig að lokum í ókunnu landi þar sem þau njóta takmarkaðrar verndar og bíða örlaga sinna. Sum koma ein, og önnur með fjölskyldum sínum. Ástæðurnar að baki eru ótalmargar og í raun er eingöngu hægt að gefa sér það að ekkert barn velur að flýja heimkynni sín og sækja um alþjóðlega vernd í ókunnu landi. Eitt og hálft ár er síðan UNICEF og Rauði krossinn kölluðu eftir skýrri stefnu í málefnum fylgdarlausra barna. Í yfirlýsingu ítrekuðum við þá kröfu að börnin séu ekki hýst með fullorðnum og að sérstöku húsnæði sé komið upp fyrir þennan hóp. Að börnunum sé tryggður tilsjónarmaður sem sinnir því að grunnþörfum barnanna sé mætt. Þá var réttur barna til menntunar og félagsstarfs ítrekaður og að börn skuli ávallt njóta vafans vegna aldursgreininga. Í dag kynnir UNICEF á Íslandi niðurstöður nýrrar skýrslu um réttindi barna sem sækja um alþjóðlega vernd á Norðurlöndunum. Skýrslan ber nafnið Vernduð í raun? Greining á viðbrögðum Norðurlandanna við umsóknum barna um alþjóðlega vernd var unnin af rannsóknarmiðstöð UNICEF – Innocenti. Niðurstöður skýrslunnar staðfesta fyrri ábendingar okkar og þeirra sem starfa á þessu sviði. Í skýrslunni er að finna mörg jákvæð dæmi um hvernig norræn ríki taka á móti börnum á flótta, Barnahús á Íslandi er eitt slíkt dæmi. En í henni er einnig að finna dæmi um það sem betur má fara. Þegar alþjóðlegar og innlendar skuldbindingar stjórnvalda gagnvart réttindum barna eru bornar saman við móttöku barna í leit að vernd, koma í ljós alvarlegar gloppur. Það er upplifun okkar sem störfum hjá UNICEF á Íslandi að íslensk stjórnvöld vilji vera í fremstu röð þegar kemur að réttindum allra barna og færum við því í dag félags- og jafnréttismálaráðherra tillögur að úrbótum, sem byggja á niðurstöðum skýrslunnar. Barn er barn, sama hvaðan það kemur og öll börn eiga meðfædd eigin mannréttindi sem aldrei er hægt að fjarlægja. Börnin eiga þessi réttindi og það er okkar hinna fullorðnu að uppfylla þau. Við hjá UNICEF á Íslandi vitum að íslensk stjórnvöld eru sammála þessari fullyrðingu enda hafa þau stigið mikilvægt skref í þá átt með því að lögfesta Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Við hlökkum til þess að eiga samtal við þau um efni skýrslunnar með það að markmiði að gera Ísland betra fyrir öll börn.Höfundur er framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi
Lög brotin á fylgdarlausum börnum Börn sem koma hingað í hælisleit njóta ekki þeirra réttinda sem nýleg lög eiga að tryggja þeim. Norðurlöndin standa sig betur en önnur Evrópuríki við móttöku barna en ekkert þeirra tryggir réttindi barna samkvæmt alþjóðlegum kröfum. UNICEF vill úrbætur. 20. mars 2018 06:00
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar