Eru mannsæmandi laun ekki fyrir konur? Dóra B. Stephensen skrifar 2. apríl 2018 16:46 Íslenskar ljósmæður standa í kjarabaráttu þessa dagana. Kjarabarátta sem hefur staðið frá því að stéttin hóf störf. Þegar talað er um laun heilbrigðisstarfsmanna á Íslandi er oft gripið til þess að skoða launin á hinum Norðurlöndunum. Ég hef starfað sem ljósmóðir í Svíþjóð síðan haustið 2015 og langar aðeins að tala um launakjör hér miðað við á Íslandi. Grunnlaun í Svíþjóð eru lægri en á Íslandi. Munurinn er meiri nú en þegar ég flutti hingað fyrir tveimur og hálfu ári, þar sem íslenska krónan er óvenju sterk núna. Á Íslandi er 100% vinna 40 klst vinnuvika. Hér vinn ég hins vegar 32 klst vinnuviku í 100% vinnu á þrískiptum vöktum. Ef ég myndi bera það saman við 80% vinnu á íslandi, sem myndi skila 32 klst vinnuviku, þá er launamunurinn mjög lítill. Þannig að hér í Svíþjóð get ég unnið 100% vinnu á þrískiptum vöktum, en það er eitthvað sem ég hef aldrei getað gert í vaktavinnu á Íslandi. Það má því segja að launin mín hér í Svíþjóð séu þau sömu og á Íslandi ef miðað er við tímafjölda. Þegar talað er um hin lágu grunnlaun ljósmæðra í vaktavinnu á Íslandi þá er nefnilega ekki öll sagan sögð, það þarf nefnilega að taka 20% af þessum grunnlaunum til að fá raunveruleg laun. Það sem ég fæ svo fyrir launin mín hér í Svíþjóð er aðeins meira en fyrir sömu laun á Íslandi, mun lægra matarverð og húsnæðislán með 1,7% vöxtum skilur meira eftir í buddunni en lífsbaráttan á Íslandi. En er ég þá ánægð með launin mín hér í Svíþjóð? Nei, það er ég svo sannarlega ekki og ég hef oft velt því fyrir mér hvort ég eigi að snúa mér að einhverju allt öðru í lífinu. Það er mjög letjandi og niðurdrepandi að vinna þungt og mjög ábyrgðarmikið starf eftir að hafa lagt á sig langt háskólanám fyrir laun sem vart er hægt að lifa af. Sænskar ljósmæður eru ekki sáttar við launin sín. Hér heyrast sömu raddir og hjá íslenskum ljósmæðrum. Þetta er nefnilega ekki sér íslenskt fyrirbæri, kynbundinn launamunur er vandamál í öllum heiminum. Það er bara spurningin hvaða land ætlar að taka af skarið og leiðrétta þennan mun og setja í leiðinni fordæmi fyrir önnur lönd. Vigdís Finnbogadóttir var fyrsta konan í heiminum sem var kosin forseti í lýðræðislegum kosningum og þykir Ísland alltaf hafa staðið framarlega í jafnréttisbaráttu kynjanna. Samt sem áður var launamunur kynjanna 16,1% árið 2016. Er ekki rétta tækifærið núna til að leiðrétta laun einu hreinu kvennastéttarinnar á Íslandi, sem vill svo til að er sú stétt sem mest hefur verið níðst á launalega séð? Ég skora á forsætisráðherra Katrínu Jakobsdóttur og heilbrigðisráðherra Svandísi Svavarsdóttur að laga það misrétti sem ljósmæður hafa búið við í fjölda ára í eitt skipti fyrir öll. Borgum fólki laun í samræmi við menntun og ábyrgð, en ekki eftir kyni. Höldum áfram að vera brautryðjendur í jafnréttismálum og setjum fordæmi fyrir restina af heiminum.Höfundur er hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir í Lundi, Svíþjóð Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskar ljósmæður standa í kjarabaráttu þessa dagana. Kjarabarátta sem hefur staðið frá því að stéttin hóf störf. Þegar talað er um laun heilbrigðisstarfsmanna á Íslandi er oft gripið til þess að skoða launin á hinum Norðurlöndunum. Ég hef starfað sem ljósmóðir í Svíþjóð síðan haustið 2015 og langar aðeins að tala um launakjör hér miðað við á Íslandi. Grunnlaun í Svíþjóð eru lægri en á Íslandi. Munurinn er meiri nú en þegar ég flutti hingað fyrir tveimur og hálfu ári, þar sem íslenska krónan er óvenju sterk núna. Á Íslandi er 100% vinna 40 klst vinnuvika. Hér vinn ég hins vegar 32 klst vinnuviku í 100% vinnu á þrískiptum vöktum. Ef ég myndi bera það saman við 80% vinnu á íslandi, sem myndi skila 32 klst vinnuviku, þá er launamunurinn mjög lítill. Þannig að hér í Svíþjóð get ég unnið 100% vinnu á þrískiptum vöktum, en það er eitthvað sem ég hef aldrei getað gert í vaktavinnu á Íslandi. Það má því segja að launin mín hér í Svíþjóð séu þau sömu og á Íslandi ef miðað er við tímafjölda. Þegar talað er um hin lágu grunnlaun ljósmæðra í vaktavinnu á Íslandi þá er nefnilega ekki öll sagan sögð, það þarf nefnilega að taka 20% af þessum grunnlaunum til að fá raunveruleg laun. Það sem ég fæ svo fyrir launin mín hér í Svíþjóð er aðeins meira en fyrir sömu laun á Íslandi, mun lægra matarverð og húsnæðislán með 1,7% vöxtum skilur meira eftir í buddunni en lífsbaráttan á Íslandi. En er ég þá ánægð með launin mín hér í Svíþjóð? Nei, það er ég svo sannarlega ekki og ég hef oft velt því fyrir mér hvort ég eigi að snúa mér að einhverju allt öðru í lífinu. Það er mjög letjandi og niðurdrepandi að vinna þungt og mjög ábyrgðarmikið starf eftir að hafa lagt á sig langt háskólanám fyrir laun sem vart er hægt að lifa af. Sænskar ljósmæður eru ekki sáttar við launin sín. Hér heyrast sömu raddir og hjá íslenskum ljósmæðrum. Þetta er nefnilega ekki sér íslenskt fyrirbæri, kynbundinn launamunur er vandamál í öllum heiminum. Það er bara spurningin hvaða land ætlar að taka af skarið og leiðrétta þennan mun og setja í leiðinni fordæmi fyrir önnur lönd. Vigdís Finnbogadóttir var fyrsta konan í heiminum sem var kosin forseti í lýðræðislegum kosningum og þykir Ísland alltaf hafa staðið framarlega í jafnréttisbaráttu kynjanna. Samt sem áður var launamunur kynjanna 16,1% árið 2016. Er ekki rétta tækifærið núna til að leiðrétta laun einu hreinu kvennastéttarinnar á Íslandi, sem vill svo til að er sú stétt sem mest hefur verið níðst á launalega séð? Ég skora á forsætisráðherra Katrínu Jakobsdóttur og heilbrigðisráðherra Svandísi Svavarsdóttur að laga það misrétti sem ljósmæður hafa búið við í fjölda ára í eitt skipti fyrir öll. Borgum fólki laun í samræmi við menntun og ábyrgð, en ekki eftir kyni. Höldum áfram að vera brautryðjendur í jafnréttismálum og setjum fordæmi fyrir restina af heiminum.Höfundur er hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir í Lundi, Svíþjóð
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar