Þrátt fyrir hetjulega frammistöðu á köflum dugði það ekki til að komast í gegnum niðurskurðinn á stærsta sviðinu.
Þetta var fyrsta risamót hjá Haraldi og fyrsta risamótið hjá karlkyns kylfingi. Hann var að brjóta söguna og má vera stoltur af.
Golfsamband Íslands var með skýr skilaboð til Haraldar á Twitter-síðu sinni eftir að keppni lauk í gærkvöldi.
„Jæja, þá er þessu mikla ævintýri lokið. Haraldur Franklín stóð sig frábærlega og má vera stoltur. Haddi: þú varst að skrifa söguna og henni er ekki lokið. Næsti kafli er framundan. #haddiopen18”
Mótið er nú hálfnað en síðustu tveir hringirnir eru leiknir í dag og á morgun.
Jæja, þá er þessu mikla ævintýri lokið. Haraldur Franklín stóð sig frábærlega og má vera stoltur. Haddi: þú varst að skrifa söguna og henni er ekki lokið. Næsti kafli er framundan. #haddiopen18
— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) July 20, 2018